Erlent

Segja Assange sæta illri meðferð í fangelsi

Kjartan Kjartansson skrifar
Lögmenn Assange og Wikileaks á leið í réttarsal í morgun.
Lögmenn Assange og Wikileaks á leið í réttarsal í morgun. Vísir/EPA

Lögmenn Julians Assange, stofnanda Wikileaks, fullyrða að hafi ítrekað verið handjárnaður og afklæddur eftir fyrsta dag réttarhalda um hvort framselja eigi hann til Bandaríkjanna í gær. Fangaverðir hafi jafnframt tekið af honum málsskjöl sem lögmennirnir segja að skerði getu Assange til þess að taka þátt í réttarhöldunum.

Réttarhöldin í framsalsmáli Assange hófust í London í gær. Bandaríkjastjórn krefst þess að hann verði framseldur til að hann svari til saka fyrir ákæru um samsæri um tölvuinnbrot og njósnir sem tengjast uppljóstrunum Wikileaks upp úr bandarískum leyniskjölum árið 2010.

Dómarinn í málinu sagði lögmönnum Assange að hún hefði ekki vald til þess að taka afstöðu til eða úrskurða um aðstæður Assange í fangelsi en hvatti þá til þess að taka málið upp við fangelsismálayfirvöld, að sögn The Guardian. Sagðist hún ætlast til þess að komið væri fram við Assange þannig að réttur hans til sanngjarnra réttarhalda væri virtur.

Bandaríkjastjórn heldur því fram að Assange hafi stefnt lífi fjölda fólks í hættu þegar hann birti skjöl frá Bandaríkjaher og utanríkisþjónustunni án þess að má út nöfn einstaklinga sem hefðu aðstoðað Bandaríkin, þar á meðal í Írak og Afganistan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×