Íslendingar ekki mælst svartsýnni í sex ár Eiður Þór Árnason skrifar 25. febrúar 2020 20:00 Vísitalan er byggð á svörum Íslendinga 18 ára og eldri af öllu landinu. Vísir/vilhelm Íslendingar hafa ekki mælst svartsýnni til stöðu og framtíðarhorfa í efnahags- og atvinnulífinu í sex ár, ef marka má Væntingavísitölu Gallup. Vísitalan, sem uppfærð var í morgun, hefur lækkað um tæplega 20 stig í febrúarmánuði og mælist nú 75,3 stig. Fari talan niður fyrir 100 stig eru fleiri svarendur neikvæðir en jákvæðir. Vísitalan hefur nú ekki mælst lægri frá því í nóvember 2013 og hefur hún verið undir 100 stigum frá því í ágúst 2018. Allar undirvísitölur Væntingavísitölunnar lækka umtalsvert á milli mánaða og sú undirvísitala sem mælist lægst er mat neytenda á efnahagslífinu. Næst á eftir eru væntingar neytenda til næstu sex mánaða. Sjá einnig: Lækkanir í Kauphöll, afbókanir og áform á ís vegna kórónuveirunnar Fram kemur í greiningu Íslandsbanka að ætla megi að helstu ástæður þessarar dýfu séu vaxandi órói á íslenskum vinnumarkaði sem ekki sjái fyrir endann á og útbreiðsla kórónuveirunnar sem nú herjar á heimsbyggðina. Þá er Væntingavísitalan sögð hafa talsvert forspárgildi fyrir skammtímaþróun einkaneyslu. Til að mynda hefur hægt á vexti einkaneyslu undanfarin misseri samhliða því að væntingar almennings hafa dökknað. „Þótt ekki sé hægt að draga sterkar ályktanir af mánaðarsveiflum í [Væntingavísitölu] bendir þróunin það sem af er ári fremur til þess að vöxtur einkaneyslu verði hægur, ef nokkur, á fyrsta fjórðungi ársins. Það fer svo væntanlega eftir því hvort horfur um þróun COVID-19 batna og staðan á vinnumarkaði róast með hækkandi sól hvort einkaneysluvöxturinn glæðist að nýju þegar líður á þetta ár,“ segir í greiningu Íslandsbanka. Efnahagsmál Skoðanakannanir Tengdar fréttir Efnahagsóveðurskýin hrannast upp yfir Íslandi Ingólfur Bender telur menn hafa brugðist of seint við versnandi efnahagshorfum. 5. febrúar 2020 11:43 Lækkanir í Kauphöll, afbókanir og áform á ís vegna kórónuveirunnar Verulegar afbókanir hafa verið á hótelum hér á landi vegna kórónuveirunnar og fólk er uggandi vegna þróunarinnar að sögn talsmanns hóteleiganda. Öll félög í Kauphöllinni hafa lækkað tvo daga í röð. Forstjórinn segir það mjög óvenjulegt. 25. febrúar 2020 19:00 Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Sjá meira
Íslendingar hafa ekki mælst svartsýnni til stöðu og framtíðarhorfa í efnahags- og atvinnulífinu í sex ár, ef marka má Væntingavísitölu Gallup. Vísitalan, sem uppfærð var í morgun, hefur lækkað um tæplega 20 stig í febrúarmánuði og mælist nú 75,3 stig. Fari talan niður fyrir 100 stig eru fleiri svarendur neikvæðir en jákvæðir. Vísitalan hefur nú ekki mælst lægri frá því í nóvember 2013 og hefur hún verið undir 100 stigum frá því í ágúst 2018. Allar undirvísitölur Væntingavísitölunnar lækka umtalsvert á milli mánaða og sú undirvísitala sem mælist lægst er mat neytenda á efnahagslífinu. Næst á eftir eru væntingar neytenda til næstu sex mánaða. Sjá einnig: Lækkanir í Kauphöll, afbókanir og áform á ís vegna kórónuveirunnar Fram kemur í greiningu Íslandsbanka að ætla megi að helstu ástæður þessarar dýfu séu vaxandi órói á íslenskum vinnumarkaði sem ekki sjái fyrir endann á og útbreiðsla kórónuveirunnar sem nú herjar á heimsbyggðina. Þá er Væntingavísitalan sögð hafa talsvert forspárgildi fyrir skammtímaþróun einkaneyslu. Til að mynda hefur hægt á vexti einkaneyslu undanfarin misseri samhliða því að væntingar almennings hafa dökknað. „Þótt ekki sé hægt að draga sterkar ályktanir af mánaðarsveiflum í [Væntingavísitölu] bendir þróunin það sem af er ári fremur til þess að vöxtur einkaneyslu verði hægur, ef nokkur, á fyrsta fjórðungi ársins. Það fer svo væntanlega eftir því hvort horfur um þróun COVID-19 batna og staðan á vinnumarkaði róast með hækkandi sól hvort einkaneysluvöxturinn glæðist að nýju þegar líður á þetta ár,“ segir í greiningu Íslandsbanka.
Efnahagsmál Skoðanakannanir Tengdar fréttir Efnahagsóveðurskýin hrannast upp yfir Íslandi Ingólfur Bender telur menn hafa brugðist of seint við versnandi efnahagshorfum. 5. febrúar 2020 11:43 Lækkanir í Kauphöll, afbókanir og áform á ís vegna kórónuveirunnar Verulegar afbókanir hafa verið á hótelum hér á landi vegna kórónuveirunnar og fólk er uggandi vegna þróunarinnar að sögn talsmanns hóteleiganda. Öll félög í Kauphöllinni hafa lækkað tvo daga í röð. Forstjórinn segir það mjög óvenjulegt. 25. febrúar 2020 19:00 Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Sjá meira
Efnahagsóveðurskýin hrannast upp yfir Íslandi Ingólfur Bender telur menn hafa brugðist of seint við versnandi efnahagshorfum. 5. febrúar 2020 11:43
Lækkanir í Kauphöll, afbókanir og áform á ís vegna kórónuveirunnar Verulegar afbókanir hafa verið á hótelum hér á landi vegna kórónuveirunnar og fólk er uggandi vegna þróunarinnar að sögn talsmanns hóteleiganda. Öll félög í Kauphöllinni hafa lækkað tvo daga í röð. Forstjórinn segir það mjög óvenjulegt. 25. febrúar 2020 19:00