Var í tölvuleik þegar Tesla-jepplingur ók á vegatálma Samúel Karl Ólason skrifar 25. febrúar 2020 23:36 Tesla segir ökumenn alltaf þurfa að fylgjast með akstrinum og að kerfið sé eingöngu hugsað til aðstoðar. AP/David Zalubowski Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum hefur komist að þeirri niðurstöðu að maður sem dó í bílslysi á Tesla-jeppling fyrir tveimur árum, var að spila tölvuleik í síma sínum þegar slysið varð. Sjálfstýrikerfi bílsins var virkt þegar bílinn ók á vegatálma úr steypu svo Walter Huang dó. Robert Sumwalt, formaður nefndarinnar, sagði í gær að kerfi Tesla keyri bílana ekki sjálft. Þrátt fyrir það séu ökumenn sífellt að nota kerfið án þess að fylgjast með akstrinum. „Ef þú átt bíl með sjálfstýrikerfi, áttu þú ekki sjálfkeyrandi bíl,“ sagði Sumwalt. Sjálfstýrikerfi Tesla er ætlað að halda bílum á akreinum þeirra og í öruggri fjarlægð frá næsta bíl. Þá getur kerfið skipt um akrein með samþykki ökumanna. Tesla segir ökumenn alltaf þurfa að fylgjast með akstrinum og að kerfið sé eingöngu hugsað til aðstoðar. Í dag hófst fundur nefndarinnar þar sem farið verður yfir gögn málsins og komist að niðurstöðu varðandi orsök slyssins. Þá mun nefndin gefa frá sér ráðleggingar svo koma megi í veg fyrir sambærileg slys í framtíðinni. Fram kom í dag að bíllinn keyrði á vegatálmann, sem var úr steypu, á um 114 kílómetra hraða, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Kerfi bílsins lét Huang ekki vita af tálmanum og sjálfstýrikerfi bílsins reyndi ekki að bremsa. Þá er ljóst að Huang reyndi ekki að beygja. Rannsóknarnefndin hefur áður gagnrýnt Tesla fyrir að tryggja ekki að ökumenn fylgist með akstrinum. Lagt hefur verið til bílar verði betur útbúnir til að greina hvort ökumenn séu ekki í raun að fylgjast með. Slík tillaga var lögð fram árið 2017 og þá til sex bílaframleiðenda. Sumwalt segir Tesla eina fyrirtækið sem hafi ekki brugðist við tillögunni. Bílar Tesla greina þrýsting á stýrum bíla. Hafi ökumenn hendur ekki á stýrinu láta bílarnir vita af því. Það þykir forsvarsmönnum rannsóknarnefndarinnar ekki nægjanlegt. Bandaríkin Tesla Tengdar fréttir Rannsóknarnefnd gagnrýnir Tesla vegna banaslyss Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum er ósátt við vinnubrögð bílaframleiðandans TESLA í kjölfar banaslyss þann 23. mars. 2. apríl 2018 18:35 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Fleiri fréttir Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum hefur komist að þeirri niðurstöðu að maður sem dó í bílslysi á Tesla-jeppling fyrir tveimur árum, var að spila tölvuleik í síma sínum þegar slysið varð. Sjálfstýrikerfi bílsins var virkt þegar bílinn ók á vegatálma úr steypu svo Walter Huang dó. Robert Sumwalt, formaður nefndarinnar, sagði í gær að kerfi Tesla keyri bílana ekki sjálft. Þrátt fyrir það séu ökumenn sífellt að nota kerfið án þess að fylgjast með akstrinum. „Ef þú átt bíl með sjálfstýrikerfi, áttu þú ekki sjálfkeyrandi bíl,“ sagði Sumwalt. Sjálfstýrikerfi Tesla er ætlað að halda bílum á akreinum þeirra og í öruggri fjarlægð frá næsta bíl. Þá getur kerfið skipt um akrein með samþykki ökumanna. Tesla segir ökumenn alltaf þurfa að fylgjast með akstrinum og að kerfið sé eingöngu hugsað til aðstoðar. Í dag hófst fundur nefndarinnar þar sem farið verður yfir gögn málsins og komist að niðurstöðu varðandi orsök slyssins. Þá mun nefndin gefa frá sér ráðleggingar svo koma megi í veg fyrir sambærileg slys í framtíðinni. Fram kom í dag að bíllinn keyrði á vegatálmann, sem var úr steypu, á um 114 kílómetra hraða, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Kerfi bílsins lét Huang ekki vita af tálmanum og sjálfstýrikerfi bílsins reyndi ekki að bremsa. Þá er ljóst að Huang reyndi ekki að beygja. Rannsóknarnefndin hefur áður gagnrýnt Tesla fyrir að tryggja ekki að ökumenn fylgist með akstrinum. Lagt hefur verið til bílar verði betur útbúnir til að greina hvort ökumenn séu ekki í raun að fylgjast með. Slík tillaga var lögð fram árið 2017 og þá til sex bílaframleiðenda. Sumwalt segir Tesla eina fyrirtækið sem hafi ekki brugðist við tillögunni. Bílar Tesla greina þrýsting á stýrum bíla. Hafi ökumenn hendur ekki á stýrinu láta bílarnir vita af því. Það þykir forsvarsmönnum rannsóknarnefndarinnar ekki nægjanlegt.
Bandaríkin Tesla Tengdar fréttir Rannsóknarnefnd gagnrýnir Tesla vegna banaslyss Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum er ósátt við vinnubrögð bílaframleiðandans TESLA í kjölfar banaslyss þann 23. mars. 2. apríl 2018 18:35 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Fleiri fréttir Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Sjá meira
Rannsóknarnefnd gagnrýnir Tesla vegna banaslyss Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum er ósátt við vinnubrögð bílaframleiðandans TESLA í kjölfar banaslyss þann 23. mars. 2. apríl 2018 18:35