Var í tölvuleik þegar Tesla-jepplingur ók á vegatálma Samúel Karl Ólason skrifar 25. febrúar 2020 23:36 Tesla segir ökumenn alltaf þurfa að fylgjast með akstrinum og að kerfið sé eingöngu hugsað til aðstoðar. AP/David Zalubowski Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum hefur komist að þeirri niðurstöðu að maður sem dó í bílslysi á Tesla-jeppling fyrir tveimur árum, var að spila tölvuleik í síma sínum þegar slysið varð. Sjálfstýrikerfi bílsins var virkt þegar bílinn ók á vegatálma úr steypu svo Walter Huang dó. Robert Sumwalt, formaður nefndarinnar, sagði í gær að kerfi Tesla keyri bílana ekki sjálft. Þrátt fyrir það séu ökumenn sífellt að nota kerfið án þess að fylgjast með akstrinum. „Ef þú átt bíl með sjálfstýrikerfi, áttu þú ekki sjálfkeyrandi bíl,“ sagði Sumwalt. Sjálfstýrikerfi Tesla er ætlað að halda bílum á akreinum þeirra og í öruggri fjarlægð frá næsta bíl. Þá getur kerfið skipt um akrein með samþykki ökumanna. Tesla segir ökumenn alltaf þurfa að fylgjast með akstrinum og að kerfið sé eingöngu hugsað til aðstoðar. Í dag hófst fundur nefndarinnar þar sem farið verður yfir gögn málsins og komist að niðurstöðu varðandi orsök slyssins. Þá mun nefndin gefa frá sér ráðleggingar svo koma megi í veg fyrir sambærileg slys í framtíðinni. Fram kom í dag að bíllinn keyrði á vegatálmann, sem var úr steypu, á um 114 kílómetra hraða, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Kerfi bílsins lét Huang ekki vita af tálmanum og sjálfstýrikerfi bílsins reyndi ekki að bremsa. Þá er ljóst að Huang reyndi ekki að beygja. Rannsóknarnefndin hefur áður gagnrýnt Tesla fyrir að tryggja ekki að ökumenn fylgist með akstrinum. Lagt hefur verið til bílar verði betur útbúnir til að greina hvort ökumenn séu ekki í raun að fylgjast með. Slík tillaga var lögð fram árið 2017 og þá til sex bílaframleiðenda. Sumwalt segir Tesla eina fyrirtækið sem hafi ekki brugðist við tillögunni. Bílar Tesla greina þrýsting á stýrum bíla. Hafi ökumenn hendur ekki á stýrinu láta bílarnir vita af því. Það þykir forsvarsmönnum rannsóknarnefndarinnar ekki nægjanlegt. Bandaríkin Tesla Tengdar fréttir Rannsóknarnefnd gagnrýnir Tesla vegna banaslyss Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum er ósátt við vinnubrögð bílaframleiðandans TESLA í kjölfar banaslyss þann 23. mars. 2. apríl 2018 18:35 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum hefur komist að þeirri niðurstöðu að maður sem dó í bílslysi á Tesla-jeppling fyrir tveimur árum, var að spila tölvuleik í síma sínum þegar slysið varð. Sjálfstýrikerfi bílsins var virkt þegar bílinn ók á vegatálma úr steypu svo Walter Huang dó. Robert Sumwalt, formaður nefndarinnar, sagði í gær að kerfi Tesla keyri bílana ekki sjálft. Þrátt fyrir það séu ökumenn sífellt að nota kerfið án þess að fylgjast með akstrinum. „Ef þú átt bíl með sjálfstýrikerfi, áttu þú ekki sjálfkeyrandi bíl,“ sagði Sumwalt. Sjálfstýrikerfi Tesla er ætlað að halda bílum á akreinum þeirra og í öruggri fjarlægð frá næsta bíl. Þá getur kerfið skipt um akrein með samþykki ökumanna. Tesla segir ökumenn alltaf þurfa að fylgjast með akstrinum og að kerfið sé eingöngu hugsað til aðstoðar. Í dag hófst fundur nefndarinnar þar sem farið verður yfir gögn málsins og komist að niðurstöðu varðandi orsök slyssins. Þá mun nefndin gefa frá sér ráðleggingar svo koma megi í veg fyrir sambærileg slys í framtíðinni. Fram kom í dag að bíllinn keyrði á vegatálmann, sem var úr steypu, á um 114 kílómetra hraða, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Kerfi bílsins lét Huang ekki vita af tálmanum og sjálfstýrikerfi bílsins reyndi ekki að bremsa. Þá er ljóst að Huang reyndi ekki að beygja. Rannsóknarnefndin hefur áður gagnrýnt Tesla fyrir að tryggja ekki að ökumenn fylgist með akstrinum. Lagt hefur verið til bílar verði betur útbúnir til að greina hvort ökumenn séu ekki í raun að fylgjast með. Slík tillaga var lögð fram árið 2017 og þá til sex bílaframleiðenda. Sumwalt segir Tesla eina fyrirtækið sem hafi ekki brugðist við tillögunni. Bílar Tesla greina þrýsting á stýrum bíla. Hafi ökumenn hendur ekki á stýrinu láta bílarnir vita af því. Það þykir forsvarsmönnum rannsóknarnefndarinnar ekki nægjanlegt.
Bandaríkin Tesla Tengdar fréttir Rannsóknarnefnd gagnrýnir Tesla vegna banaslyss Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum er ósátt við vinnubrögð bílaframleiðandans TESLA í kjölfar banaslyss þann 23. mars. 2. apríl 2018 18:35 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Sjá meira
Rannsóknarnefnd gagnrýnir Tesla vegna banaslyss Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum er ósátt við vinnubrögð bílaframleiðandans TESLA í kjölfar banaslyss þann 23. mars. 2. apríl 2018 18:35