Yfir 1.100 smitaðir af kórónuveiru í Suður-Kóreu Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. febrúar 2020 06:45 Sótthreinsandi efnum dreift í Seoul í Suður-Kóreu í dag. Vísir/getty 169 tilfelli kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 greindust í Suður-Kóreu í dag. Alls eru tilfellin í landinu orðin rúmlega 1100. Þá hefur bandarískur hermaður í Suður-Kóreu nú greinst með veiruna, sá fyrsti innan sinna raða í landinu. Flest tilfellin sem greindust í dag, eða 134, eru í borginni Daegu í suðurhluta landsins. Hin tilfellin greindust öll í nærliggjandi bæjum. Sjá einnig: Smituðum fjölgar í Evrópu og víðar Þá greindist bandarískur hermaður í Suður-Kóreu með veiruna. AP-fréttastofan greinir frá því að hermaðurinn sé 23 ára og sé í heimasóttkví í herstöðinni Camp Carroll, steinsnar frá Daegu. Hann er sagður hafa farið víða í Carroll og einnig heimsótt Camp Walker, nærliggjandi herstöð, dagana í aðdraganda greiningarinnar. Nær þrjátíu þúsund bandarískir hermenn eru í Suður-Kóreu. AP greinir frá því að kvikmyndahúsum, keiluhöllum og golfvelli hafi verið lokað á fjórum herstöðum Bandaríkjahers í landinu eftir að smit hermannsins var staðfest. Þá greinir fréttaritar BBC í Suður-Kóreu frá því að embættismaður í Daegu, sem fundaði með forseta landsins, hafi greinst með kórónuveiru. There has been a confirmed case of coronavirus in a Daegu city hall official. People who'd been working with that official were in the meeting with the South Korean President yesterday. https://t.co/MINC3cDA7B— Laura Bicker (@BBCLBicker) February 26, 2020 Eins og áður segir eru kórónuveirutilfellin í Suður-Kóreu nú orðin ríflega 1.100 og ellefu hafa látist af völdum veirunnar. Enn hafa langflest tilfelli veirunnar greinst í Kína en í dag hafa þar verið staðfest 406 ný tilfelli og 52 dauðsföll, öll í borginni Wuhan eða nágrenni hennar þar sem veiran á upptök sín. Á sama tíma og dregið hefur úr fjölgun smitaðra í Kína fjölgar smituðum hratt annars staðar í heiminum. Bara í fyrradag og í gær hafa komið upp ný smit í Króatíu, Austurríki, Sviss og Alsír. Í heildina hefur verið staðfest að rúmlega 80 þúsund eru smitaðir í rúmlega 30 löndum. Útbreiðsla veirunnar hefur valdið óróleika á fjármálamörkuðum og er fólk um allan heim að hætta við fyrirhuguð ferðalög. Sjö Íslendingar eru á meðal þúsund gesta sem eru í sóttkví á hóteli á Tenerife eftir að kórónuveirusmit greindist á eyjunni. Ítalskur læknir greindist með veiruna aðfaranótt þriðjudags og nú hefur verið staðfest að kona hans smitaðist einnig. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Kórea Tengdar fréttir „Of snemmt að tala um að aflýsa Ólympíuleikunum“ Margir hafa áhyggjur af Ólympíuleikunum í sumar vegna óvissuástandsins vegna Covid19 kórónuveirunnar. 25. febrúar 2020 21:00 „Gæti verið verri staður til að vera fastur á“ Sigvaldi Kaldalóns, fararstjóri á Tenerife, segir að líðan Íslendinganna sem séu í sóttkví sé góð og að fólk sé skilningsríkt. Unnið er að því að rannsaka alla gesti hótelsins. 25. febrúar 2020 22:45 Annað kórónuveirusmit staðfest á Tenerife Tveir hafa nú greinst með kórónuveiruna á Tenerife en spænsk heilbrigðisyfirvöld hafa nú staðfest að eiginkona ítalska læknisins sem reyndist smitaður hafi einnig greinst með veiruna. 25. febrúar 2020 20:40 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
169 tilfelli kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 greindust í Suður-Kóreu í dag. Alls eru tilfellin í landinu orðin rúmlega 1100. Þá hefur bandarískur hermaður í Suður-Kóreu nú greinst með veiruna, sá fyrsti innan sinna raða í landinu. Flest tilfellin sem greindust í dag, eða 134, eru í borginni Daegu í suðurhluta landsins. Hin tilfellin greindust öll í nærliggjandi bæjum. Sjá einnig: Smituðum fjölgar í Evrópu og víðar Þá greindist bandarískur hermaður í Suður-Kóreu með veiruna. AP-fréttastofan greinir frá því að hermaðurinn sé 23 ára og sé í heimasóttkví í herstöðinni Camp Carroll, steinsnar frá Daegu. Hann er sagður hafa farið víða í Carroll og einnig heimsótt Camp Walker, nærliggjandi herstöð, dagana í aðdraganda greiningarinnar. Nær þrjátíu þúsund bandarískir hermenn eru í Suður-Kóreu. AP greinir frá því að kvikmyndahúsum, keiluhöllum og golfvelli hafi verið lokað á fjórum herstöðum Bandaríkjahers í landinu eftir að smit hermannsins var staðfest. Þá greinir fréttaritar BBC í Suður-Kóreu frá því að embættismaður í Daegu, sem fundaði með forseta landsins, hafi greinst með kórónuveiru. There has been a confirmed case of coronavirus in a Daegu city hall official. People who'd been working with that official were in the meeting with the South Korean President yesterday. https://t.co/MINC3cDA7B— Laura Bicker (@BBCLBicker) February 26, 2020 Eins og áður segir eru kórónuveirutilfellin í Suður-Kóreu nú orðin ríflega 1.100 og ellefu hafa látist af völdum veirunnar. Enn hafa langflest tilfelli veirunnar greinst í Kína en í dag hafa þar verið staðfest 406 ný tilfelli og 52 dauðsföll, öll í borginni Wuhan eða nágrenni hennar þar sem veiran á upptök sín. Á sama tíma og dregið hefur úr fjölgun smitaðra í Kína fjölgar smituðum hratt annars staðar í heiminum. Bara í fyrradag og í gær hafa komið upp ný smit í Króatíu, Austurríki, Sviss og Alsír. Í heildina hefur verið staðfest að rúmlega 80 þúsund eru smitaðir í rúmlega 30 löndum. Útbreiðsla veirunnar hefur valdið óróleika á fjármálamörkuðum og er fólk um allan heim að hætta við fyrirhuguð ferðalög. Sjö Íslendingar eru á meðal þúsund gesta sem eru í sóttkví á hóteli á Tenerife eftir að kórónuveirusmit greindist á eyjunni. Ítalskur læknir greindist með veiruna aðfaranótt þriðjudags og nú hefur verið staðfest að kona hans smitaðist einnig.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Kórea Tengdar fréttir „Of snemmt að tala um að aflýsa Ólympíuleikunum“ Margir hafa áhyggjur af Ólympíuleikunum í sumar vegna óvissuástandsins vegna Covid19 kórónuveirunnar. 25. febrúar 2020 21:00 „Gæti verið verri staður til að vera fastur á“ Sigvaldi Kaldalóns, fararstjóri á Tenerife, segir að líðan Íslendinganna sem séu í sóttkví sé góð og að fólk sé skilningsríkt. Unnið er að því að rannsaka alla gesti hótelsins. 25. febrúar 2020 22:45 Annað kórónuveirusmit staðfest á Tenerife Tveir hafa nú greinst með kórónuveiruna á Tenerife en spænsk heilbrigðisyfirvöld hafa nú staðfest að eiginkona ítalska læknisins sem reyndist smitaður hafi einnig greinst með veiruna. 25. febrúar 2020 20:40 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
„Of snemmt að tala um að aflýsa Ólympíuleikunum“ Margir hafa áhyggjur af Ólympíuleikunum í sumar vegna óvissuástandsins vegna Covid19 kórónuveirunnar. 25. febrúar 2020 21:00
„Gæti verið verri staður til að vera fastur á“ Sigvaldi Kaldalóns, fararstjóri á Tenerife, segir að líðan Íslendinganna sem séu í sóttkví sé góð og að fólk sé skilningsríkt. Unnið er að því að rannsaka alla gesti hótelsins. 25. febrúar 2020 22:45
Annað kórónuveirusmit staðfest á Tenerife Tveir hafa nú greinst með kórónuveiruna á Tenerife en spænsk heilbrigðisyfirvöld hafa nú staðfest að eiginkona ítalska læknisins sem reyndist smitaður hafi einnig greinst með veiruna. 25. febrúar 2020 20:40