Gagnrýndi veru Venesúela í mannréttindaráðinu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. febrúar 2020 19:00 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra gagnrýndi veru Venesúela í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í ávarpi sínu þar í gær. Hann segir áherslum Íslands hafa verið vel tekið. Ráðherra segist hafa lagt áherslu á það í ávarpi sínu til dæmis að ríkin í ráðinu þurfi að setja gott fordæmi, líkt og Ísland hefur áður krafist. „Ég nefndi sérstaklega Venesúela sem var verið að kjósa í ráðið núna en er svo sannarlega ekki á réttum stað þegar mannréttindi eru annars vegar. Síðan lagði ég áherslu á réttindi þess fólks sem við höfum sérstaklega tekið fyrir, þá sérstaklega réttindi hinsegin fólks.“ Guðlaugur segir að áherslur Íslands fái almennt góð viðbrögð hjá þeim ríkjum sem við berum okkur saman við sem og mannréttindasamtökum. „Síðan vitum við það og þekkjum það að þeir sem verða fyrir gagnrýninni þeir taka því ekki alltaf vel.“ Ísland kom inn í mannréttindaráðið á sínum tíma eftir úrsögn Bandaríkjanna, sem höfðu þá gagnrýnt skort á skilvirkni, meinta andstöðu ráðsins við Ísrael og það að ríkin í ráðinu setji sum slæmt fordæmi. Guðlaugur segir skilvirknina hafa aukist á meðan Ísland sat í ráðinu. „Í fyrsta skipti eru tekin fyrir til dæmis málefni Sádi-Arabíu með þeim hætti sem gert var. Og það var að okkar frumkvæði. Þannig það má segja að það hafi mjakast hvað það varðar.“ Guðlaugur fundaði með mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna um væntanlega skýrslu um stöðu mannréttinda á Filippseyjum, sem er unnin í samræmi við ályktun Íslands sem olli miklu fjaðrafoki í fyrra. Hann segir að vonandi beri gagnrýni Íslands og annarra ríkja árangur. Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra gagnrýndi veru Venesúela í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í ávarpi sínu þar í gær. Hann segir áherslum Íslands hafa verið vel tekið. Ráðherra segist hafa lagt áherslu á það í ávarpi sínu til dæmis að ríkin í ráðinu þurfi að setja gott fordæmi, líkt og Ísland hefur áður krafist. „Ég nefndi sérstaklega Venesúela sem var verið að kjósa í ráðið núna en er svo sannarlega ekki á réttum stað þegar mannréttindi eru annars vegar. Síðan lagði ég áherslu á réttindi þess fólks sem við höfum sérstaklega tekið fyrir, þá sérstaklega réttindi hinsegin fólks.“ Guðlaugur segir að áherslur Íslands fái almennt góð viðbrögð hjá þeim ríkjum sem við berum okkur saman við sem og mannréttindasamtökum. „Síðan vitum við það og þekkjum það að þeir sem verða fyrir gagnrýninni þeir taka því ekki alltaf vel.“ Ísland kom inn í mannréttindaráðið á sínum tíma eftir úrsögn Bandaríkjanna, sem höfðu þá gagnrýnt skort á skilvirkni, meinta andstöðu ráðsins við Ísrael og það að ríkin í ráðinu setji sum slæmt fordæmi. Guðlaugur segir skilvirknina hafa aukist á meðan Ísland sat í ráðinu. „Í fyrsta skipti eru tekin fyrir til dæmis málefni Sádi-Arabíu með þeim hætti sem gert var. Og það var að okkar frumkvæði. Þannig það má segja að það hafi mjakast hvað það varðar.“ Guðlaugur fundaði með mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna um væntanlega skýrslu um stöðu mannréttinda á Filippseyjum, sem er unnin í samræmi við ályktun Íslands sem olli miklu fjaðrafoki í fyrra. Hann segir að vonandi beri gagnrýni Íslands og annarra ríkja árangur.
Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira