Atvinnulífið á handbremsunni í vaxandi atvinnuleysi og verðbólgu Heimir Már Pétursson skrifar 27. febrúar 2020 13:00 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ástæðu til að hafa áhyggjur af vaxandi atvinnuleysi og fylgjast vel með þróun verðbólgunnar sem hefur aukist frá síðasta mánuði og mælist nú 2,4 prósent. Þá telji samtökin að Seðlabankinn eigi að lækka vexti enn frekar. Samkvæmt þessum tölu Hagstofunnar er verðbólga að nálgast verðbólgumarkmið Seðlabankans á ný en þau eru 2,5 prósent. En allt fram í desember í fyrra hafði verðbólga verið yfir markmiðum bankans í níu mánuði. Eftir að hún fór undir markmiðin í desember batt Seðlabankinn vonir við að hún myndi haldast undir markmiðum næstu misseri. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir allt of snemmt að draga víðtækar ályktanir af þessari hækkun þar sem útsöluáhrif séu minni nú en áður og liðir sem komu til lækkunar áður komi til hækkunar nú. „Stóra myndin er hins vegar þessi að tólf mánaða verðbólga er ennþá undir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands. Ef við skoðum einfaldlega mánaðamælingarnar í hverjum mánuði unanfarna tólf mánuði erum við ennþá talsvert undir meðaltalsverðbólgu,“ segir Halldór Benjamín. Þessi þróun gefi engu að síður fullt tilefni til að fylgjast með þróuninni. Því á sama tíma sé atvinnuleysi, sem nú mælist 3,4 prósent, að aukast. En nú séu um tíu þúsund manns skráðir atvinnulausir og atvinnulífið á handbremsunni. Samtök atvinnulífsins telji því að Seðlabankinn eigi að lækka vexti enn frekar. „Þarna eru tveir þættir. Annars vegar sá að atvinnuleysi hefur verið að aukast mjög mikið og við höfum vissulega áhyggjur af því eins og þorri landsmanna. Á sama tíma höfum við bent á að raunvaxtastig á Íslandi er enn tiltölulega hátt og við höfum bent á að það sé rými til frekari vaxtalækkana.“ Samtök atvinnulífsins telji því einboðið að Seðlabankinn muni halda áfram á braut vaxtalækkana segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ástæðu til að hafa áhyggjur af vaxandi atvinnuleysi og fylgjast vel með þróun verðbólgunnar sem hefur aukist frá síðasta mánuði og mælist nú 2,4 prósent. Þá telji samtökin að Seðlabankinn eigi að lækka vexti enn frekar. Samkvæmt þessum tölu Hagstofunnar er verðbólga að nálgast verðbólgumarkmið Seðlabankans á ný en þau eru 2,5 prósent. En allt fram í desember í fyrra hafði verðbólga verið yfir markmiðum bankans í níu mánuði. Eftir að hún fór undir markmiðin í desember batt Seðlabankinn vonir við að hún myndi haldast undir markmiðum næstu misseri. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir allt of snemmt að draga víðtækar ályktanir af þessari hækkun þar sem útsöluáhrif séu minni nú en áður og liðir sem komu til lækkunar áður komi til hækkunar nú. „Stóra myndin er hins vegar þessi að tólf mánaða verðbólga er ennþá undir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands. Ef við skoðum einfaldlega mánaðamælingarnar í hverjum mánuði unanfarna tólf mánuði erum við ennþá talsvert undir meðaltalsverðbólgu,“ segir Halldór Benjamín. Þessi þróun gefi engu að síður fullt tilefni til að fylgjast með þróuninni. Því á sama tíma sé atvinnuleysi, sem nú mælist 3,4 prósent, að aukast. En nú séu um tíu þúsund manns skráðir atvinnulausir og atvinnulífið á handbremsunni. Samtök atvinnulífsins telji því að Seðlabankinn eigi að lækka vexti enn frekar. „Þarna eru tveir þættir. Annars vegar sá að atvinnuleysi hefur verið að aukast mjög mikið og við höfum vissulega áhyggjur af því eins og þorri landsmanna. Á sama tíma höfum við bent á að raunvaxtastig á Íslandi er enn tiltölulega hátt og við höfum bent á að það sé rými til frekari vaxtalækkana.“ Samtök atvinnulífsins telji því einboðið að Seðlabankinn muni halda áfram á braut vaxtalækkana segir Halldór Benjamín Þorbergsson.
Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sjá meira