Sportpakkinn: Fyrsta e-landsliðið í fótbolta stillir liðinu ekki upp eins og Hamrén Arnar Björnsson skrifar 28. febrúar 2020 07:00 Aron Ívarsson er fyrirliði íslenska e-fótboltalandsliðsins. vísir/skjáskot Aron Ívarsson KR, Jóhann Ólafur Jóhannsson FH og Aron Þormar Lárusson Fylki skipa fyrsta landsliðið í e-fótbolta og það eru næg verkefni framundan. Fyrirliðinn Aron Ívarsson er spenntur. „Þetta er draumur að rætast. Þegar maður var polli í fótbolta dreymdi mig um að reima á sig skóna og klæðast landsliðstreyjunni. Það gékk nú ekki svo vel í fótbolta en hér stendur maður í tölvuleiknum sem maður elskaði í mörg ár. Ég átti ekki von á þessu tækifæri en er rosalega spenntur að fá að taka þátt í þessu“. Ísland er í riðli með Rússlandi, Póllandi, Austurríki og Ísrael í undankeppni eEURO 2020 og fer riðillinn fram í mars. Aron er búinn að hafa áhuga á tölvum lengi, fór síðan í tölvunarfræði og er kominn í landsliðið en hvar endar þetta? „Ég vona að ég geti átt feril í íþróttinni og vekja athygli á mér í öðrum löndum í PES leiknum. Þess vegna er það frábært að fá þetta tækifæri að komast í sviðsljósið. Nú muni hinar þjóðirnar taka eftir manni. Fyrst og fremst er þetta áhugamál en ég ætla að gera mitt til að auka áhuga á e-fótbolta á Íslandi. Ég vona að þeir sem eru að spila heima hjá sér komi úr felum og taki þátt í þessu rosalega verkefni sem við erum að byrja“. Hver er munurinn á e-fótbolta og venjulegum tölvuleik? „Maður þarf að haga góðan skilning á íþróttinni. Þetta er hermir fyrir fótbolta. Þetta snýst um að gefa boltann, hvernig á að hlaupa, verjast og skýla boltanum þó þú sért að nota fjærstýringu í staðinn fyrir fætur. Það er einnig nauðsynlegt að hafa góðan skilning á því hvernig leikkerfin virka. Hvort þú beitir svæðisvörn eða spilar maður á mann þá þarftu að vita hvernig þú stjórnar leikmönnum“. Eru leikmenn í tölvuleiknum sem eru örvfættir, góðir að skalla boltann og fljótir að hlaupa? „Nákvæmlega og einnig í föstum leikatriðum. Það þarf að velja réttu mennina til að vera inni í vítateignum og réttu mennina til að senda boltann fyrir og skjóta á markið. Áhorfendur koma til með að taka eftir að við spilum með íslenska landsliðið í PES og leggjum áherslu á að koma Gylfa og Jóhanni Berg í góðar stöður því þeir eru frábærir í að sparka boltanum í rammann“. Það skiptir því miklu máli að vera með réttu mennina á réttum stöðum? „Þetta byggist líka mikið á hraða leikmanna. Við munum því ekki stilla upp eins og íslenska landsliðið, reynum að nota fljótustu leikmennina þannig eru Alfreð Finnbogason og Arnór Sigurðsson fremstir á vellinum hjá okkur. Það er vegna þess að þeir geta sprett upp völlinn og þá getum við beitt þessum hættulegu skyndisóknum sem virka mjög vel í leiknum“. Nú er kórónuveiran að trylla alla út um allan heim. Verður þetta kannski eini fótboltinn sem verður spilaður í lok þessa árs? „Ég vona ekki því ég er mjög mikill áðdáandi fótboltans og hlakka til Evrópukeppninnar. En hver veit“. En þú ferð nú varla að taka í höndina á mótherjum í landsleikjunum? „Nei þeir verða annars staðar í Evrópu þannig að það verður engin smithætta“, sagði Aron Ívarsson fyrirliði íslenska e-landsliðsins í fótbolta. Klippa: Viðtal við fyrirliða e-landsliðsins í fótbolta Íslenski boltinn Sportpakkinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Sjá meira
Aron Ívarsson KR, Jóhann Ólafur Jóhannsson FH og Aron Þormar Lárusson Fylki skipa fyrsta landsliðið í e-fótbolta og það eru næg verkefni framundan. Fyrirliðinn Aron Ívarsson er spenntur. „Þetta er draumur að rætast. Þegar maður var polli í fótbolta dreymdi mig um að reima á sig skóna og klæðast landsliðstreyjunni. Það gékk nú ekki svo vel í fótbolta en hér stendur maður í tölvuleiknum sem maður elskaði í mörg ár. Ég átti ekki von á þessu tækifæri en er rosalega spenntur að fá að taka þátt í þessu“. Ísland er í riðli með Rússlandi, Póllandi, Austurríki og Ísrael í undankeppni eEURO 2020 og fer riðillinn fram í mars. Aron er búinn að hafa áhuga á tölvum lengi, fór síðan í tölvunarfræði og er kominn í landsliðið en hvar endar þetta? „Ég vona að ég geti átt feril í íþróttinni og vekja athygli á mér í öðrum löndum í PES leiknum. Þess vegna er það frábært að fá þetta tækifæri að komast í sviðsljósið. Nú muni hinar þjóðirnar taka eftir manni. Fyrst og fremst er þetta áhugamál en ég ætla að gera mitt til að auka áhuga á e-fótbolta á Íslandi. Ég vona að þeir sem eru að spila heima hjá sér komi úr felum og taki þátt í þessu rosalega verkefni sem við erum að byrja“. Hver er munurinn á e-fótbolta og venjulegum tölvuleik? „Maður þarf að haga góðan skilning á íþróttinni. Þetta er hermir fyrir fótbolta. Þetta snýst um að gefa boltann, hvernig á að hlaupa, verjast og skýla boltanum þó þú sért að nota fjærstýringu í staðinn fyrir fætur. Það er einnig nauðsynlegt að hafa góðan skilning á því hvernig leikkerfin virka. Hvort þú beitir svæðisvörn eða spilar maður á mann þá þarftu að vita hvernig þú stjórnar leikmönnum“. Eru leikmenn í tölvuleiknum sem eru örvfættir, góðir að skalla boltann og fljótir að hlaupa? „Nákvæmlega og einnig í föstum leikatriðum. Það þarf að velja réttu mennina til að vera inni í vítateignum og réttu mennina til að senda boltann fyrir og skjóta á markið. Áhorfendur koma til með að taka eftir að við spilum með íslenska landsliðið í PES og leggjum áherslu á að koma Gylfa og Jóhanni Berg í góðar stöður því þeir eru frábærir í að sparka boltanum í rammann“. Það skiptir því miklu máli að vera með réttu mennina á réttum stöðum? „Þetta byggist líka mikið á hraða leikmanna. Við munum því ekki stilla upp eins og íslenska landsliðið, reynum að nota fljótustu leikmennina þannig eru Alfreð Finnbogason og Arnór Sigurðsson fremstir á vellinum hjá okkur. Það er vegna þess að þeir geta sprett upp völlinn og þá getum við beitt þessum hættulegu skyndisóknum sem virka mjög vel í leiknum“. Nú er kórónuveiran að trylla alla út um allan heim. Verður þetta kannski eini fótboltinn sem verður spilaður í lok þessa árs? „Ég vona ekki því ég er mjög mikill áðdáandi fótboltans og hlakka til Evrópukeppninnar. En hver veit“. En þú ferð nú varla að taka í höndina á mótherjum í landsleikjunum? „Nei þeir verða annars staðar í Evrópu þannig að það verður engin smithætta“, sagði Aron Ívarsson fyrirliði íslenska e-landsliðsins í fótbolta. Klippa: Viðtal við fyrirliða e-landsliðsins í fótbolta
Íslenski boltinn Sportpakkinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Sjá meira