Nóg að gera hjá björgunarsveitum Samúel Karl Ólason skrifar 27. febrúar 2020 21:41 Tugir bíla eru fastir á Sólheimasandi en einnig hefur mikið verið að gera á Suðurnesjum þar sem rúmlega 40 aðstoðarbeiðnir hafa borist til Landsbjargar. Vísir/Vilhelm Nóg hefur verið að gera hjá björgunarsveitum í dag og í kvöld vegna veðurs og ófærðar víða um sunnanvert landið. Tugir bíla eru fastir á Sólheimasandi en einnig hefur mikið verið að gera á Suðurnesjum þar sem rúmlega 40 aðstoðarbeiðnir hafa borist til Landsbjargar. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir mikla ófærð hafa verið á Grindavíkurvegi, nálægt Bláa lóninu, og þar hafi flækja myndast vegna ófærðar. Björgunarsveitarmenn hafi enn verið að störfum um klukkan níu við að greiða úr þeirri flækju og losa umferðina frá Bláa lóninu. Vegurinn lokaðist um tíma en hefur verið opnaður aftur. Á Suðurlandi er búið að loka veginum á milli Hvolsvallar og Víkur og lentu fjöldi ökumanna í vandræðum á Sólheimasandi. Þar var mjög hvasst og mikill skafrenningur. Davíð segir þetta hafa verið helstu verkefni björgunarsveita í dag og í kvöld. „Það er mikilvægt, eins og svo oft áður síðustu mánuði, að fólk fylgist vel með veðri og færð,“ segir Davíð. Eins og áður segir búið að loka veginum á milli Hvolsvallar og Víkur. Suðurstrandarvegi hefur einnig verið lokað. Óvissustig er á Reykjanesbraut, Mosfellsheiði og Kjalarnesi. Vetrarfærð er í öllum landshlutum. Tweets by Vegagerdin Björgunarsveitir Samgöngur Veður Tengdar fréttir Biðu í tvo tíma eftir afísingu Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í morgunsárið er ekki það eina sem gengið hefur hægt í morgun. Nokkrar tafir hafa verið á brottförum frá Keflavíkurflugvelli í morgun. Þar snjóaði töluvert í nótt og hafa farþegar þurft að bíða eftir því að flugvélarnar séu afísaðar. 27. febrúar 2020 10:12 Appelsínugul veðurviðvörun á Suðurlandi Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun fyrir Suðurland. Viðvörunin tekur gildi klukkan 18 í kvöld og gildir til miðnættis. 27. febrúar 2020 15:13 „Rysjótt veður“ næstu sólarhringa og gular viðvaranir Veðurstofan spáir rysjóttu veðri næstu tvo sólarhringa, með allhvassri eða hvassri austanátt, stormi eða roki syðst í dag og á Suðausturlandi á morgun. 27. febrúar 2020 06:39 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Nóg hefur verið að gera hjá björgunarsveitum í dag og í kvöld vegna veðurs og ófærðar víða um sunnanvert landið. Tugir bíla eru fastir á Sólheimasandi en einnig hefur mikið verið að gera á Suðurnesjum þar sem rúmlega 40 aðstoðarbeiðnir hafa borist til Landsbjargar. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir mikla ófærð hafa verið á Grindavíkurvegi, nálægt Bláa lóninu, og þar hafi flækja myndast vegna ófærðar. Björgunarsveitarmenn hafi enn verið að störfum um klukkan níu við að greiða úr þeirri flækju og losa umferðina frá Bláa lóninu. Vegurinn lokaðist um tíma en hefur verið opnaður aftur. Á Suðurlandi er búið að loka veginum á milli Hvolsvallar og Víkur og lentu fjöldi ökumanna í vandræðum á Sólheimasandi. Þar var mjög hvasst og mikill skafrenningur. Davíð segir þetta hafa verið helstu verkefni björgunarsveita í dag og í kvöld. „Það er mikilvægt, eins og svo oft áður síðustu mánuði, að fólk fylgist vel með veðri og færð,“ segir Davíð. Eins og áður segir búið að loka veginum á milli Hvolsvallar og Víkur. Suðurstrandarvegi hefur einnig verið lokað. Óvissustig er á Reykjanesbraut, Mosfellsheiði og Kjalarnesi. Vetrarfærð er í öllum landshlutum. Tweets by Vegagerdin
Björgunarsveitir Samgöngur Veður Tengdar fréttir Biðu í tvo tíma eftir afísingu Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í morgunsárið er ekki það eina sem gengið hefur hægt í morgun. Nokkrar tafir hafa verið á brottförum frá Keflavíkurflugvelli í morgun. Þar snjóaði töluvert í nótt og hafa farþegar þurft að bíða eftir því að flugvélarnar séu afísaðar. 27. febrúar 2020 10:12 Appelsínugul veðurviðvörun á Suðurlandi Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun fyrir Suðurland. Viðvörunin tekur gildi klukkan 18 í kvöld og gildir til miðnættis. 27. febrúar 2020 15:13 „Rysjótt veður“ næstu sólarhringa og gular viðvaranir Veðurstofan spáir rysjóttu veðri næstu tvo sólarhringa, með allhvassri eða hvassri austanátt, stormi eða roki syðst í dag og á Suðausturlandi á morgun. 27. febrúar 2020 06:39 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Biðu í tvo tíma eftir afísingu Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í morgunsárið er ekki það eina sem gengið hefur hægt í morgun. Nokkrar tafir hafa verið á brottförum frá Keflavíkurflugvelli í morgun. Þar snjóaði töluvert í nótt og hafa farþegar þurft að bíða eftir því að flugvélarnar séu afísaðar. 27. febrúar 2020 10:12
Appelsínugul veðurviðvörun á Suðurlandi Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun fyrir Suðurland. Viðvörunin tekur gildi klukkan 18 í kvöld og gildir til miðnættis. 27. febrúar 2020 15:13
„Rysjótt veður“ næstu sólarhringa og gular viðvaranir Veðurstofan spáir rysjóttu veðri næstu tvo sólarhringa, með allhvassri eða hvassri austanátt, stormi eða roki syðst í dag og á Suðausturlandi á morgun. 27. febrúar 2020 06:39