Austanstormur áfram í kortunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. febrúar 2020 06:30 Snjó hefur kyngt niður í höfuðborginni í morgun. Vísir/vilhelm Víða má búast við austanhvassviðri eða -stormi framan af degi en lægir smám saman sunnanlands. Snjókoma með köflum eða skafrenningur í dag, talsverð úrkoma á austanverðu landinu síðdegis og kalt í veðri. Þegar hefur snjóað talsvert á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Þá eru gular viðvaranir enn í gildi á nokkrum stöðum á landinu. Hríðarviðvörun á Faxaflóa gildir þar til klukkan átta nú í morgun en verið hefur mjög hvasst og lélegt skyggni, til að mynda á Reykjanesi, Kjalarnesi, Akranesi og Borgarnesi. Ökumenn eru áfram hvattir til að sýna aukna aðgæslu. Hríðarviðvörun á Suðausturlandi er í gildi til klukkan sjö í kvöld. Þar er búist við hvassviðri eða stormi með vindi allt að 28 m/s, hvassast í Öræfum þar sem vindstrengir geta farið yfir 35 m/s. Búast má við éljagangi og lélegu skyggni. „Akstursskilyrði gætu orðið erfið og vegir ófærir, sérstaklega á Mýrdalssandi og í Öræfum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám,“ segir á vef Veðurstofunnar. Á morgun verður áfram austanátt, allhvöss eða hvöss, og slydda eða snjókoma austan til og rigning við ströndina, en annars hægara og dálítil él. Hiti víða kringum frostmark. Hvessir talsvert á Suðausturlandi annað kvöld. Á sunnudag er enn búist við austanstormi með úrkomu í flestum landshlutum, en heldur hlýnandi veðri. „Veðurviðvaranir eru í gildi og nýjar verða líklega sendar út, sem gilda munu um helgina. Því um að gera að kanna vel veðurspár og færð áður en lagt er af stað,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag: Austan 10-18 m/s og snjókoma eða slydda með köflum á austanverðu landinu, hvassast og rigning úti við sjóinn, en annars hægara og dálítil él. Hiti kringum frostmark. Á sunnudag: Austan 13-20 m/s með snjókomu eða slyddu, en rigningu með austurströndinni og hiti víða 0 til 5 stig. Hægari vindur, þurrt að kalla og vægt frost vestanlands. Á mánudag: Hvassar austanáttir með úrkomu víða um land og hita kringum frostmark. Á þriðjudag: Suðlægar áttir með éljum, en hvassviðri og slydda við NA-ströndina. Hiti breytist lítið. Á miðvikudag og fimmtudag: Útlit fyrir austan- og suðaustanáttir með snjókomu eða slyddu og áfram svalt veður. Veður Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fleiri fréttir „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Sjá meira
Víða má búast við austanhvassviðri eða -stormi framan af degi en lægir smám saman sunnanlands. Snjókoma með köflum eða skafrenningur í dag, talsverð úrkoma á austanverðu landinu síðdegis og kalt í veðri. Þegar hefur snjóað talsvert á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Þá eru gular viðvaranir enn í gildi á nokkrum stöðum á landinu. Hríðarviðvörun á Faxaflóa gildir þar til klukkan átta nú í morgun en verið hefur mjög hvasst og lélegt skyggni, til að mynda á Reykjanesi, Kjalarnesi, Akranesi og Borgarnesi. Ökumenn eru áfram hvattir til að sýna aukna aðgæslu. Hríðarviðvörun á Suðausturlandi er í gildi til klukkan sjö í kvöld. Þar er búist við hvassviðri eða stormi með vindi allt að 28 m/s, hvassast í Öræfum þar sem vindstrengir geta farið yfir 35 m/s. Búast má við éljagangi og lélegu skyggni. „Akstursskilyrði gætu orðið erfið og vegir ófærir, sérstaklega á Mýrdalssandi og í Öræfum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám,“ segir á vef Veðurstofunnar. Á morgun verður áfram austanátt, allhvöss eða hvöss, og slydda eða snjókoma austan til og rigning við ströndina, en annars hægara og dálítil él. Hiti víða kringum frostmark. Hvessir talsvert á Suðausturlandi annað kvöld. Á sunnudag er enn búist við austanstormi með úrkomu í flestum landshlutum, en heldur hlýnandi veðri. „Veðurviðvaranir eru í gildi og nýjar verða líklega sendar út, sem gilda munu um helgina. Því um að gera að kanna vel veðurspár og færð áður en lagt er af stað,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag: Austan 10-18 m/s og snjókoma eða slydda með köflum á austanverðu landinu, hvassast og rigning úti við sjóinn, en annars hægara og dálítil él. Hiti kringum frostmark. Á sunnudag: Austan 13-20 m/s með snjókomu eða slyddu, en rigningu með austurströndinni og hiti víða 0 til 5 stig. Hægari vindur, þurrt að kalla og vægt frost vestanlands. Á mánudag: Hvassar austanáttir með úrkomu víða um land og hita kringum frostmark. Á þriðjudag: Suðlægar áttir með éljum, en hvassviðri og slydda við NA-ströndina. Hiti breytist lítið. Á miðvikudag og fimmtudag: Útlit fyrir austan- og suðaustanáttir með snjókomu eða slyddu og áfram svalt veður.
Veður Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fleiri fréttir „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Sjá meira