Móðir Sæunnar ákvað að svelta sig til dauða Stefán Árni Pálsson skrifar 28. febrúar 2020 10:30 Sæunn Kjartansdóttir skrifaði bók um samband sitt við móður sína og um þá reynslu þegar hún ákvað að svelta sig til dauða fyrir framan hana. Móðir Sæunnar Kjartansdóttur sálgreinis tilkynnti henni og systrum hennar að hún ætlaði að deyja og myndi ekki framar borða eða drekka og þannig svelti hún sig til dauða fyrir framan dætur sínar og fjölskyldu. Og Ásta Bjarnadóttir móðir Sæunnar var í gegnum lífið oft erfið sínum nánustu. Hún var alkóhólisti og sjálfhverf og fór sínar eigin leiðir. En hún gat einnig verið óhemju skemmtileg og hlý manneskja og Sæunn segir að flóknasta ástarsamband sem til er sé samband barns við móður sína. Í bókinni Óstýrláta mamma mín og ég, fá lesendur að kynnast litríkri móður Sæunnar. Vala Matt ræðir við Sæunni í Íslandi í dag á Stöð 2 og fékk að heyra af þessari konu og sambandi hennar við dóttur sína. Varð að skrifa þetta niður „Það var vissulega erfitt að skrifa þessa bók og þegar ég byrja að skrifa hana geri ég það einfaldlega af þörf. Upphaflega er ég fyrst og fremst að því fyrir sjálfan mig og það hefði ekki haft neinn tilgang að skrifa þessa bók nema ég væri mjög opinská,“ segir Sæunn. „Tilgangurinn var að skoða tilfinningar mínar í ljósi reynslunnar og því sem hafði gerst á milli mín og mömmu. Það var samt spurningin hvort ég ætti að vera deila þessu með öðrum. Þetta var mjög erfitt, það erfitt að þetta tók mig tólf ár.“ Sæunn ásamt móðir sinni á góðri stundu. Hún segir að móðir hennar hafi vanrækt hana til fjölda ára í æsku. „Hún var alls ekki sammála mér að hún hafi vanrækt mig en hennar vanræksla fólst fyrst og fremst í því að hún var ekki mjög vakandi fyrir mínum þörfum. Við áttum mjög innilegt og náið samband en það var mjög mikið á hennar forsendum. Þetta er eitthvað sem hún áttaði sig ekki á og ég ekki heldur.“ Ásta tilkynnti sínum nánustu á sínum tíma að hún ætlaði að svelta sig til dauða. Tók 45 daga „Þetta var mjög dramatískt augnablik þegar hún sagði mér frá þessu af því að ég þekkti mömmu það vel að ég vissi að henni var alvara. Þegar hún tók stórar ákvarðanir, þá fylgdi hún þeim og ég vissi að þetta myndi verða. Það voru óskaplega blendnar tilfinningar og kannski ein af ástæðunum fyrir því að ég byrjaði að skrifa þetta því ég upplifði tilfinningar sem ég skammaðist mín svo fyrir. Tilfinning eins og að vera fegin af því að hún var búin að vera okkur svo ofboðslega erfið og svo leið og ég hugsaði með mér að þarna væri kannski komin lausn.“ Sæunn segist ekki aðeins hafa verið fegin heldur einnig skelfingu lostin. Það tók móðir hennar 45 daga að svelta sig í hel. „Þetta tók miklu lengri tíma heldur en hana hafði órað fyrir. Núna getur maður google-að og fundið upplýsingar um svona hluti og líkaminn er miklu seigari en maður heldur. Mamma hélt að þetta tæki aðeins nokkra daga.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Sjá meira
Móðir Sæunnar Kjartansdóttur sálgreinis tilkynnti henni og systrum hennar að hún ætlaði að deyja og myndi ekki framar borða eða drekka og þannig svelti hún sig til dauða fyrir framan dætur sínar og fjölskyldu. Og Ásta Bjarnadóttir móðir Sæunnar var í gegnum lífið oft erfið sínum nánustu. Hún var alkóhólisti og sjálfhverf og fór sínar eigin leiðir. En hún gat einnig verið óhemju skemmtileg og hlý manneskja og Sæunn segir að flóknasta ástarsamband sem til er sé samband barns við móður sína. Í bókinni Óstýrláta mamma mín og ég, fá lesendur að kynnast litríkri móður Sæunnar. Vala Matt ræðir við Sæunni í Íslandi í dag á Stöð 2 og fékk að heyra af þessari konu og sambandi hennar við dóttur sína. Varð að skrifa þetta niður „Það var vissulega erfitt að skrifa þessa bók og þegar ég byrja að skrifa hana geri ég það einfaldlega af þörf. Upphaflega er ég fyrst og fremst að því fyrir sjálfan mig og það hefði ekki haft neinn tilgang að skrifa þessa bók nema ég væri mjög opinská,“ segir Sæunn. „Tilgangurinn var að skoða tilfinningar mínar í ljósi reynslunnar og því sem hafði gerst á milli mín og mömmu. Það var samt spurningin hvort ég ætti að vera deila þessu með öðrum. Þetta var mjög erfitt, það erfitt að þetta tók mig tólf ár.“ Sæunn ásamt móðir sinni á góðri stundu. Hún segir að móðir hennar hafi vanrækt hana til fjölda ára í æsku. „Hún var alls ekki sammála mér að hún hafi vanrækt mig en hennar vanræksla fólst fyrst og fremst í því að hún var ekki mjög vakandi fyrir mínum þörfum. Við áttum mjög innilegt og náið samband en það var mjög mikið á hennar forsendum. Þetta er eitthvað sem hún áttaði sig ekki á og ég ekki heldur.“ Ásta tilkynnti sínum nánustu á sínum tíma að hún ætlaði að svelta sig til dauða. Tók 45 daga „Þetta var mjög dramatískt augnablik þegar hún sagði mér frá þessu af því að ég þekkti mömmu það vel að ég vissi að henni var alvara. Þegar hún tók stórar ákvarðanir, þá fylgdi hún þeim og ég vissi að þetta myndi verða. Það voru óskaplega blendnar tilfinningar og kannski ein af ástæðunum fyrir því að ég byrjaði að skrifa þetta því ég upplifði tilfinningar sem ég skammaðist mín svo fyrir. Tilfinning eins og að vera fegin af því að hún var búin að vera okkur svo ofboðslega erfið og svo leið og ég hugsaði með mér að þarna væri kannski komin lausn.“ Sæunn segist ekki aðeins hafa verið fegin heldur einnig skelfingu lostin. Það tók móðir hennar 45 daga að svelta sig í hel. „Þetta tók miklu lengri tíma heldur en hana hafði órað fyrir. Núna getur maður google-að og fundið upplýsingar um svona hluti og líkaminn er miklu seigari en maður heldur. Mamma hélt að þetta tæki aðeins nokkra daga.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Sjá meira