Mikill meirihluti fær væg einkenni flensunnar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. febrúar 2020 19:25 Fyrsta tilfelli Covid-19 kórónuveirunnar var greint hér á landi í dag. Karlmaður um fimmtugt, sem var á ferðalagi um norður Ítalíu liggur veikur á spítala. Viðbúnaðarstig almannavarna hefur verið hækkað úr óvissustigi í hættustig. Almenningur er beðinn að sýna stillingu og fylgja fyrirmælum yfirvalda. Almannavarnir og sóttvarnarlæknir greindu frá því í tilkynningu um miðjan dag að fyrsta tilfelli COVID-19 kórónaveiru hafi greinist á Íslandi. Íslenskur karlmaður frá Reykjavík, sem var á ferðalagi í Ítalíu ásamt fleirum veiktist eftir heimkomu 22. febrúar síðastliðinn. Hann hafði verið á svæði í Norður-Ítalíu sem var skilgreint utan hættusvæðis. Maðurinn var færður í einangrun á Landspítalanum hefur að smitið greindist jákvætt. Í kjölfar þessara fregna hefur ríkislögreglustóri hækkað viðbúnað upp í hættustig. Alma Möller, landlæknir.Vísir/Vilhelm Fjölskylda, vinnufélagar og vinir mannsins til skoðunar Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum er maðurinn ekki alvarlega veikur en sýnir dæmigerð einkenni COVID-19 veirunnar, það er hósti, hiti og beinverkir. Sýnataka og greining á veiru- og sýklafræðideildar staðfesti smitið laust eftir kl. 13:00 í dag. Fjölskylda mannsins er til skoðunar og þá vinna lögreglan og heilbrigðisyfirvöld vinna nú í því að kortleggja ferðir mannsins. „Það er auðvitað margt enn á huldu um COVID-19, sem betur fer bætist stöðugt við þekkinguna. Við vitum að það er mikil meirihluti sem að fær væg einkenni, eða um 80% en því miður veikjast 5% alvarlega einkum af lungnabólgu,“ sagði Alma Möller, landlæknir á blaðamannafundi í dag. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Unnið að undirbúningi komu veirunnar í mánuð Yfirvöld hafa unnið að því að smit greinist hér á landi í rúman mánuð. Landlæknir og framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans sögðu í dag að heilbrigðiskerfið og almannavarnir séu vel í stakk búin breiðist kórónuveiran frekar út. Áríðandi er að þeir sem hafi verið á áhættusvæðum erlendis og finni fyrir einkennum veirunnar hafi samband við heilbrigðisstarfsfólk í síma 1700. Þar er metið hvort ástæða sé til sýnatöku.Gerið þið ráð fyrir fleiri smitum? „Ég held að það megi alveg gera ráð fyrir fleiri smitum. hversu mörg þau verða er ógjörningur að segja en ég býst við því að þau verði fleiri,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra.Vísir/Vilhelm Mikilvægt að sýna stillingu Yfirvöld vilja fyrst og fremst koma því til almennings að fólk haldi stillingu þó svo að fyrsta tilfellið hafi verið greint hér á landi. „Við höfum orðið vör við að börn séu hrædd. Það er mjög mikilvægt að við öll saman sem þjóð stöndum saman í þessu og tölum skynsamlega. Sinnum þeim leiðbeiningum sem gefnar eru út og tökum öll ábyrgð á okkar eigin gjörðum og okkar fjölskyldu og vinnum saman sem ein heild að takast á við þetta verkefni,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kínverjar segjast tilbúnir til samstarfs vegna kórónuveirunnar Kínversk stjórnvöld eru tilbúin til þess að vinna með Íslendingum gegn nýju kórónuveirunni. Þetta segir sendiherra Kína, en hann bauð til fundar um stöðuna í kínverska sendiráðinu í dag. 28. febrúar 2020 20:30 Hvernig smitast kórónuveiran og hvað lifir hún lengi á yfirborðsflötum? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. 28. febrúar 2020 17:30 Var með fjölskyldunni og fleiri Íslendingum í skíðaferð á Norður-Ítalíu Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 var á skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni, eiginkonu og dóttur, á Norður-Ítalíu ásamt fleiri Íslendingum fyrr í þessum mánuði. 28. febrúar 2020 16:18 Biðja almenning um að halda ró sinni Skilaboðin til almennings í ljósi þess að fyrsta kórónuveirusmitið er komið upp hér á landi eru skýr. Fólk á að halda ró sinni. 28. febrúar 2020 17:03 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Fyrsta tilfelli Covid-19 kórónuveirunnar var greint hér á landi í dag. Karlmaður um fimmtugt, sem var á ferðalagi um norður Ítalíu liggur veikur á spítala. Viðbúnaðarstig almannavarna hefur verið hækkað úr óvissustigi í hættustig. Almenningur er beðinn að sýna stillingu og fylgja fyrirmælum yfirvalda. Almannavarnir og sóttvarnarlæknir greindu frá því í tilkynningu um miðjan dag að fyrsta tilfelli COVID-19 kórónaveiru hafi greinist á Íslandi. Íslenskur karlmaður frá Reykjavík, sem var á ferðalagi í Ítalíu ásamt fleirum veiktist eftir heimkomu 22. febrúar síðastliðinn. Hann hafði verið á svæði í Norður-Ítalíu sem var skilgreint utan hættusvæðis. Maðurinn var færður í einangrun á Landspítalanum hefur að smitið greindist jákvætt. Í kjölfar þessara fregna hefur ríkislögreglustóri hækkað viðbúnað upp í hættustig. Alma Möller, landlæknir.Vísir/Vilhelm Fjölskylda, vinnufélagar og vinir mannsins til skoðunar Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum er maðurinn ekki alvarlega veikur en sýnir dæmigerð einkenni COVID-19 veirunnar, það er hósti, hiti og beinverkir. Sýnataka og greining á veiru- og sýklafræðideildar staðfesti smitið laust eftir kl. 13:00 í dag. Fjölskylda mannsins er til skoðunar og þá vinna lögreglan og heilbrigðisyfirvöld vinna nú í því að kortleggja ferðir mannsins. „Það er auðvitað margt enn á huldu um COVID-19, sem betur fer bætist stöðugt við þekkinguna. Við vitum að það er mikil meirihluti sem að fær væg einkenni, eða um 80% en því miður veikjast 5% alvarlega einkum af lungnabólgu,“ sagði Alma Möller, landlæknir á blaðamannafundi í dag. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Unnið að undirbúningi komu veirunnar í mánuð Yfirvöld hafa unnið að því að smit greinist hér á landi í rúman mánuð. Landlæknir og framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans sögðu í dag að heilbrigðiskerfið og almannavarnir séu vel í stakk búin breiðist kórónuveiran frekar út. Áríðandi er að þeir sem hafi verið á áhættusvæðum erlendis og finni fyrir einkennum veirunnar hafi samband við heilbrigðisstarfsfólk í síma 1700. Þar er metið hvort ástæða sé til sýnatöku.Gerið þið ráð fyrir fleiri smitum? „Ég held að það megi alveg gera ráð fyrir fleiri smitum. hversu mörg þau verða er ógjörningur að segja en ég býst við því að þau verði fleiri,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra.Vísir/Vilhelm Mikilvægt að sýna stillingu Yfirvöld vilja fyrst og fremst koma því til almennings að fólk haldi stillingu þó svo að fyrsta tilfellið hafi verið greint hér á landi. „Við höfum orðið vör við að börn séu hrædd. Það er mjög mikilvægt að við öll saman sem þjóð stöndum saman í þessu og tölum skynsamlega. Sinnum þeim leiðbeiningum sem gefnar eru út og tökum öll ábyrgð á okkar eigin gjörðum og okkar fjölskyldu og vinnum saman sem ein heild að takast á við þetta verkefni,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kínverjar segjast tilbúnir til samstarfs vegna kórónuveirunnar Kínversk stjórnvöld eru tilbúin til þess að vinna með Íslendingum gegn nýju kórónuveirunni. Þetta segir sendiherra Kína, en hann bauð til fundar um stöðuna í kínverska sendiráðinu í dag. 28. febrúar 2020 20:30 Hvernig smitast kórónuveiran og hvað lifir hún lengi á yfirborðsflötum? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. 28. febrúar 2020 17:30 Var með fjölskyldunni og fleiri Íslendingum í skíðaferð á Norður-Ítalíu Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 var á skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni, eiginkonu og dóttur, á Norður-Ítalíu ásamt fleiri Íslendingum fyrr í þessum mánuði. 28. febrúar 2020 16:18 Biðja almenning um að halda ró sinni Skilaboðin til almennings í ljósi þess að fyrsta kórónuveirusmitið er komið upp hér á landi eru skýr. Fólk á að halda ró sinni. 28. febrúar 2020 17:03 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Kínverjar segjast tilbúnir til samstarfs vegna kórónuveirunnar Kínversk stjórnvöld eru tilbúin til þess að vinna með Íslendingum gegn nýju kórónuveirunni. Þetta segir sendiherra Kína, en hann bauð til fundar um stöðuna í kínverska sendiráðinu í dag. 28. febrúar 2020 20:30
Hvernig smitast kórónuveiran og hvað lifir hún lengi á yfirborðsflötum? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. 28. febrúar 2020 17:30
Var með fjölskyldunni og fleiri Íslendingum í skíðaferð á Norður-Ítalíu Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 var á skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni, eiginkonu og dóttur, á Norður-Ítalíu ásamt fleiri Íslendingum fyrr í þessum mánuði. 28. febrúar 2020 16:18
Biðja almenning um að halda ró sinni Skilaboðin til almennings í ljósi þess að fyrsta kórónuveirusmitið er komið upp hér á landi eru skýr. Fólk á að halda ró sinni. 28. febrúar 2020 17:03