Forsetinn um kórónusmitið: „Skelfing leysir engan vanda“ Sylvía Hall skrifar 28. febrúar 2020 20:31 Guðni hvetur fólk til þess að ala ekki á ótta eða tortryggni. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir brýnna en áður að landsmenn séu forsjálir, skynsamir og yfirvegaðir. Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu Guðna á Facebook-síðu hans þar sem hann bregst við tíðindum af fyrsta kórónuveirusmitinu af völdum COVID-19 hér á landi. „Gætum vel að hreinlæti, þvoum okkur vel og reglulega um hendur. Víða á mannamótum hefur sá siður verið tekinn upp tímabundið að heilsast ekki með handabandi. Það má alveg teljast sjálfsagt um stundarsakir þótt auðvitað sé ekki hundrað í hættunni ef fólk gleymir sér,“ skrifar Guðni en ítrekar þó mikilvægi handþvottar. Sjá einnig: Hvað er hættustig almannavarna og hvað áttu að gera til að forðast smit? Þá segir hvetur hann fólk til þess að ala ekki á ótta eða tortryggni heldur eigi frekar að fara eftir fyrirmælum yfirvalda og fylgjast með þróun mála. Það sé hægt á heimasíðu landlæknis sem og í fjölmiðlum hverju sinni. „Skelfing leysir engan vanda. Höldum ró okkar og höldum áfram okkar daglega lífi eftir því sem kostur er.“ Hvað get ég gert til að forðast smit? Góð handhreinsun er mikilvægasta ráðið fyrir heilbrigða til að forðast smit. Handþvottur með vatni og sápu er æskilegastur ef hendur eru óhreinar, en hendur sem virðast hreinar en hafa komið við sameiginlega snertifleti svo sem hurðahúna, eða tekið við hlutum úr annarra höndum, til dæmis peningum eða greiðslukortum má hreinsa með handspritti. Rétt er að forðast náið samneyti við einstaklinga sem eru með almenn kvefeinkenni, hnerra eða hósta. Grímur nýtast best þegar þeir sem eru veikir nota þær en einnig þegar náið samneyti er óhjákvæmilegt, svo sem fyrir heilbrigðisstarfsmenn eða viðbragðsaðila í samfélaginu þegar þeir hlúa að veikum. Við þrif eftir aðra, til að mynda í veitingasölum eða á almenningssalernum ætti að nota einnota hanska en mikilvægt er að taka af sér hanska þegar slíkum verkum er lokið og þvo vel hendur. Sjá nánari upplýsingar hér. Þá segir þetta um sýkingavarnir fyrir almenning á vef landlæknis:Allt umhverfi okkar er þakið milljónum örvera, bakteríum, veirum og frumdýrum. Langflestar þessara örvera valda hvorki sýkingum né öðrum vandamálum en þó eru undantekningar þar á. Þar má telja inflúensuveirur og nóróveirur ásamt bakteríum eins og salmonellu, clostridium difficile og ónæmum bakteríum, s.s. MÓSA.Flestir sem fá slíkar sýkingar ná sér fljótt, en þeir sem eru mjög ungir eða gamlir eða með langvinna undirliggjandi sjúkdóma eru viðkvæmari en aðrir og eru því í aukinni hættu. Fyrir slíka einstaklinga geta þessar sýkingar haft alvarlegar afleiðingar.Sýkingakeðjan, sem sýnd er á mynd hér að ofan, skýrir hvernig smit getur borist milli manna og valdið sýkingu. Sýking getur borist um líkamann frá einum stað í annan og valdið veikindum eða frá öðru fólki, umhverfi, mat eða dýrum.Fólk getur sýkst ef smitefni er borið með beinni snertingu frá einum til annars, með því að anda smitefni inn um nef eða munn eða með því að gleypa smitefni með mat og drykk. Sýkingar geta líka komið í kjölfar ástungu á húð, um sár á húð eða með inniliggjandi áhöldum s.s. þvagleggjum.Að fyrirbyggja sýkingar þýðir að rjúfa sýkingakeðjuna þannig að komið sé í veg fyrir sýkingu. Í daglegu lífi er hægt er að gera það með einföldum aðgerðum:• Vandaðri handhreinsun• Gæta hreinlætis við matargerð• Nota hanska og svuntu ef unnið er með mengað efni• Með vönduðum þrifum áhalda og umhverfisAllar upplýsingar um kórónuveiruna má nálgast á vef landlæknis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Tengdar fréttir Sýni hafa verið tekin úr tveimur samstarfsmönnum mannsins Vinnustaður mannsins sem greindist með kórónuveiruna COVID-19 í dag er kominn í sóttkví. 28. febrúar 2020 20:21 Mikill meirihluti fær væg einkenni flensunnar Fyrsta tilfelli Covid-19 kórónuveirunnar var greint hér á landi í dag. Karlmaður um fimmtugt, sem var á ferðalagi um norður Ítalíu liggur veikur á spítala. Viðbúnaðarstig almannavarna hefur verið hækkað úr óvissustigi í hættustig. Almenningur er beðinn að sýna stillingu og fylgja fyrirmælum yfirvalda. 28. febrúar 2020 19:25 Hvernig smitast kórónuveiran og hvað lifir hún lengi á yfirborðsflötum? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. 28. febrúar 2020 17:30 Biðja almenning um að halda ró sinni Skilaboðin til almennings í ljósi þess að fyrsta kórónuveirusmitið er komið upp hér á landi eru skýr. Fólk á að halda ró sinni. 28. febrúar 2020 17:03 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir brýnna en áður að landsmenn séu forsjálir, skynsamir og yfirvegaðir. Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu Guðna á Facebook-síðu hans þar sem hann bregst við tíðindum af fyrsta kórónuveirusmitinu af völdum COVID-19 hér á landi. „Gætum vel að hreinlæti, þvoum okkur vel og reglulega um hendur. Víða á mannamótum hefur sá siður verið tekinn upp tímabundið að heilsast ekki með handabandi. Það má alveg teljast sjálfsagt um stundarsakir þótt auðvitað sé ekki hundrað í hættunni ef fólk gleymir sér,“ skrifar Guðni en ítrekar þó mikilvægi handþvottar. Sjá einnig: Hvað er hættustig almannavarna og hvað áttu að gera til að forðast smit? Þá segir hvetur hann fólk til þess að ala ekki á ótta eða tortryggni heldur eigi frekar að fara eftir fyrirmælum yfirvalda og fylgjast með þróun mála. Það sé hægt á heimasíðu landlæknis sem og í fjölmiðlum hverju sinni. „Skelfing leysir engan vanda. Höldum ró okkar og höldum áfram okkar daglega lífi eftir því sem kostur er.“ Hvað get ég gert til að forðast smit? Góð handhreinsun er mikilvægasta ráðið fyrir heilbrigða til að forðast smit. Handþvottur með vatni og sápu er æskilegastur ef hendur eru óhreinar, en hendur sem virðast hreinar en hafa komið við sameiginlega snertifleti svo sem hurðahúna, eða tekið við hlutum úr annarra höndum, til dæmis peningum eða greiðslukortum má hreinsa með handspritti. Rétt er að forðast náið samneyti við einstaklinga sem eru með almenn kvefeinkenni, hnerra eða hósta. Grímur nýtast best þegar þeir sem eru veikir nota þær en einnig þegar náið samneyti er óhjákvæmilegt, svo sem fyrir heilbrigðisstarfsmenn eða viðbragðsaðila í samfélaginu þegar þeir hlúa að veikum. Við þrif eftir aðra, til að mynda í veitingasölum eða á almenningssalernum ætti að nota einnota hanska en mikilvægt er að taka af sér hanska þegar slíkum verkum er lokið og þvo vel hendur. Sjá nánari upplýsingar hér. Þá segir þetta um sýkingavarnir fyrir almenning á vef landlæknis:Allt umhverfi okkar er þakið milljónum örvera, bakteríum, veirum og frumdýrum. Langflestar þessara örvera valda hvorki sýkingum né öðrum vandamálum en þó eru undantekningar þar á. Þar má telja inflúensuveirur og nóróveirur ásamt bakteríum eins og salmonellu, clostridium difficile og ónæmum bakteríum, s.s. MÓSA.Flestir sem fá slíkar sýkingar ná sér fljótt, en þeir sem eru mjög ungir eða gamlir eða með langvinna undirliggjandi sjúkdóma eru viðkvæmari en aðrir og eru því í aukinni hættu. Fyrir slíka einstaklinga geta þessar sýkingar haft alvarlegar afleiðingar.Sýkingakeðjan, sem sýnd er á mynd hér að ofan, skýrir hvernig smit getur borist milli manna og valdið sýkingu. Sýking getur borist um líkamann frá einum stað í annan og valdið veikindum eða frá öðru fólki, umhverfi, mat eða dýrum.Fólk getur sýkst ef smitefni er borið með beinni snertingu frá einum til annars, með því að anda smitefni inn um nef eða munn eða með því að gleypa smitefni með mat og drykk. Sýkingar geta líka komið í kjölfar ástungu á húð, um sár á húð eða með inniliggjandi áhöldum s.s. þvagleggjum.Að fyrirbyggja sýkingar þýðir að rjúfa sýkingakeðjuna þannig að komið sé í veg fyrir sýkingu. Í daglegu lífi er hægt er að gera það með einföldum aðgerðum:• Vandaðri handhreinsun• Gæta hreinlætis við matargerð• Nota hanska og svuntu ef unnið er með mengað efni• Með vönduðum þrifum áhalda og umhverfisAllar upplýsingar um kórónuveiruna má nálgast á vef landlæknis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Tengdar fréttir Sýni hafa verið tekin úr tveimur samstarfsmönnum mannsins Vinnustaður mannsins sem greindist með kórónuveiruna COVID-19 í dag er kominn í sóttkví. 28. febrúar 2020 20:21 Mikill meirihluti fær væg einkenni flensunnar Fyrsta tilfelli Covid-19 kórónuveirunnar var greint hér á landi í dag. Karlmaður um fimmtugt, sem var á ferðalagi um norður Ítalíu liggur veikur á spítala. Viðbúnaðarstig almannavarna hefur verið hækkað úr óvissustigi í hættustig. Almenningur er beðinn að sýna stillingu og fylgja fyrirmælum yfirvalda. 28. febrúar 2020 19:25 Hvernig smitast kórónuveiran og hvað lifir hún lengi á yfirborðsflötum? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. 28. febrúar 2020 17:30 Biðja almenning um að halda ró sinni Skilaboðin til almennings í ljósi þess að fyrsta kórónuveirusmitið er komið upp hér á landi eru skýr. Fólk á að halda ró sinni. 28. febrúar 2020 17:03 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Sýni hafa verið tekin úr tveimur samstarfsmönnum mannsins Vinnustaður mannsins sem greindist með kórónuveiruna COVID-19 í dag er kominn í sóttkví. 28. febrúar 2020 20:21
Mikill meirihluti fær væg einkenni flensunnar Fyrsta tilfelli Covid-19 kórónuveirunnar var greint hér á landi í dag. Karlmaður um fimmtugt, sem var á ferðalagi um norður Ítalíu liggur veikur á spítala. Viðbúnaðarstig almannavarna hefur verið hækkað úr óvissustigi í hættustig. Almenningur er beðinn að sýna stillingu og fylgja fyrirmælum yfirvalda. 28. febrúar 2020 19:25
Hvernig smitast kórónuveiran og hvað lifir hún lengi á yfirborðsflötum? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. 28. febrúar 2020 17:30
Biðja almenning um að halda ró sinni Skilaboðin til almennings í ljósi þess að fyrsta kórónuveirusmitið er komið upp hér á landi eru skýr. Fólk á að halda ró sinni. 28. febrúar 2020 17:03