49 í sóttkví eftir að smitið var staðfest Nadine Guðrún Yaghi og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 29. febrúar 2020 11:16 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm 49 manns eru nú í sóttkví, bæði erlendis og hér á Íslandi, eftir að íslenskur maður á fimmtugsaldri greindist með kórónuveiruna sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19 í gær. Þetta staðfesti Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. Aðspurður segir hann stöðuna í málinu vera sambærilega og í gær. „Við fórum í gærkvöldi og reyndum að rekja hugsanlegar smitleiðir þessa einstaklings sem var jákvæður. Út þeirri vinnu kom það að við óskuðum eftir því við 49 einstaklinga sem eru bæði staddir á Íslandi og erlendis að vera í sóttkví næstu 14 daga,“ segir Víðir. Hann bætir við að einstaklingarnir sem um ræðir hafi verið beðnir um að láta vita af sér, fari þeir að finna fyrir hvers konar veikindaeinkennum, svo hægt sé að taka sýni af viðkomandi. Þá hafi sýni verið tekið af nokkrum einstaklingum með einkenni nú þegar, en niðurstaðna úr þeim sýnum er að vænta síðar í dag. Víðir segir að ferðir eiginkonu smitaða mannsins ekki hafa verið raktar, en sýni af henni reyndist neikvætt. „Eftir að við fengum þær fréttir þá stoppuðum við þá leið. Við vorum komin með heilmiklar upplýsingar en þegar sýnið úr henni reyndist vera neikvætt fórum við ekki lengra með það.“ Í hádeginu fer fram stöðufundur viðbragðsaðila. „Við erum með stöðufund með sóttvarnalækni og almannavörnum í hádeginu þar sem við förum yfir hvað hefur gerst í nótt og morgun og setjum niður verkefni dagsins. Annars erum við að vinna eftir okkar viðbragðsáætlun þar sem við erum í miklum samskiptum og tryggjum samhæfingu allra,“ segir Víðir. Hann ítrekar einnig mikilvægi þess að almenningur haldi ró sinni og haldi áfram að lifa sínu lífi á sem eðlilegastan hátt. „Þó að við séum á hættustigi þá hefur það ekki áhrif á starfsemi í landinu, menn halda áfram að gera það sem þeir eru vanir að gera og fylgja leiðbeiningum sóttvarnarlæknis um eigin smitvarnir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51 Þrjú lögregluembætti vinna að því að greina ferðir mannsins Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, brýnir fyrir fólki að leita til fjölmiðla fyrir upplýsingar um þróun mála varðandi kórónuveiruna COVID-19. 28. febrúar 2020 19:45 Var með fjölskyldunni og fleiri Íslendingum í skíðaferð á Norður-Ítalíu Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 var á skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni, eiginkonu og dóttur, á Norður-Ítalíu ásamt fleiri Íslendingum fyrr í þessum mánuði. 28. febrúar 2020 16:18 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
49 manns eru nú í sóttkví, bæði erlendis og hér á Íslandi, eftir að íslenskur maður á fimmtugsaldri greindist með kórónuveiruna sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19 í gær. Þetta staðfesti Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. Aðspurður segir hann stöðuna í málinu vera sambærilega og í gær. „Við fórum í gærkvöldi og reyndum að rekja hugsanlegar smitleiðir þessa einstaklings sem var jákvæður. Út þeirri vinnu kom það að við óskuðum eftir því við 49 einstaklinga sem eru bæði staddir á Íslandi og erlendis að vera í sóttkví næstu 14 daga,“ segir Víðir. Hann bætir við að einstaklingarnir sem um ræðir hafi verið beðnir um að láta vita af sér, fari þeir að finna fyrir hvers konar veikindaeinkennum, svo hægt sé að taka sýni af viðkomandi. Þá hafi sýni verið tekið af nokkrum einstaklingum með einkenni nú þegar, en niðurstaðna úr þeim sýnum er að vænta síðar í dag. Víðir segir að ferðir eiginkonu smitaða mannsins ekki hafa verið raktar, en sýni af henni reyndist neikvætt. „Eftir að við fengum þær fréttir þá stoppuðum við þá leið. Við vorum komin með heilmiklar upplýsingar en þegar sýnið úr henni reyndist vera neikvætt fórum við ekki lengra með það.“ Í hádeginu fer fram stöðufundur viðbragðsaðila. „Við erum með stöðufund með sóttvarnalækni og almannavörnum í hádeginu þar sem við förum yfir hvað hefur gerst í nótt og morgun og setjum niður verkefni dagsins. Annars erum við að vinna eftir okkar viðbragðsáætlun þar sem við erum í miklum samskiptum og tryggjum samhæfingu allra,“ segir Víðir. Hann ítrekar einnig mikilvægi þess að almenningur haldi ró sinni og haldi áfram að lifa sínu lífi á sem eðlilegastan hátt. „Þó að við séum á hættustigi þá hefur það ekki áhrif á starfsemi í landinu, menn halda áfram að gera það sem þeir eru vanir að gera og fylgja leiðbeiningum sóttvarnarlæknis um eigin smitvarnir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51 Þrjú lögregluembætti vinna að því að greina ferðir mannsins Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, brýnir fyrir fólki að leita til fjölmiðla fyrir upplýsingar um þróun mála varðandi kórónuveiruna COVID-19. 28. febrúar 2020 19:45 Var með fjölskyldunni og fleiri Íslendingum í skíðaferð á Norður-Ítalíu Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 var á skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni, eiginkonu og dóttur, á Norður-Ítalíu ásamt fleiri Íslendingum fyrr í þessum mánuði. 28. febrúar 2020 16:18 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51
Þrjú lögregluembætti vinna að því að greina ferðir mannsins Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, brýnir fyrir fólki að leita til fjölmiðla fyrir upplýsingar um þróun mála varðandi kórónuveiruna COVID-19. 28. febrúar 2020 19:45
Var með fjölskyldunni og fleiri Íslendingum í skíðaferð á Norður-Ítalíu Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 var á skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni, eiginkonu og dóttur, á Norður-Ítalíu ásamt fleiri Íslendingum fyrr í þessum mánuði. 28. febrúar 2020 16:18