Viðbúnaður í Leifsstöð þegar vél Icelandair kom frá Ítalíu Eiður Þór Árnason skrifar 29. febrúar 2020 22:45 Sérstakur viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli þegar flugvél Icelandair frá Veróna á Ítalíu lenti á sjötta tímanum í dag. Kórónuveiran margumtalaða hefur náð mikilli útbreiðslu í norðurhluta Ítalíu og verður þeim Íslendingum sem dvalið hafa á skilgreindum áhættusvæðum þar í landi gert að fara í sóttkví. Þar er um er að ræða ítölsku héruðin Lombardía, Venetó, Emilía Rómanja og Píemonte en borgin Veróna er staðsett í Venetó-héraði. Þeir farþegar vélarinnar sem hafa ekki dvalið á umræddum svæðum eru einungis hvattir til þess að gæta að almennu hreinlæti. Greint var frá því í kvöld að tveir farþegar vélarinnar hafi verið sendir í sóttkví eftir að þeir sýndu flensueinkenni. Þegar vélin lenti á Keflavíkurflugvelli í dag var henni keyrt beint á austurenda flugplansins og farþegunum gert að fara þar úr vélinni í stað þess að fara í gegnum hefðbundinn landgang. Mikil hundslappadrífa tók á móti hópnum og voru farþegar leiddir upp í nokkrar rútur sem fluttu þá beint upp að flugstöðinni. Þar fór hópurinn inn um sérstakan inngang sem leiddi þau beint í töskumóttökuna. Hjúkrunarfræðingar tóku þar á móti farþegunum, búnir handspritti, bæklingum og ráðleggingum. Rætt var við nokkra farþega vélarinnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og má sjá viðtölin í klippunni hér fyrir ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ítalía Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Tveir sendir í sóttkví eftir heimkomu frá Ítalíu Tveir farþegar sem komu með flugvél Icelandair frá Veróna á Ítalíu síðdegis í dag eru komnir í sóttkví. 29. febrúar 2020 19:35 Hóteli á Rauðarárstíg breytt í sóttkví Ákveðið hefur verið að nýta hótel á Rauðarárstíg sem sóttkví fyrir þau sem mögulega smituð eru af kórónuveirunni. Gestum hótelsins var tilkynnt þetta í morgun og voru þeir fluttir á annað hótel í nágrenninu. Forstjóri Sjúkratrygginga segir ekkert smit hafa komið upp, aðeins sé um varúðarúrræði að ræða. 29. febrúar 2020 12:01 Samstarfsfólk hins smitaða gagnrýnir seinagang yfirvalda Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna í gær hafði mætt í vinnu í tvo og hálfan dag áður en hann fór slappur heim á miðvikudag. 29. febrúar 2020 12:45 Stórleik Juventus og Inter Milan frestað vegna kórónuveirunnar Stórleikur helgarinnar í ítalska boltanum átti upprunalega að fara fram fyrir luktum dyrum. Honum hefur nú verið frestað. 29. febrúar 2020 12:15 Áhyggjufull og minna á mikilvægi þess að reglum um sóttkví sé fylgt á Ísafirði Nokkur reiði hefur blossað upp á Ísafirði í kjölfar þess að vakin var athygli á því á samfélagsmiðlum að einstaklingar í bænum sem væru í sóttkví hefðu ekki allir farið að fyrirmælum sóttvarnalæknis. 29. febrúar 2020 19:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Sérstakur viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli þegar flugvél Icelandair frá Veróna á Ítalíu lenti á sjötta tímanum í dag. Kórónuveiran margumtalaða hefur náð mikilli útbreiðslu í norðurhluta Ítalíu og verður þeim Íslendingum sem dvalið hafa á skilgreindum áhættusvæðum þar í landi gert að fara í sóttkví. Þar er um er að ræða ítölsku héruðin Lombardía, Venetó, Emilía Rómanja og Píemonte en borgin Veróna er staðsett í Venetó-héraði. Þeir farþegar vélarinnar sem hafa ekki dvalið á umræddum svæðum eru einungis hvattir til þess að gæta að almennu hreinlæti. Greint var frá því í kvöld að tveir farþegar vélarinnar hafi verið sendir í sóttkví eftir að þeir sýndu flensueinkenni. Þegar vélin lenti á Keflavíkurflugvelli í dag var henni keyrt beint á austurenda flugplansins og farþegunum gert að fara þar úr vélinni í stað þess að fara í gegnum hefðbundinn landgang. Mikil hundslappadrífa tók á móti hópnum og voru farþegar leiddir upp í nokkrar rútur sem fluttu þá beint upp að flugstöðinni. Þar fór hópurinn inn um sérstakan inngang sem leiddi þau beint í töskumóttökuna. Hjúkrunarfræðingar tóku þar á móti farþegunum, búnir handspritti, bæklingum og ráðleggingum. Rætt var við nokkra farþega vélarinnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og má sjá viðtölin í klippunni hér fyrir ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ítalía Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Tveir sendir í sóttkví eftir heimkomu frá Ítalíu Tveir farþegar sem komu með flugvél Icelandair frá Veróna á Ítalíu síðdegis í dag eru komnir í sóttkví. 29. febrúar 2020 19:35 Hóteli á Rauðarárstíg breytt í sóttkví Ákveðið hefur verið að nýta hótel á Rauðarárstíg sem sóttkví fyrir þau sem mögulega smituð eru af kórónuveirunni. Gestum hótelsins var tilkynnt þetta í morgun og voru þeir fluttir á annað hótel í nágrenninu. Forstjóri Sjúkratrygginga segir ekkert smit hafa komið upp, aðeins sé um varúðarúrræði að ræða. 29. febrúar 2020 12:01 Samstarfsfólk hins smitaða gagnrýnir seinagang yfirvalda Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna í gær hafði mætt í vinnu í tvo og hálfan dag áður en hann fór slappur heim á miðvikudag. 29. febrúar 2020 12:45 Stórleik Juventus og Inter Milan frestað vegna kórónuveirunnar Stórleikur helgarinnar í ítalska boltanum átti upprunalega að fara fram fyrir luktum dyrum. Honum hefur nú verið frestað. 29. febrúar 2020 12:15 Áhyggjufull og minna á mikilvægi þess að reglum um sóttkví sé fylgt á Ísafirði Nokkur reiði hefur blossað upp á Ísafirði í kjölfar þess að vakin var athygli á því á samfélagsmiðlum að einstaklingar í bænum sem væru í sóttkví hefðu ekki allir farið að fyrirmælum sóttvarnalæknis. 29. febrúar 2020 19:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Tveir sendir í sóttkví eftir heimkomu frá Ítalíu Tveir farþegar sem komu með flugvél Icelandair frá Veróna á Ítalíu síðdegis í dag eru komnir í sóttkví. 29. febrúar 2020 19:35
Hóteli á Rauðarárstíg breytt í sóttkví Ákveðið hefur verið að nýta hótel á Rauðarárstíg sem sóttkví fyrir þau sem mögulega smituð eru af kórónuveirunni. Gestum hótelsins var tilkynnt þetta í morgun og voru þeir fluttir á annað hótel í nágrenninu. Forstjóri Sjúkratrygginga segir ekkert smit hafa komið upp, aðeins sé um varúðarúrræði að ræða. 29. febrúar 2020 12:01
Samstarfsfólk hins smitaða gagnrýnir seinagang yfirvalda Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna í gær hafði mætt í vinnu í tvo og hálfan dag áður en hann fór slappur heim á miðvikudag. 29. febrúar 2020 12:45
Stórleik Juventus og Inter Milan frestað vegna kórónuveirunnar Stórleikur helgarinnar í ítalska boltanum átti upprunalega að fara fram fyrir luktum dyrum. Honum hefur nú verið frestað. 29. febrúar 2020 12:15
Áhyggjufull og minna á mikilvægi þess að reglum um sóttkví sé fylgt á Ísafirði Nokkur reiði hefur blossað upp á Ísafirði í kjölfar þess að vakin var athygli á því á samfélagsmiðlum að einstaklingar í bænum sem væru í sóttkví hefðu ekki allir farið að fyrirmælum sóttvarnalæknis. 29. febrúar 2020 19:00