Útlit fyrir snúna stjórnarmyndun á Írlandi eftir sigur þjóðernissinna Kjartan Kjartansson skrifar 10. febrúar 2020 10:23 Mary Lou McDonald (f.m.) fagnar með félögum sínum í Sinn Féin. Vísir/EPA Sögulegur sigur írskra þjóðernissinna í þingkosningum á Írlandi í gær er talinn þýða að erfitt verði að mynda ríkisstjórn. Enginn flokkur náði hreinum meirihluta í kosningunum og flokkarnir tveir sem hafa skipst á að stjórna landinu hafa fram til þessa neita að vinna með þjóðernissinnum Sinn Féin. Sinn Féin hlaut 24,5% atkvæða gegn 22,2% Fianna Fáil og 20,9% Fine Gael, miðhægriflokkanna sem hafa stýrt Írlandi um áratugaskeið, þegar búið er að telja fyrsta val. Írskir kjósendur raða frambjóðendum eftir fyrsta, öðru og þriðja vali. Talning á öðru og þriðja vali stendur enn yfir. Ólíklegt er að Sinn Féin verði stærsti flokkurinn á Dáil, írska þinginu, þegar endanleg úrslit liggja fyrir, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Flokkurinn stillti upp færri frambjóðendum en stóru flokkarnir. Ljóst er þó að flokkurinn bætir verulega við þá 23 þingmenn sem hann náði í kosningunum árið 2016. Fianna Fáil og Fine Gael hafa fram að þessu útilokað ríkisstjórnarsamstarf við Sinn Féin. Flokkarnir hafa vísað til skattastefnu þjóðernisflokksins og sögulegra tengsla hans við Írska lýðveldisherinn (IRA). Leo Varadkar, forsætisráðherra og leiðtogi Fine Gael, viðurkenndi að stjórnarmyndun yrði „snúin“ í gærkvöldi. Ljóst væri að hefðbundið tveggja flokka kerfi á Írlandi væri nú orðið að þriggja flokka kerfi. MIchaél Martin, leiptogi Fianna Fáil, lokaði ekki alfarið á möguleikann á samstarfi við Sinn Féin eftir að úrslit lágu fyrir að taldi þó að flokkarnir ættu ekki saman að verulegu leyti. Á meðan hrósaði Mary Lou McDonald, leiðtogi Sinn Féin, sigri og lýsti kosningunum sem „nokkurs konar byltingu í kjörkössunum“. Hún segist kanna möguleikann á að mynda ríkisstjórn án Fine Gael og Fianna Fáil. Írland Tengdar fréttir Þrír stærstu flokkarnir hnífjafnir Þrír stærstu flokkarnir á Írlandi, Fine Gael, Fianna Fáil og Sinn Féin eru allir með um 22% fylgi í þingkosningum til neðri deildar samkvæmt útgönguspám. 9. febrúar 2020 09:43 Sinn Fein með forskot í könnunum fyrir írsku kosningarnar Írski þjóðernisflokkurinn sem hefur lengi verið bendlaður við Írska lýðveldisherinn (IRA) hefur aldrei setið í ríkisstjórn en hinir stóru flokkarnir neita að vinna með honum. 4. febrúar 2020 16:15 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Sögulegur sigur írskra þjóðernissinna í þingkosningum á Írlandi í gær er talinn þýða að erfitt verði að mynda ríkisstjórn. Enginn flokkur náði hreinum meirihluta í kosningunum og flokkarnir tveir sem hafa skipst á að stjórna landinu hafa fram til þessa neita að vinna með þjóðernissinnum Sinn Féin. Sinn Féin hlaut 24,5% atkvæða gegn 22,2% Fianna Fáil og 20,9% Fine Gael, miðhægriflokkanna sem hafa stýrt Írlandi um áratugaskeið, þegar búið er að telja fyrsta val. Írskir kjósendur raða frambjóðendum eftir fyrsta, öðru og þriðja vali. Talning á öðru og þriðja vali stendur enn yfir. Ólíklegt er að Sinn Féin verði stærsti flokkurinn á Dáil, írska þinginu, þegar endanleg úrslit liggja fyrir, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Flokkurinn stillti upp færri frambjóðendum en stóru flokkarnir. Ljóst er þó að flokkurinn bætir verulega við þá 23 þingmenn sem hann náði í kosningunum árið 2016. Fianna Fáil og Fine Gael hafa fram að þessu útilokað ríkisstjórnarsamstarf við Sinn Féin. Flokkarnir hafa vísað til skattastefnu þjóðernisflokksins og sögulegra tengsla hans við Írska lýðveldisherinn (IRA). Leo Varadkar, forsætisráðherra og leiðtogi Fine Gael, viðurkenndi að stjórnarmyndun yrði „snúin“ í gærkvöldi. Ljóst væri að hefðbundið tveggja flokka kerfi á Írlandi væri nú orðið að þriggja flokka kerfi. MIchaél Martin, leiptogi Fianna Fáil, lokaði ekki alfarið á möguleikann á samstarfi við Sinn Féin eftir að úrslit lágu fyrir að taldi þó að flokkarnir ættu ekki saman að verulegu leyti. Á meðan hrósaði Mary Lou McDonald, leiðtogi Sinn Féin, sigri og lýsti kosningunum sem „nokkurs konar byltingu í kjörkössunum“. Hún segist kanna möguleikann á að mynda ríkisstjórn án Fine Gael og Fianna Fáil.
Írland Tengdar fréttir Þrír stærstu flokkarnir hnífjafnir Þrír stærstu flokkarnir á Írlandi, Fine Gael, Fianna Fáil og Sinn Féin eru allir með um 22% fylgi í þingkosningum til neðri deildar samkvæmt útgönguspám. 9. febrúar 2020 09:43 Sinn Fein með forskot í könnunum fyrir írsku kosningarnar Írski þjóðernisflokkurinn sem hefur lengi verið bendlaður við Írska lýðveldisherinn (IRA) hefur aldrei setið í ríkisstjórn en hinir stóru flokkarnir neita að vinna með honum. 4. febrúar 2020 16:15 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Þrír stærstu flokkarnir hnífjafnir Þrír stærstu flokkarnir á Írlandi, Fine Gael, Fianna Fáil og Sinn Féin eru allir með um 22% fylgi í þingkosningum til neðri deildar samkvæmt útgönguspám. 9. febrúar 2020 09:43
Sinn Fein með forskot í könnunum fyrir írsku kosningarnar Írski þjóðernisflokkurinn sem hefur lengi verið bendlaður við Írska lýðveldisherinn (IRA) hefur aldrei setið í ríkisstjórn en hinir stóru flokkarnir neita að vinna með honum. 4. febrúar 2020 16:15