HK hefur verið dæmdur ósigur í leiknum gegn FH í Lengjubikarnum sem fór fram á föstudaginn.
HK vann leikinn, 1-0, með marki Birnis Snæs Ingasonar. Þetta var þriðji sigur HK á FH í röð.
HK tefldi hins vegar fram ólöglegum leikmanni í leiknum, Emil Skorra Þ. Brynjólfssyni sem er skráður í Ými.
Því hefur FH verið dæmdur 3-0 sigur í leiknum. HK fékk einnig 60.000 króna sekt fyrir að tefla Emil fram í leiknum.
FH er því með þrjú stig í riðli 3 líkt og Grótta sem vann Þór á laugardaginn, 2-1.
HK dæmdur ósigur gegn FH og fær 60.000 króna sekt

Tengdar fréttir

Breiðablik hafði betur gegn Leikni og hrakfarir FH í Kórnum halda áfram
Kópavogsliðin Breiðablik og HK unnu sína leiki í Lengjubikarnum í kvöld.