Geimskot á evrópsku sólfari tókst með ágætum Kjartan Kjartansson skrifar 10. febrúar 2020 11:49 Teikning af Sólarbrautarfarinu við sólina. Vísir/EPA Evrópska geimfarinu Sólarbrautarfarinu var skotið á loft án hnökra frá Flórída í Bandaríkjunum í nótt. Markmið leiðangursins er að hjálpa vísindamönnum að skilja betur virkni sólarinnar og spá fyrir um sólstorma sem gætu valdið usla á jörðinni. Farinu var skotið á loft með bandarískri Atlas-eldflaug á frá Canaveral-höfða á Flórída klukkan rétt rúmlega fjögur í nótt að íslenskum tíma. Bandaríska geimvísindastofnunin (NASA) tekur þátt í leiðangrinum og annaðist geimskotið. Þegar Sólarbrautarfar (e. Solar Orbiter) evrópsku geimstofnunarinnar (ESA) verður næst sólinni verður geimfarið innan við braut Merkúríusar, innstu reikistjörnunnar, í aðeins um 42 milljón kílómetra fjarlægð, um þriðjung af vegalengdinni á milli jarðar og sólar. Um borð eru sex myndavélar og fjögur önnur mælitæki sem eiga meðal annars að fylgjast með rafgasi og segulsviði sólarinnar. Myndavélarnar eiga að taka fyrstu myndirnar af pólum sólarinnar. Markmiðið er að afla gagna til að vísindamenn geti betur skilið þá ferla sem stýra virkni móðurstjörnu okkar. Þyngdarkraftur Venusar og jarðarinnar verður notaður til að koma Sólarbrautarfarinu fyrir á einstakri braut um sólina, hátt yfir brautarplani jarðarinnar. Brautin gerir farinu kleift að rannsaka pólsvæðin nánar en hægt er frá jörðinni. Meginhluti leiðangursins veturinn 2021 til 2022. Fyrsta nærflug geimfarins við sólina af tuttugu og tveimur verður árið 2022. Það er útbúið títanskildi til að verja það fyrir sterkri sólargeisluninni enda þarf geimfarið að þola allt að sex hundruð gráðu hita, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Virkni sólarinnar gengur í sveiflum og getur haft áhrif á jörðinni umfram að verma hana með geislum sínum. Þekkt er að sólblettavirkni gengur í um það bil ellefu ára sveiflum þó að vísindamenn skilji ekki að fullu hvers vegna. Þá geta stór sólgos, þegar sólin spýtir frá sér milljónum tonna efnis út í geiminn, haft áhrif á fjarskipta- og rafmagnskerfi manna. Athuganir nýja geimfarins gætu gert vísindamönnum kleift að bæta líkön sem notuð eru til að spá fyrir um slík gos. „Við lok Sólarbrautarfarsleiðangursins munum við vita meira um þá duldu krafta sem bera ábyrgð á breytilegri hegðun sólarinnar og áhrif hennar á heimaplánetu okkar en nokkru sinni fyrr,“ segir Günther Hasinger, vísindastjóri ESA. Geimurinn Vísindi Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Evrópska geimfarinu Sólarbrautarfarinu var skotið á loft án hnökra frá Flórída í Bandaríkjunum í nótt. Markmið leiðangursins er að hjálpa vísindamönnum að skilja betur virkni sólarinnar og spá fyrir um sólstorma sem gætu valdið usla á jörðinni. Farinu var skotið á loft með bandarískri Atlas-eldflaug á frá Canaveral-höfða á Flórída klukkan rétt rúmlega fjögur í nótt að íslenskum tíma. Bandaríska geimvísindastofnunin (NASA) tekur þátt í leiðangrinum og annaðist geimskotið. Þegar Sólarbrautarfar (e. Solar Orbiter) evrópsku geimstofnunarinnar (ESA) verður næst sólinni verður geimfarið innan við braut Merkúríusar, innstu reikistjörnunnar, í aðeins um 42 milljón kílómetra fjarlægð, um þriðjung af vegalengdinni á milli jarðar og sólar. Um borð eru sex myndavélar og fjögur önnur mælitæki sem eiga meðal annars að fylgjast með rafgasi og segulsviði sólarinnar. Myndavélarnar eiga að taka fyrstu myndirnar af pólum sólarinnar. Markmiðið er að afla gagna til að vísindamenn geti betur skilið þá ferla sem stýra virkni móðurstjörnu okkar. Þyngdarkraftur Venusar og jarðarinnar verður notaður til að koma Sólarbrautarfarinu fyrir á einstakri braut um sólina, hátt yfir brautarplani jarðarinnar. Brautin gerir farinu kleift að rannsaka pólsvæðin nánar en hægt er frá jörðinni. Meginhluti leiðangursins veturinn 2021 til 2022. Fyrsta nærflug geimfarins við sólina af tuttugu og tveimur verður árið 2022. Það er útbúið títanskildi til að verja það fyrir sterkri sólargeisluninni enda þarf geimfarið að þola allt að sex hundruð gráðu hita, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Virkni sólarinnar gengur í sveiflum og getur haft áhrif á jörðinni umfram að verma hana með geislum sínum. Þekkt er að sólblettavirkni gengur í um það bil ellefu ára sveiflum þó að vísindamenn skilji ekki að fullu hvers vegna. Þá geta stór sólgos, þegar sólin spýtir frá sér milljónum tonna efnis út í geiminn, haft áhrif á fjarskipta- og rafmagnskerfi manna. Athuganir nýja geimfarins gætu gert vísindamönnum kleift að bæta líkön sem notuð eru til að spá fyrir um slík gos. „Við lok Sólarbrautarfarsleiðangursins munum við vita meira um þá duldu krafta sem bera ábyrgð á breytilegri hegðun sólarinnar og áhrif hennar á heimaplánetu okkar en nokkru sinni fyrr,“ segir Günther Hasinger, vísindastjóri ESA.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira