Einn sá besti í NBA-deildinni þykir vera mikill eðalnáungi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2020 22:30 Damian Lillard hefur átt rosalegt tímabil í NBA-deildinni. Getty/Garrett Ellwood Damian Lillard fær ekki aðeins hrós fyrir frammistöðu sína inn á körfuboltavellinum heldur einnig fyrir framkomu sína utan hans. Damian Lillard hefur lengi verið frábær leikmaður í NBA-deildinni í körfubolta en hann hefur skipti um gír með magnaðri frammistöðu í vetur. Lillard er 29 ára gamall leikstjórnandi sem spilar með Portland Trail Blazers og er á sínu áttunda tímabili í NBA-deildinni. Damian Lillard er með 29,9 stig og 7,9 stoðsendingar að meðaltali í leik á þessu tímabili en hafði mest áður verið með 27,0 stig (2016-17) og 6,9 stoðsendingar (2018-19) að meðaltali á einu tímabili. Lillard er að hækka sig mikið frá síðasta tímabili eða um 4,1 stig og 1,0 stoðsendingu að meðaltali í leik. Það er ekki aðeins frábær spilamennska sem er til umræðu á samfélagsmiðlum þegar kemur að Damian Lillard. Mark Jones, fjölmiðlamaður á ESPN, sá nefnilega ástæðu til að hrósa Damian Lillard mikið fyrir framkomu sína utan vallar eins og sjá má hér fyrir neðan. „Fyrir utan að vera úrvalsliðsleikamaður í NBA-deildinni þá sýnir Damian Lillard okkur fjölmiðlamönnum mikla virðingu. Hann spyr okkur hvað sé að frétta af fjölskyldum okkar. Núverandi og fyrrum liðsfélagar hans hafa líka farið heim til hans í mat. Hann skipuleggur liðssamkomur. Hann umgengst fimmtánda manninn eins og hann sé stjörnuleikmaður. Leiðtogi,“ skrifaði Mark Jones inn á Twitter-reikninginn sinn. Síðustu nótt þá skoraði Damian Lillard yfir 30 stig í þrettánda skiptið það sem af er nýju ári sem er það mesta hjá einum leikmanni í NBA-deildinni. Damian Lillard er eins og er í þriðja sæti yfir stigahæstu leikmenn NBA deildarinnar og í sjötta sæti yfir þá sem gefa flestar stoðsendingar. Tonight was Damian Lillard's 13th 30-point game since the turn of the new year, most in the league over that span. Most 30-Pt Games Since Jan. 1 Damian Lillard 13 Devin Booker 12 Russell Westbrook 11 Giannis Antetokounmpo 11 pic.twitter.com/VPHZijXlat— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 10, 2020 NBA Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Virkilega góður dagur fyrir KA“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Fleiri fréttir Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Sjá meira
Damian Lillard fær ekki aðeins hrós fyrir frammistöðu sína inn á körfuboltavellinum heldur einnig fyrir framkomu sína utan hans. Damian Lillard hefur lengi verið frábær leikmaður í NBA-deildinni í körfubolta en hann hefur skipti um gír með magnaðri frammistöðu í vetur. Lillard er 29 ára gamall leikstjórnandi sem spilar með Portland Trail Blazers og er á sínu áttunda tímabili í NBA-deildinni. Damian Lillard er með 29,9 stig og 7,9 stoðsendingar að meðaltali í leik á þessu tímabili en hafði mest áður verið með 27,0 stig (2016-17) og 6,9 stoðsendingar (2018-19) að meðaltali á einu tímabili. Lillard er að hækka sig mikið frá síðasta tímabili eða um 4,1 stig og 1,0 stoðsendingu að meðaltali í leik. Það er ekki aðeins frábær spilamennska sem er til umræðu á samfélagsmiðlum þegar kemur að Damian Lillard. Mark Jones, fjölmiðlamaður á ESPN, sá nefnilega ástæðu til að hrósa Damian Lillard mikið fyrir framkomu sína utan vallar eins og sjá má hér fyrir neðan. „Fyrir utan að vera úrvalsliðsleikamaður í NBA-deildinni þá sýnir Damian Lillard okkur fjölmiðlamönnum mikla virðingu. Hann spyr okkur hvað sé að frétta af fjölskyldum okkar. Núverandi og fyrrum liðsfélagar hans hafa líka farið heim til hans í mat. Hann skipuleggur liðssamkomur. Hann umgengst fimmtánda manninn eins og hann sé stjörnuleikmaður. Leiðtogi,“ skrifaði Mark Jones inn á Twitter-reikninginn sinn. Síðustu nótt þá skoraði Damian Lillard yfir 30 stig í þrettánda skiptið það sem af er nýju ári sem er það mesta hjá einum leikmanni í NBA-deildinni. Damian Lillard er eins og er í þriðja sæti yfir stigahæstu leikmenn NBA deildarinnar og í sjötta sæti yfir þá sem gefa flestar stoðsendingar. Tonight was Damian Lillard's 13th 30-point game since the turn of the new year, most in the league over that span. Most 30-Pt Games Since Jan. 1 Damian Lillard 13 Devin Booker 12 Russell Westbrook 11 Giannis Antetokounmpo 11 pic.twitter.com/VPHZijXlat— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 10, 2020
NBA Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Virkilega góður dagur fyrir KA“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Fleiri fréttir Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Sjá meira