Einn sá besti í NBA-deildinni þykir vera mikill eðalnáungi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2020 22:30 Damian Lillard hefur átt rosalegt tímabil í NBA-deildinni. Getty/Garrett Ellwood Damian Lillard fær ekki aðeins hrós fyrir frammistöðu sína inn á körfuboltavellinum heldur einnig fyrir framkomu sína utan hans. Damian Lillard hefur lengi verið frábær leikmaður í NBA-deildinni í körfubolta en hann hefur skipti um gír með magnaðri frammistöðu í vetur. Lillard er 29 ára gamall leikstjórnandi sem spilar með Portland Trail Blazers og er á sínu áttunda tímabili í NBA-deildinni. Damian Lillard er með 29,9 stig og 7,9 stoðsendingar að meðaltali í leik á þessu tímabili en hafði mest áður verið með 27,0 stig (2016-17) og 6,9 stoðsendingar (2018-19) að meðaltali á einu tímabili. Lillard er að hækka sig mikið frá síðasta tímabili eða um 4,1 stig og 1,0 stoðsendingu að meðaltali í leik. Það er ekki aðeins frábær spilamennska sem er til umræðu á samfélagsmiðlum þegar kemur að Damian Lillard. Mark Jones, fjölmiðlamaður á ESPN, sá nefnilega ástæðu til að hrósa Damian Lillard mikið fyrir framkomu sína utan vallar eins og sjá má hér fyrir neðan. „Fyrir utan að vera úrvalsliðsleikamaður í NBA-deildinni þá sýnir Damian Lillard okkur fjölmiðlamönnum mikla virðingu. Hann spyr okkur hvað sé að frétta af fjölskyldum okkar. Núverandi og fyrrum liðsfélagar hans hafa líka farið heim til hans í mat. Hann skipuleggur liðssamkomur. Hann umgengst fimmtánda manninn eins og hann sé stjörnuleikmaður. Leiðtogi,“ skrifaði Mark Jones inn á Twitter-reikninginn sinn. Síðustu nótt þá skoraði Damian Lillard yfir 30 stig í þrettánda skiptið það sem af er nýju ári sem er það mesta hjá einum leikmanni í NBA-deildinni. Damian Lillard er eins og er í þriðja sæti yfir stigahæstu leikmenn NBA deildarinnar og í sjötta sæti yfir þá sem gefa flestar stoðsendingar. Tonight was Damian Lillard's 13th 30-point game since the turn of the new year, most in the league over that span. Most 30-Pt Games Since Jan. 1 Damian Lillard 13 Devin Booker 12 Russell Westbrook 11 Giannis Antetokounmpo 11 pic.twitter.com/VPHZijXlat— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 10, 2020 NBA Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Leik lokið: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskot sitt Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir á fleygiferð Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Sjá meira
Damian Lillard fær ekki aðeins hrós fyrir frammistöðu sína inn á körfuboltavellinum heldur einnig fyrir framkomu sína utan hans. Damian Lillard hefur lengi verið frábær leikmaður í NBA-deildinni í körfubolta en hann hefur skipti um gír með magnaðri frammistöðu í vetur. Lillard er 29 ára gamall leikstjórnandi sem spilar með Portland Trail Blazers og er á sínu áttunda tímabili í NBA-deildinni. Damian Lillard er með 29,9 stig og 7,9 stoðsendingar að meðaltali í leik á þessu tímabili en hafði mest áður verið með 27,0 stig (2016-17) og 6,9 stoðsendingar (2018-19) að meðaltali á einu tímabili. Lillard er að hækka sig mikið frá síðasta tímabili eða um 4,1 stig og 1,0 stoðsendingu að meðaltali í leik. Það er ekki aðeins frábær spilamennska sem er til umræðu á samfélagsmiðlum þegar kemur að Damian Lillard. Mark Jones, fjölmiðlamaður á ESPN, sá nefnilega ástæðu til að hrósa Damian Lillard mikið fyrir framkomu sína utan vallar eins og sjá má hér fyrir neðan. „Fyrir utan að vera úrvalsliðsleikamaður í NBA-deildinni þá sýnir Damian Lillard okkur fjölmiðlamönnum mikla virðingu. Hann spyr okkur hvað sé að frétta af fjölskyldum okkar. Núverandi og fyrrum liðsfélagar hans hafa líka farið heim til hans í mat. Hann skipuleggur liðssamkomur. Hann umgengst fimmtánda manninn eins og hann sé stjörnuleikmaður. Leiðtogi,“ skrifaði Mark Jones inn á Twitter-reikninginn sinn. Síðustu nótt þá skoraði Damian Lillard yfir 30 stig í þrettánda skiptið það sem af er nýju ári sem er það mesta hjá einum leikmanni í NBA-deildinni. Damian Lillard er eins og er í þriðja sæti yfir stigahæstu leikmenn NBA deildarinnar og í sjötta sæti yfir þá sem gefa flestar stoðsendingar. Tonight was Damian Lillard's 13th 30-point game since the turn of the new year, most in the league over that span. Most 30-Pt Games Since Jan. 1 Damian Lillard 13 Devin Booker 12 Russell Westbrook 11 Giannis Antetokounmpo 11 pic.twitter.com/VPHZijXlat— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 10, 2020
NBA Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Leik lokið: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskot sitt Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir á fleygiferð Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Sjá meira