Bréfasprengjur sprungu í Hollandi í morgun, annars vegar í póstherbergi skrifstofubyggingar í Amsterdam og hins vegar í póstflokkunarstöð í bænum Kerkrade.
Að sögn lögreglu slasaðist enginn í sprengingunum.
Lögregla í Hollandi hefur haft röð bréfasprengja til rannsóknar síðustu vikurnar, eða frá því tilkynnt var um þá fyrstu 3. janúar síðastliðinn. Virðist sem að sami maður hafi sent bréfasprengjurnar sem um ræðir.
Fyrri sprengjur hafa verið sendar á á hótel, bensínstöð, verkstæði, fasteignasölu og innheimtufyrirtæki.