Sósíalistar með þrjá menn á þingi samkvæmt nýrri könnun Jakob Bjarnar skrifar 12. febrúar 2020 15:19 Sósíalistar. Frá síðustu borgarstjórnarkosningum en þá kom flokkurinn einum manni að í borgarstjórn. visir/rakel Sósíalistaflokkurinn fengi þrjá þingmenn ef gengið yrði til kosninga nú. Þetta er meðal þess sem lesa má úr nýrri könnun sem MMR var að gefa út, sem gerð var dagana 6. til 10. febrúar. Flokkur fólksins myndi detta út af þing. „Það hefur ekki gerst áður að grasrótarsamtök utan þings, sem ekki urðu til af klofningi þingflokks, mælist aftur og aftur inn á þingi á miðju kjörtímabili, óralangt frá hefðbundinni kosningabaráttu. Sósíalistaflokkur Íslands er að skrifa nýja sögu. Það er mögulegt fyrir fólk að rísa upp og byggja upp hreyfingu utan valdastofnana,“ segir Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Sem er harla ánægður með könnunina. Fylgi flokka samkvæmt nýjustu skoðankönnun MMR. Annað sem heyrir heldur betur til tíðinda í könnuninni er sú að ríkisstjórnarflokkarnir tapa samkvæmt henni 8 þingmönnum: Framsókn fjórum og VG fjórum en Sjálfstæðisflokkurinn heldur sínum. Samfylkingin bætir við sig þremur þingmönnum og Viðreisn einnig. Miðflokkurinn bætir við sig tveimur þingmönnum. Í tilkynningu MMR segir að fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 22,0 prósent, sem er þremur prósentustigum meira en í síðustu könnun MMR sem gerð var í seinni hluta janúar en 1,7 prósentustigum meira en var í upphafi janúar. Inga Sæland. Ef næstu kosningar fara eins og könnun MMR ætlar er Inga á leið af þingi.Vísir/Vilhelm „Mældist Samfylkingin með 15,1% fylgi, einu og hálfu prósentustigi minna en við síðustu mælingu en Miðflokkurinn mældist með 13,3% fylgi, tæplega tveimur prósentustigum minna en við síðustu mælingu. Þá mældust Vinstri-græn með 10,7% fylgi og Píratar með 10,4% fylgi.“ Eða eins og segir á vefsíðu MMR: Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 22,0% og mældist 19,0% í síðustu könnun. Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 15,1% og mældist 16,6% í síðustu könnun. Fylgi Miðflokksins mældist nú 13,3% og mældist 15,1% í síðustu könnnun. Fylgi Vinstri grænna mældist nú 10,7% og mældist 8,7% í síðustu könnun. Fylgi Pírata mældist nú 10,4% og mældist 10,6% í síðustu könnun. Fylgi Viðreisnar mældist nú 9,7% og mældist 12,4% í síðustu könnun. Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 6,8% og mældist 7,2% í síðustu könnun. Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 5,3% og mældist 4,9% í síðustu könnun. Fylgi Flokks fólksins mældist nú 4,6% og mældist 3,8% í síðustu könnun. Stuðningur við aðra mældist 2,1% samanlagt. Alþingi Skoðanakannanir Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira
Sósíalistaflokkurinn fengi þrjá þingmenn ef gengið yrði til kosninga nú. Þetta er meðal þess sem lesa má úr nýrri könnun sem MMR var að gefa út, sem gerð var dagana 6. til 10. febrúar. Flokkur fólksins myndi detta út af þing. „Það hefur ekki gerst áður að grasrótarsamtök utan þings, sem ekki urðu til af klofningi þingflokks, mælist aftur og aftur inn á þingi á miðju kjörtímabili, óralangt frá hefðbundinni kosningabaráttu. Sósíalistaflokkur Íslands er að skrifa nýja sögu. Það er mögulegt fyrir fólk að rísa upp og byggja upp hreyfingu utan valdastofnana,“ segir Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Sem er harla ánægður með könnunina. Fylgi flokka samkvæmt nýjustu skoðankönnun MMR. Annað sem heyrir heldur betur til tíðinda í könnuninni er sú að ríkisstjórnarflokkarnir tapa samkvæmt henni 8 þingmönnum: Framsókn fjórum og VG fjórum en Sjálfstæðisflokkurinn heldur sínum. Samfylkingin bætir við sig þremur þingmönnum og Viðreisn einnig. Miðflokkurinn bætir við sig tveimur þingmönnum. Í tilkynningu MMR segir að fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 22,0 prósent, sem er þremur prósentustigum meira en í síðustu könnun MMR sem gerð var í seinni hluta janúar en 1,7 prósentustigum meira en var í upphafi janúar. Inga Sæland. Ef næstu kosningar fara eins og könnun MMR ætlar er Inga á leið af þingi.Vísir/Vilhelm „Mældist Samfylkingin með 15,1% fylgi, einu og hálfu prósentustigi minna en við síðustu mælingu en Miðflokkurinn mældist með 13,3% fylgi, tæplega tveimur prósentustigum minna en við síðustu mælingu. Þá mældust Vinstri-græn með 10,7% fylgi og Píratar með 10,4% fylgi.“ Eða eins og segir á vefsíðu MMR: Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 22,0% og mældist 19,0% í síðustu könnun. Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 15,1% og mældist 16,6% í síðustu könnun. Fylgi Miðflokksins mældist nú 13,3% og mældist 15,1% í síðustu könnnun. Fylgi Vinstri grænna mældist nú 10,7% og mældist 8,7% í síðustu könnun. Fylgi Pírata mældist nú 10,4% og mældist 10,6% í síðustu könnun. Fylgi Viðreisnar mældist nú 9,7% og mældist 12,4% í síðustu könnun. Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 6,8% og mældist 7,2% í síðustu könnun. Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 5,3% og mældist 4,9% í síðustu könnun. Fylgi Flokks fólksins mældist nú 4,6% og mældist 3,8% í síðustu könnun. Stuðningur við aðra mældist 2,1% samanlagt.
Alþingi Skoðanakannanir Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira