Strætó boðar nýtt greiðslukerfi í anda Oyster-kortsins í London Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. febrúar 2020 20:58 Nýja greiðslukerfið mun veita aðgang að Strætó á höfuðborgarsvæðinu og Borgarlínu. Strætó boðar nú nýtt, rafrænt greiðslukerfi í anda kerfa sem þekkt eru í almenningssamgöngum stórborga um allan heim. Efnt hefur verið til nafnasamkeppni um greiðslukerfið á vef Strætó. Í tilkynningu frá Strætó segir að nýja greiðslukerfið muni veita aðgang að Strætó á höfuðborgarsvæðinu og Borgarlínu. Kerfið er að erlendri fyrirmynd, sem Íslendingar þekkja eflaust margir úr utanlandsferðum sínum, þar sem kort eða farsími er settur upp við skanna og fargjaldið þannig greitt í vagninum eða rétt utan við hann. Dæmi um þekkt greiðslukerfi af þessu tagi í öðrum borgum er Oyster-kortið í London, Rejsekort í Kaupmannahöfn og OV-chipkaart í Amsterdam. Áætlað er að fyrsti fasi greiðslukerfisins taki gildi í lok þessa árs. Þá eru áætlanir uppi um að kerfið veiti aðgang að fleiri vistvænum samgöngumátum eins og hjólaleigum og deilibílum og jafnvel enn frekari þjónustu í framtíðinni, að því er segir í tilkynningu frá Strætó. Opnað verður fyrir tillögur í nafnasamkeppnina í dag, miðvikudaginn 12. febrúar og keppnin stendur til 21. febrúar. Sigurvegari keppninnar fær árskort í Strætó á höfuðborgarsvæðinu og „leyfi til þess að monta sig yfir næstu áratugina,“ að því er segir í tilkynningu. Nauðsynlegt er að skrá nafn, símanúmer og netfang með tillögum sem sendar eru inn í keppnina. Þá er einnig mælt með því að láta rökstuðning fylgja tillögum. Hægt er að senda tillögur í keppnina hér. Borgarlína Samgöngur Strætó Tengdar fréttir Farþegum Strætó fjölgaði um tæp sjö prósent milli ára Farþegafjöldi í Strætó á höfuðborgarsvæðinu jókst um 6,8 prósent árið 2019. 17. janúar 2020 13:17 Hlemmi verður umbylt á næstu örfáu árum Samgöngur á og í kringum Hlemm munu gjörbreytast á næstu tveimur til þremur árum. Vagnar borgarlínu verða einu ökutækin sem geta ekið þar um samkvæmt nýju skipulagi. 5. desember 2019 19:00 Meirihluti íbúa verði mun nær stoppistöðvum stofnleiða Strætó en nú er Í nýju leiðaneti Strætó, sem kynnt er í áfangaskýrslu sem kom út í dag, er lagt til að stofnleiðir Strætó verði samtals sjö talsins. 18. desember 2019 10:30 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Sjá meira
Strætó boðar nú nýtt, rafrænt greiðslukerfi í anda kerfa sem þekkt eru í almenningssamgöngum stórborga um allan heim. Efnt hefur verið til nafnasamkeppni um greiðslukerfið á vef Strætó. Í tilkynningu frá Strætó segir að nýja greiðslukerfið muni veita aðgang að Strætó á höfuðborgarsvæðinu og Borgarlínu. Kerfið er að erlendri fyrirmynd, sem Íslendingar þekkja eflaust margir úr utanlandsferðum sínum, þar sem kort eða farsími er settur upp við skanna og fargjaldið þannig greitt í vagninum eða rétt utan við hann. Dæmi um þekkt greiðslukerfi af þessu tagi í öðrum borgum er Oyster-kortið í London, Rejsekort í Kaupmannahöfn og OV-chipkaart í Amsterdam. Áætlað er að fyrsti fasi greiðslukerfisins taki gildi í lok þessa árs. Þá eru áætlanir uppi um að kerfið veiti aðgang að fleiri vistvænum samgöngumátum eins og hjólaleigum og deilibílum og jafnvel enn frekari þjónustu í framtíðinni, að því er segir í tilkynningu frá Strætó. Opnað verður fyrir tillögur í nafnasamkeppnina í dag, miðvikudaginn 12. febrúar og keppnin stendur til 21. febrúar. Sigurvegari keppninnar fær árskort í Strætó á höfuðborgarsvæðinu og „leyfi til þess að monta sig yfir næstu áratugina,“ að því er segir í tilkynningu. Nauðsynlegt er að skrá nafn, símanúmer og netfang með tillögum sem sendar eru inn í keppnina. Þá er einnig mælt með því að láta rökstuðning fylgja tillögum. Hægt er að senda tillögur í keppnina hér.
Borgarlína Samgöngur Strætó Tengdar fréttir Farþegum Strætó fjölgaði um tæp sjö prósent milli ára Farþegafjöldi í Strætó á höfuðborgarsvæðinu jókst um 6,8 prósent árið 2019. 17. janúar 2020 13:17 Hlemmi verður umbylt á næstu örfáu árum Samgöngur á og í kringum Hlemm munu gjörbreytast á næstu tveimur til þremur árum. Vagnar borgarlínu verða einu ökutækin sem geta ekið þar um samkvæmt nýju skipulagi. 5. desember 2019 19:00 Meirihluti íbúa verði mun nær stoppistöðvum stofnleiða Strætó en nú er Í nýju leiðaneti Strætó, sem kynnt er í áfangaskýrslu sem kom út í dag, er lagt til að stofnleiðir Strætó verði samtals sjö talsins. 18. desember 2019 10:30 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Sjá meira
Farþegum Strætó fjölgaði um tæp sjö prósent milli ára Farþegafjöldi í Strætó á höfuðborgarsvæðinu jókst um 6,8 prósent árið 2019. 17. janúar 2020 13:17
Hlemmi verður umbylt á næstu örfáu árum Samgöngur á og í kringum Hlemm munu gjörbreytast á næstu tveimur til þremur árum. Vagnar borgarlínu verða einu ökutækin sem geta ekið þar um samkvæmt nýju skipulagi. 5. desember 2019 19:00
Meirihluti íbúa verði mun nær stoppistöðvum stofnleiða Strætó en nú er Í nýju leiðaneti Strætó, sem kynnt er í áfangaskýrslu sem kom út í dag, er lagt til að stofnleiðir Strætó verði samtals sjö talsins. 18. desember 2019 10:30