Ístak í hópi verktaka sem fá að bjóða í nýjan aðalflugvöll Suður-Grænlands Kristján Már Unnarsson skrifar 12. febrúar 2020 22:00 Flugvöllurinn við Qaqortoq, samkvæmt teikningu frá flugvallafélagi Grænlands, Kalaallit Airports. Mynd/Kalaallit Airports. Gerð nýs flugvallar er að hefjast á Suður-Grænlandi og verður það þriðja stóra flugvallarverkefnið sem Grænlendingar setja í gang um þessar mundir. Ístak er í hópi fimm verktaka sem grænlensk stjórnvöld hafa boðið að taka þátt í útboðinu. Grafískt myndband af aðflugi til vallarins var sýnt í fréttum Stöðvar 2. Flugvöllurinn í Narsarsuaq hefur til þessa verið aðalflugvöllur Suður-Grænlands en þangað er áætlunarflug á sumrin frá Reykjavík. Þaðan þarf hins vegar að sigla í tvo tíma til Qaqortoq, stærsta bæjar Suður-Grænlands, en þar búa um þrjúþúsund manns. Grænlendingar gera ráð fyrir að þotur sem þurfa styttri braut, eins og Airbus A220, geti notað Qaqortoq-flugvöll.Mynd/Kalaallit Airports. Grænlensk stjórnvöld undirbúa því gerð flugvallar skammt utan við bæinn. Þar er gert ráð fyrir 1.500 metra langri flugbraut og 30 metra breiðri, sem gæti tekið við smærri farþegaþotum eins og Airbus A220. Eftir forval hafa fimm verktakafyrirtæki nú fengið boð um að gera tilboð í verkið og er Ístak í þeim hópi í samstarfi við eiganda sinn, danska verktakafyrirtækið Aarsleff, að því er Sermitsiaq greinir frá. Tilboð verða opnuð í maí og stefnt að því að framkvæmdir hefjist í sumar en Qaqortoq-flugvöllurinn á að vera tilbúinn í árslok 2023. Flugvellirnir í Nuuk og Ilulissat fá báðir 2.200 metra flugbraut en flugvöllurinn í Qaqortoq verður með 1.500 metra braut.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. Þetta verður þriðja risaverkefnið í flugvallargerð sem Grænlendingar hefja á skömmum tíma.Sjá viðtal við Kim Kielsen hér: Flugvallauppbygging Grænlands að hefjast Síðastliðið haust var byrjað að sprengja fyrir 2.200 metra langri flugbraut við höfuðstaðinn Nuuk og á dögunum var hafist handa við flugvallargerð í Ilulissat en þar verður einnig lögð 2.200 metra braut. Þessu til viðbótar áforma Grænlendingar gerð átta smærri innanlandsvalla. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Grænland Tengdar fréttir Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52 Mikil tækifæri framundan á Grænlandi fyrir verktaka Spennandi tímar fara í hönd á Grænlandi með mikilli uppbyggingu. Framkvæmdastjóri Ístaks segir að þar séu framundan stór verkefni, sem fyrirtækið vilji taka þátt í. 26. desember 2019 21:38 Fyrsta sprenging í Ilulissat að nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar eru byrjaðir á gerð 2.200 metra langrar flugbrautar við bæinn Ilulissat, sem verður alþjóðaflugvöllur númer tvö á eftir Nuuk í uppbyggingunni. 1. febrúar 2020 08:15 Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40 Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Gerð nýs flugvallar er að hefjast á Suður-Grænlandi og verður það þriðja stóra flugvallarverkefnið sem Grænlendingar setja í gang um þessar mundir. Ístak er í hópi fimm verktaka sem grænlensk stjórnvöld hafa boðið að taka þátt í útboðinu. Grafískt myndband af aðflugi til vallarins var sýnt í fréttum Stöðvar 2. Flugvöllurinn í Narsarsuaq hefur til þessa verið aðalflugvöllur Suður-Grænlands en þangað er áætlunarflug á sumrin frá Reykjavík. Þaðan þarf hins vegar að sigla í tvo tíma til Qaqortoq, stærsta bæjar Suður-Grænlands, en þar búa um þrjúþúsund manns. Grænlendingar gera ráð fyrir að þotur sem þurfa styttri braut, eins og Airbus A220, geti notað Qaqortoq-flugvöll.Mynd/Kalaallit Airports. Grænlensk stjórnvöld undirbúa því gerð flugvallar skammt utan við bæinn. Þar er gert ráð fyrir 1.500 metra langri flugbraut og 30 metra breiðri, sem gæti tekið við smærri farþegaþotum eins og Airbus A220. Eftir forval hafa fimm verktakafyrirtæki nú fengið boð um að gera tilboð í verkið og er Ístak í þeim hópi í samstarfi við eiganda sinn, danska verktakafyrirtækið Aarsleff, að því er Sermitsiaq greinir frá. Tilboð verða opnuð í maí og stefnt að því að framkvæmdir hefjist í sumar en Qaqortoq-flugvöllurinn á að vera tilbúinn í árslok 2023. Flugvellirnir í Nuuk og Ilulissat fá báðir 2.200 metra flugbraut en flugvöllurinn í Qaqortoq verður með 1.500 metra braut.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. Þetta verður þriðja risaverkefnið í flugvallargerð sem Grænlendingar hefja á skömmum tíma.Sjá viðtal við Kim Kielsen hér: Flugvallauppbygging Grænlands að hefjast Síðastliðið haust var byrjað að sprengja fyrir 2.200 metra langri flugbraut við höfuðstaðinn Nuuk og á dögunum var hafist handa við flugvallargerð í Ilulissat en þar verður einnig lögð 2.200 metra braut. Þessu til viðbótar áforma Grænlendingar gerð átta smærri innanlandsvalla. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Grænland Tengdar fréttir Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52 Mikil tækifæri framundan á Grænlandi fyrir verktaka Spennandi tímar fara í hönd á Grænlandi með mikilli uppbyggingu. Framkvæmdastjóri Ístaks segir að þar séu framundan stór verkefni, sem fyrirtækið vilji taka þátt í. 26. desember 2019 21:38 Fyrsta sprenging í Ilulissat að nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar eru byrjaðir á gerð 2.200 metra langrar flugbrautar við bæinn Ilulissat, sem verður alþjóðaflugvöllur númer tvö á eftir Nuuk í uppbyggingunni. 1. febrúar 2020 08:15 Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40 Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24
Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52
Mikil tækifæri framundan á Grænlandi fyrir verktaka Spennandi tímar fara í hönd á Grænlandi með mikilli uppbyggingu. Framkvæmdastjóri Ístaks segir að þar séu framundan stór verkefni, sem fyrirtækið vilji taka þátt í. 26. desember 2019 21:38
Fyrsta sprenging í Ilulissat að nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar eru byrjaðir á gerð 2.200 metra langrar flugbrautar við bæinn Ilulissat, sem verður alþjóðaflugvöllur númer tvö á eftir Nuuk í uppbyggingunni. 1. febrúar 2020 08:15
Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40