Að minnsta kosti fimmtíu meint kynferðisbrot Þorsteins fara fyrir dóm Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. febrúar 2020 15:14 Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í gær. vísir/egill Þorsteinn Halldórsson, dæmdur kynferðisbrotamaður, þarf að svara til saka í kynferðisbrotamáli héraðssaksóknara gegn honum. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem felldi úr gildi frávísun í héraði á alvarlegasta ákæruliðnum á hendur Þorsteini þar sem hann er sakaður um fimmtíu kynferðisbrot gegn dreng sem var á aldrinum fjórtán til sautján ára. Landsréttur skikkar héraðsdóm til að taka málið fyrir. Þorsteinn var ákærður fyrir að hafa frá árinu 2015 fram til 21. september 2017 margítrekað eða að lágmarki í fimmtíu skipti haft kynferðismök við drenginn á ýmsum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, í nágrenni þess og nýtt sér yfirburði vegna aldurs-, þroska- og reynslumunar. Var hann sakaður um að hafa gefið drengnum peninga og fleiri vörur og beitt hann þrýstingi og yfirgangi til að hitta hann og fá vilja sínum fram. Þá hafi hann virt að vettugi svör drengsins um að geta eða vilja ekki hitta Þorstein. Mætti hann óvænt á staði þar sem drengurinn var staddur og krafði drenginn um endurgreiðslu peninga og gjafa þegar hann reyndi að slíta samskiptum við Þorstein, eins og segir í ákæru. Þorsteinn var sömuleiðis ákærður fyrir að hafa tekið ljósmyndir af drengnum sem sýndu hann á kynferðislegan og klámfengan hátt. Er honum gefið að sök að hafa sent myndir af honum til óþekktra aðila. Lögregla haldlagði símann og er hann á meðal sönnunargagna í málinu. Sögðu Þorstein ekki geta varist ákærunni Guðmundur St. Ragnarsson, verjandi Þorsteins, krafðist þess fyrir héraðsdómi að ákærunni yrði vísað frá dómi. Ástæðan væri sú að ómögulegt væri að verjast ákærunni þar sem ekkert væri tekið fram um nákvæmar tímasetningar, staði og nánar atvikalýsingar sem gerðu Þorsteini erfitt að verja sig fyrir dómi. Sömuleiðis væri erfitt fyrir héraðsdóm að taka afstöðu til málsins. Þessu var héraðsdómur samþykkur og vísaði fyrri ákæruliðnum frá í janúar. Kom fram í niðurstöðunni að framsetning sakargifta í ákæruliðnum samrýmdist ekki lögum um meðferð sakamála. Héraðssaksóknari kærði niðurstöðuna til Landsréttar sem kvað upp dóm í dag. Telur Landsréttur sakargiftum lýst með nægilega greinargóðum hætti til þess að héraðsdómur geti tekið ákæruna til meðferðar. Hvorki héraðsdómur né Landsréttur féllust á að ákæruliðnum sem sneri að myndatökunum og sendingu þeirra yrði vísað frá dómi. Þorsteinn afplánar nú fimm og hálfs árs fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot gegn öðrum dreng. Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Þorsteinn ákærður fyrir 50 kynferðisbrot gegn sama drengnum Þorsteinn Halldórsson, sem ákærður hefur verið fyrir kynferðisbrot gegn barni, er sakaður um að hafa brotið á barninu í að minnsta kosti fimmtíu skipti á árunum 2015 til 2017 er barnið var á aldrinum 14 til sautján ára. Þá er hann einnig ákærður fyrir að hafa sent kynferðislegar myndir af drengnum til óþekktra aðila. 26. september 2019 18:37 Þorsteinn færður á Litla-Hraun vegna brota á reglum á Sogni Þorsteinn Halldórsson var í gær fluttur úr opna fangelsinu Sogni á Litla-Hraun. Hann afplánar margra ára dóm fyrir kynferðisbrot gegn unglingspilti. Flutningurinn tengist brotum á reglum sem gilda á Sogni. 9. nóvember 2019 08:30 Dæmdur barnaníðingur ákærður í keimlíku máli Þorsteinn Halldórsson, karlmaður á sextugsaldri, sætir í annað skiptið á innan við tveimur árum ákæru fyrir kynferðisbrot gegn barni. 24. september 2019 22:42 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Þorsteinn Halldórsson, dæmdur kynferðisbrotamaður, þarf að svara til saka í kynferðisbrotamáli héraðssaksóknara gegn honum. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem felldi úr gildi frávísun í héraði á alvarlegasta ákæruliðnum á hendur Þorsteini þar sem hann er sakaður um fimmtíu kynferðisbrot gegn dreng sem var á aldrinum fjórtán til sautján ára. Landsréttur skikkar héraðsdóm til að taka málið fyrir. Þorsteinn var ákærður fyrir að hafa frá árinu 2015 fram til 21. september 2017 margítrekað eða að lágmarki í fimmtíu skipti haft kynferðismök við drenginn á ýmsum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, í nágrenni þess og nýtt sér yfirburði vegna aldurs-, þroska- og reynslumunar. Var hann sakaður um að hafa gefið drengnum peninga og fleiri vörur og beitt hann þrýstingi og yfirgangi til að hitta hann og fá vilja sínum fram. Þá hafi hann virt að vettugi svör drengsins um að geta eða vilja ekki hitta Þorstein. Mætti hann óvænt á staði þar sem drengurinn var staddur og krafði drenginn um endurgreiðslu peninga og gjafa þegar hann reyndi að slíta samskiptum við Þorstein, eins og segir í ákæru. Þorsteinn var sömuleiðis ákærður fyrir að hafa tekið ljósmyndir af drengnum sem sýndu hann á kynferðislegan og klámfengan hátt. Er honum gefið að sök að hafa sent myndir af honum til óþekktra aðila. Lögregla haldlagði símann og er hann á meðal sönnunargagna í málinu. Sögðu Þorstein ekki geta varist ákærunni Guðmundur St. Ragnarsson, verjandi Þorsteins, krafðist þess fyrir héraðsdómi að ákærunni yrði vísað frá dómi. Ástæðan væri sú að ómögulegt væri að verjast ákærunni þar sem ekkert væri tekið fram um nákvæmar tímasetningar, staði og nánar atvikalýsingar sem gerðu Þorsteini erfitt að verja sig fyrir dómi. Sömuleiðis væri erfitt fyrir héraðsdóm að taka afstöðu til málsins. Þessu var héraðsdómur samþykkur og vísaði fyrri ákæruliðnum frá í janúar. Kom fram í niðurstöðunni að framsetning sakargifta í ákæruliðnum samrýmdist ekki lögum um meðferð sakamála. Héraðssaksóknari kærði niðurstöðuna til Landsréttar sem kvað upp dóm í dag. Telur Landsréttur sakargiftum lýst með nægilega greinargóðum hætti til þess að héraðsdómur geti tekið ákæruna til meðferðar. Hvorki héraðsdómur né Landsréttur féllust á að ákæruliðnum sem sneri að myndatökunum og sendingu þeirra yrði vísað frá dómi. Þorsteinn afplánar nú fimm og hálfs árs fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot gegn öðrum dreng.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Þorsteinn ákærður fyrir 50 kynferðisbrot gegn sama drengnum Þorsteinn Halldórsson, sem ákærður hefur verið fyrir kynferðisbrot gegn barni, er sakaður um að hafa brotið á barninu í að minnsta kosti fimmtíu skipti á árunum 2015 til 2017 er barnið var á aldrinum 14 til sautján ára. Þá er hann einnig ákærður fyrir að hafa sent kynferðislegar myndir af drengnum til óþekktra aðila. 26. september 2019 18:37 Þorsteinn færður á Litla-Hraun vegna brota á reglum á Sogni Þorsteinn Halldórsson var í gær fluttur úr opna fangelsinu Sogni á Litla-Hraun. Hann afplánar margra ára dóm fyrir kynferðisbrot gegn unglingspilti. Flutningurinn tengist brotum á reglum sem gilda á Sogni. 9. nóvember 2019 08:30 Dæmdur barnaníðingur ákærður í keimlíku máli Þorsteinn Halldórsson, karlmaður á sextugsaldri, sætir í annað skiptið á innan við tveimur árum ákæru fyrir kynferðisbrot gegn barni. 24. september 2019 22:42 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Þorsteinn ákærður fyrir 50 kynferðisbrot gegn sama drengnum Þorsteinn Halldórsson, sem ákærður hefur verið fyrir kynferðisbrot gegn barni, er sakaður um að hafa brotið á barninu í að minnsta kosti fimmtíu skipti á árunum 2015 til 2017 er barnið var á aldrinum 14 til sautján ára. Þá er hann einnig ákærður fyrir að hafa sent kynferðislegar myndir af drengnum til óþekktra aðila. 26. september 2019 18:37
Þorsteinn færður á Litla-Hraun vegna brota á reglum á Sogni Þorsteinn Halldórsson var í gær fluttur úr opna fangelsinu Sogni á Litla-Hraun. Hann afplánar margra ára dóm fyrir kynferðisbrot gegn unglingspilti. Flutningurinn tengist brotum á reglum sem gilda á Sogni. 9. nóvember 2019 08:30
Dæmdur barnaníðingur ákærður í keimlíku máli Þorsteinn Halldórsson, karlmaður á sextugsaldri, sætir í annað skiptið á innan við tveimur árum ákæru fyrir kynferðisbrot gegn barni. 24. september 2019 22:42