Kristín vill losna sem fyrst úr stóli Borgarleikhússtjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. febrúar 2020 15:32 Kristín Eysteinsdóttir ætlar að fylgja hjartanu og láta drauminn rætast við leikstjórn kvikmyndar. Vísir/Vilhelm Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur óskað eftir starfslokum hjá Borgarleikhúsinu einu og hálfu ári áður en hennar vertíð í húsinu á að ljúka. Hún greinir samstarfsfólki sínu frá þessu í tölvupósti og segist vera að hlusta á hjartað. Kristín var á meðal umsækjenda um starf Þjóðleikhússtjóra en Magnús Geir Þórðarson, fyrrverandi útvarpsstjóri, var ráðinn í starfið. Kristín segir ástæðurnar fyrir ákvörðun sinni tvær. Annars vegar langar hana að búa til meira andrými og frelsi í lífi sínu og verja meiri tíma með fjölskyldunni. Hins vegar standi hún frammi fyrir einstöku tækifæri til að leikstýra kvikmynd, eitthvað sem hana hafi alltaf dreymt um. Þróun verkefnisins sé á byrjunarstigi en verður greint frá nánar á næstu dögum. Ráðningarferli nýs Borgarleikhússtjóra stendur yfir. Sjö sóttu um starfið en nöfn umsækjenda verða ekki gerð opinber. Stjórn Leikfélags Reykjavíkur vinnur nú úr umsóknunum. Kristín var ráðin Borgarleikhússtjóri árið 2014 og átti að vera í starfinu þangað til sumarið 2021. Nýr leikhússtjóri átti að byrja að vinna með Kristínu í upphafi árs 2021. Nú virðist ljóst að sú samvinna byrji fyrr. „Ég mun að sjálfsögðu vera hér áfram þar til nýr leikhússtjóri hefur tekið við og mun leggja mig fram við að koma nýjum aðila vel inn í starfið,“ segir Kristín. Kristín segist full þakklæti, aldrei hafa lært jafnmikið í neinu starfi, hafi eignast vini fyrir lífstíð en hún ætli nú að fylgja hjartanu. Fréttin var uppfærð klukkan 16:24 með færslu Kristínar að neðan. Bíó og sjónvarp Leikhús Reykjavík Vistaskipti Tengdar fréttir Hyggst ekki rjúfa trúnað við konurnar Sigurður segir að umfjöllun um vinnuverndarlöggjöfina sem tryggja á öryggi og vellíðan starfsfólks hafi með öllu vantað í forsendur dóms Héraðsdóms Reykjavíkur sem úrskurðaði í máli Atla Rafns Sigurðssonar, leikara, gegn Leikfélagi Reykjavíkur og borgarleikhússtjóra. 31. október 2019 14:28 Borgarleikhúsið dæmt til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir í bætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi nú eftir hádegi Kristínu Eysteinsdóttur Borgarleikhússtjóra og Leikfélag Reykjavíkur til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir í bætur og eina milljón króna í málskostnað. 30. október 2019 13:50 Mikið fjör á frumsýningu Sex í sveit Sex í sveit var frumsýnt á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu um síðustu helgi þessi sprenghlægilegi gamanleikur var jafnframt fyrsta frumsýning leikársins á stóra sviðinu. 9. október 2019 19:00 Magnús Geir verður næsti Þjóðleikhússtjóri Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur ákveðið að skipa Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóra sem Þjóðleikhússtjóra frá og með 1. janúar 2020. 1. nóvember 2019 16:52 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur óskað eftir starfslokum hjá Borgarleikhúsinu einu og hálfu ári áður en hennar vertíð í húsinu á að ljúka. Hún greinir samstarfsfólki sínu frá þessu í tölvupósti og segist vera að hlusta á hjartað. Kristín var á meðal umsækjenda um starf Þjóðleikhússtjóra en Magnús Geir Þórðarson, fyrrverandi útvarpsstjóri, var ráðinn í starfið. Kristín segir ástæðurnar fyrir ákvörðun sinni tvær. Annars vegar langar hana að búa til meira andrými og frelsi í lífi sínu og verja meiri tíma með fjölskyldunni. Hins vegar standi hún frammi fyrir einstöku tækifæri til að leikstýra kvikmynd, eitthvað sem hana hafi alltaf dreymt um. Þróun verkefnisins sé á byrjunarstigi en verður greint frá nánar á næstu dögum. Ráðningarferli nýs Borgarleikhússtjóra stendur yfir. Sjö sóttu um starfið en nöfn umsækjenda verða ekki gerð opinber. Stjórn Leikfélags Reykjavíkur vinnur nú úr umsóknunum. Kristín var ráðin Borgarleikhússtjóri árið 2014 og átti að vera í starfinu þangað til sumarið 2021. Nýr leikhússtjóri átti að byrja að vinna með Kristínu í upphafi árs 2021. Nú virðist ljóst að sú samvinna byrji fyrr. „Ég mun að sjálfsögðu vera hér áfram þar til nýr leikhússtjóri hefur tekið við og mun leggja mig fram við að koma nýjum aðila vel inn í starfið,“ segir Kristín. Kristín segist full þakklæti, aldrei hafa lært jafnmikið í neinu starfi, hafi eignast vini fyrir lífstíð en hún ætli nú að fylgja hjartanu. Fréttin var uppfærð klukkan 16:24 með færslu Kristínar að neðan.
Bíó og sjónvarp Leikhús Reykjavík Vistaskipti Tengdar fréttir Hyggst ekki rjúfa trúnað við konurnar Sigurður segir að umfjöllun um vinnuverndarlöggjöfina sem tryggja á öryggi og vellíðan starfsfólks hafi með öllu vantað í forsendur dóms Héraðsdóms Reykjavíkur sem úrskurðaði í máli Atla Rafns Sigurðssonar, leikara, gegn Leikfélagi Reykjavíkur og borgarleikhússtjóra. 31. október 2019 14:28 Borgarleikhúsið dæmt til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir í bætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi nú eftir hádegi Kristínu Eysteinsdóttur Borgarleikhússtjóra og Leikfélag Reykjavíkur til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir í bætur og eina milljón króna í málskostnað. 30. október 2019 13:50 Mikið fjör á frumsýningu Sex í sveit Sex í sveit var frumsýnt á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu um síðustu helgi þessi sprenghlægilegi gamanleikur var jafnframt fyrsta frumsýning leikársins á stóra sviðinu. 9. október 2019 19:00 Magnús Geir verður næsti Þjóðleikhússtjóri Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur ákveðið að skipa Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóra sem Þjóðleikhússtjóra frá og með 1. janúar 2020. 1. nóvember 2019 16:52 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Hyggst ekki rjúfa trúnað við konurnar Sigurður segir að umfjöllun um vinnuverndarlöggjöfina sem tryggja á öryggi og vellíðan starfsfólks hafi með öllu vantað í forsendur dóms Héraðsdóms Reykjavíkur sem úrskurðaði í máli Atla Rafns Sigurðssonar, leikara, gegn Leikfélagi Reykjavíkur og borgarleikhússtjóra. 31. október 2019 14:28
Borgarleikhúsið dæmt til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir í bætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi nú eftir hádegi Kristínu Eysteinsdóttur Borgarleikhússtjóra og Leikfélag Reykjavíkur til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir í bætur og eina milljón króna í málskostnað. 30. október 2019 13:50
Mikið fjör á frumsýningu Sex í sveit Sex í sveit var frumsýnt á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu um síðustu helgi þessi sprenghlægilegi gamanleikur var jafnframt fyrsta frumsýning leikársins á stóra sviðinu. 9. október 2019 19:00
Magnús Geir verður næsti Þjóðleikhússtjóri Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur ákveðið að skipa Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóra sem Þjóðleikhússtjóra frá og með 1. janúar 2020. 1. nóvember 2019 16:52