Iðnaðarráðherra myndi fagna því að orkuverð til stóriðju yrði opinbert Heimir Már Pétursson skrifar 13. febrúar 2020 20:15 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, iðnaðarráðherra. Vísir/vilhelm Iðnaðarráðherra segir að það myndi hjálpa ef allt væri upp á borðum við mat á stöðu Isal, þar með raforkuverðið. Þá muni óháð úttekt á samkeppnishæfni orkufreks iðnaðar í landinu liggja fyrir áður en Isal tekur ákvörðun um framtíð sína á Íslandi. Eigendur Isal þrýsta á Landsvirkjun og íslensk stjórnvöld að lækka raforkuverð til álversins í Straumsvík og lýstu því yfir í gær að svo gæti farið að álverinu verði lokað fáist ekki betri kjör.Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir iðnaðarráðherra kynnti hins vegar í síðustu viku að farið yrði í óháða úttekt á samkeppnishæfni orkufreks iðnaðar á Ísland. „Þessi óháða úttekt mun skipta miklu máli. Þar sem fyrirtækið mun milliliðalaust fá upplýsingar frá bæði Landsvirkjun og þessum stóru fyrirtækjum sem við seljum nánast alla raforku til. Þannig að það er staðan eins og hún sé akkúrat núna,“ segir Þórdís Kolbrún. Viðræður Isal við Landsvirkjun séu ný hafnar og hún ráðuneyti hennar sé ekki hluti af þeim viðræðum. En í gær greindi Isal frá því að framtíðaráform fyrirtækisins muni liggja fyrir um mitt næsta sumar. Yrði hún (úttektin) til fyrir þann tíma? „Hún verður til fyrir þann tíma. Hún á að vera klár í lok maí,“ segir Þórdís Kolbrún. Iðnaðarráðherra segir Isal mikilvægt íslenskum efnahag. Þótt núverandi kerfi væri ekki meitlað í stein og gæti tekið breytingum sé ekki verið að ræða vildarkjör fyrir einstök fyrirtæki, enda Íslendingar bundnir til að mynda EES reglum. Það yrði til bóta ef allar stærðir væru uppi á borðum. Myndi það hjálpa til ef þetta væri nú bara opinbert, hvað er verið að greiða fyrir orkuna? „Ég myndi persónulega fagna því að við næðum fram meira gagnsæi í þessum málum. Eitt er auðvitað beinn raforkukostnaður annað eru aðrir þættir í samningnum. Hvaða leið sem er fundin út úr því er það sömuleiðis atriði á milli fyrirtækja og Landsvirkjunar. En ég held að við getum ekki annað en grætt á því að fá meira gagnsæi um þessi mál þannig að ég myndi fagna því, já,“ segir Þórdís Kolbrún. Hafnarfjörður Orkumál Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Starfsfólk Isal í tvöföldu áfalli vegna mögulegrar lokunar og kjarasamninga Starfsfólk Isal er slegið yfir fréttum af mögulegri lokun álversins í Straumsvík og segir áfallið tvöfalt þar sem eigendur hafi stoppað undirritun kjarasamninga. 12. febrúar 2020 20:00 Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. 12. febrúar 2020 10:43 Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Sjá meira
Iðnaðarráðherra segir að það myndi hjálpa ef allt væri upp á borðum við mat á stöðu Isal, þar með raforkuverðið. Þá muni óháð úttekt á samkeppnishæfni orkufreks iðnaðar í landinu liggja fyrir áður en Isal tekur ákvörðun um framtíð sína á Íslandi. Eigendur Isal þrýsta á Landsvirkjun og íslensk stjórnvöld að lækka raforkuverð til álversins í Straumsvík og lýstu því yfir í gær að svo gæti farið að álverinu verði lokað fáist ekki betri kjör.Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir iðnaðarráðherra kynnti hins vegar í síðustu viku að farið yrði í óháða úttekt á samkeppnishæfni orkufreks iðnaðar á Ísland. „Þessi óháða úttekt mun skipta miklu máli. Þar sem fyrirtækið mun milliliðalaust fá upplýsingar frá bæði Landsvirkjun og þessum stóru fyrirtækjum sem við seljum nánast alla raforku til. Þannig að það er staðan eins og hún sé akkúrat núna,“ segir Þórdís Kolbrún. Viðræður Isal við Landsvirkjun séu ný hafnar og hún ráðuneyti hennar sé ekki hluti af þeim viðræðum. En í gær greindi Isal frá því að framtíðaráform fyrirtækisins muni liggja fyrir um mitt næsta sumar. Yrði hún (úttektin) til fyrir þann tíma? „Hún verður til fyrir þann tíma. Hún á að vera klár í lok maí,“ segir Þórdís Kolbrún. Iðnaðarráðherra segir Isal mikilvægt íslenskum efnahag. Þótt núverandi kerfi væri ekki meitlað í stein og gæti tekið breytingum sé ekki verið að ræða vildarkjör fyrir einstök fyrirtæki, enda Íslendingar bundnir til að mynda EES reglum. Það yrði til bóta ef allar stærðir væru uppi á borðum. Myndi það hjálpa til ef þetta væri nú bara opinbert, hvað er verið að greiða fyrir orkuna? „Ég myndi persónulega fagna því að við næðum fram meira gagnsæi í þessum málum. Eitt er auðvitað beinn raforkukostnaður annað eru aðrir þættir í samningnum. Hvaða leið sem er fundin út úr því er það sömuleiðis atriði á milli fyrirtækja og Landsvirkjunar. En ég held að við getum ekki annað en grætt á því að fá meira gagnsæi um þessi mál þannig að ég myndi fagna því, já,“ segir Þórdís Kolbrún.
Hafnarfjörður Orkumál Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Starfsfólk Isal í tvöföldu áfalli vegna mögulegrar lokunar og kjarasamninga Starfsfólk Isal er slegið yfir fréttum af mögulegri lokun álversins í Straumsvík og segir áfallið tvöfalt þar sem eigendur hafi stoppað undirritun kjarasamninga. 12. febrúar 2020 20:00 Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. 12. febrúar 2020 10:43 Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Sjá meira
Starfsfólk Isal í tvöföldu áfalli vegna mögulegrar lokunar og kjarasamninga Starfsfólk Isal er slegið yfir fréttum af mögulegri lokun álversins í Straumsvík og segir áfallið tvöfalt þar sem eigendur hafi stoppað undirritun kjarasamninga. 12. febrúar 2020 20:00
Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. 12. febrúar 2020 10:43
Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45