Vaknaði við kall dótturinnar og húsið var á floti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. febrúar 2020 13:08 Björgunarsveitarfólk kom mæðgunum og kisunum til bjargar. Jóhann Issi Hallgrímsson Ingibjörg Hjördís Einarsdóttir, íbúi í Garðinum, er komin með fimmtán ára dóttur sína og kisur í öruggt skjól í Reykjanesbæ eftir að rýma þurfti hús hennar í Garði. Dóttir hennar vakti hana um tíuleytið þar sem þær sváfu í kjallara hússins og þurftu að hafa sig alla við að komast upp á efri hæðina þar sem vatn streymdi inn í kjallarann. Ingibjörg býr ásamt fimmtán ára dóttur sinni í húsi við Gerðarveg í Garðinum sem stendur nokkuð nærri sjónum. Sjógangur á land hefur verið sögulega mikill í morgun og íbúar hafa fundið fyrir því. Engir meira en mægðurnar í Hjarðarholti. „Ég fékk mér lúr eftir að hafa verið vakandi langt fram á nótt. Ég hafði á tilfinningunni að eitthvað gæti gerst. En ég gafst upp klukkan fjögur þegar ég sá ekkert í myrkrinu,“ segir Ingibjörg sem sefur í kjallaranum með dóttur sinni. Frá vettvangi í morgun.Jóhann Issi Hallgrímsson Svo heyrði hún í dóttur sinni um tíuleytið og rumskaði. „Hún kallaði: Mamma það flæðir!“ segir Ingibjörg sem opnaði útidyrnar í kjallaranum sem skilaði sér í enn meira flæði inn í kjallarann. „Svo var það bara að ná í buxurnar, símann og hlaupa upp,“ segir Ingibjörg en innangengt er úr kjallaranum á efri hæðina. Svo hvasst var að illa gekk að opna útidyrahurðina auk þess sem allt er á floti í kringum húsið. Mæðgurnar voru fegnar þegar björgunarsveitarmenn úr björgunarsveitinni Ægi í Garði mættu á bíl sínum og náðu mæðgunum úr húsinu. Raunar þurfti tvo hrausta björgunarsveitarmenn til að opna útidyrnar á húsinu því afar hvasst var. Ingibjörg hrósar björgunarsveitarmönnunum í hástert fyrir vinnu þeirra. „Ég er rosalega ánægð með strákana. Þeir eiga hrós skilið.“ Öldugangurinn hefur sömuleiðis verið mikill í Reykjanesbæ þar sem mæðgurnar halda til hjá ættingjum.Jóhann Issi Hallgrímsson Ekki þurfti aðeins að bjarga mæðgunum heldur einnig kisunum þeirra. Mægðurnar ráða nú ráðum sínum í Reykjanesbæ með kisunum sem eru órólegar á nýju tímabundnu heimili. „Við erum að hugsa næstu skref. Hvar allir iga að sofa, hvernig maður kemst í vinnu á mánudaginn með engin föt,“ segir Ingibjörg. Öll föt hennar og dóttur hennar eru á kafi í vatni í kjallaranum. Sömuleiðis rúm þeirra, þvottavél og fleira. Ingibjörg er ekki meðvituð um stöðu mála hjá öðrum húsum í Garði. Hún hefur búið þar í þrjú ár og aldrei upplifað neitt svona. Húsið þeirra er líklega einstakt að því leitinu að það er með kjallara. Það gildir um fæst hús í Garði. Hún hefur ekki áhyggjur af efri hæð hússins. Vatnslínan hafi verið sýnileg á gluggunum úr kjallaranum en nái tæplega upp á efri hæðina. Hún segist sjá að einhverju leyti eftir því að hafa ekki yfirgefið húsið í nótt enda hafði hún tilfinningu fyrir því að eitthvað svona gæti ekki gerst. „En það er ekkert hægt að ráða við þetta. Þetta er bara hafið.“ Gusugangurinn er mikill í Reykjanesbæ.Jóhann Issi Hallgrímsson Ingólfur Sigurjónsson, formaður björgunarsveitarinnar Ægis, segir nóg hafa verið að gera í morgun þótt álag hafi verið meira. Sjór hafi gengið á húsin sem standi nálægt sjónum. Þeir hafi aðstoðað mæðgurnar við að komast í skjól og unnið verkefnið í samvinnu við slökkviliðið. Líklega hafi um þrettán sinnt björgunarsveitarstörfum í morgun í tveimur hópum. Rauð viðvörun hefur verið á suðvesturhorninu það sem af er degi. „Þetta er vonskuveður. Fólk ætti ekki að vera mikið á ferðinni og ætti að fylgjast vel með eigum sínum.“ Veðrið sé aðeins byrjað að ganga niður. Hann er uppalinn Garðsbúi en muni ekki eftir að hafa séð annan eins sjógang. Björgunarsveitir Óveður 14. febrúar 2020 Suðurnesjabær Veður Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Sjá meira
Ingibjörg Hjördís Einarsdóttir, íbúi í Garðinum, er komin með fimmtán ára dóttur sína og kisur í öruggt skjól í Reykjanesbæ eftir að rýma þurfti hús hennar í Garði. Dóttir hennar vakti hana um tíuleytið þar sem þær sváfu í kjallara hússins og þurftu að hafa sig alla við að komast upp á efri hæðina þar sem vatn streymdi inn í kjallarann. Ingibjörg býr ásamt fimmtán ára dóttur sinni í húsi við Gerðarveg í Garðinum sem stendur nokkuð nærri sjónum. Sjógangur á land hefur verið sögulega mikill í morgun og íbúar hafa fundið fyrir því. Engir meira en mægðurnar í Hjarðarholti. „Ég fékk mér lúr eftir að hafa verið vakandi langt fram á nótt. Ég hafði á tilfinningunni að eitthvað gæti gerst. En ég gafst upp klukkan fjögur þegar ég sá ekkert í myrkrinu,“ segir Ingibjörg sem sefur í kjallaranum með dóttur sinni. Frá vettvangi í morgun.Jóhann Issi Hallgrímsson Svo heyrði hún í dóttur sinni um tíuleytið og rumskaði. „Hún kallaði: Mamma það flæðir!“ segir Ingibjörg sem opnaði útidyrnar í kjallaranum sem skilaði sér í enn meira flæði inn í kjallarann. „Svo var það bara að ná í buxurnar, símann og hlaupa upp,“ segir Ingibjörg en innangengt er úr kjallaranum á efri hæðina. Svo hvasst var að illa gekk að opna útidyrahurðina auk þess sem allt er á floti í kringum húsið. Mæðgurnar voru fegnar þegar björgunarsveitarmenn úr björgunarsveitinni Ægi í Garði mættu á bíl sínum og náðu mæðgunum úr húsinu. Raunar þurfti tvo hrausta björgunarsveitarmenn til að opna útidyrnar á húsinu því afar hvasst var. Ingibjörg hrósar björgunarsveitarmönnunum í hástert fyrir vinnu þeirra. „Ég er rosalega ánægð með strákana. Þeir eiga hrós skilið.“ Öldugangurinn hefur sömuleiðis verið mikill í Reykjanesbæ þar sem mæðgurnar halda til hjá ættingjum.Jóhann Issi Hallgrímsson Ekki þurfti aðeins að bjarga mæðgunum heldur einnig kisunum þeirra. Mægðurnar ráða nú ráðum sínum í Reykjanesbæ með kisunum sem eru órólegar á nýju tímabundnu heimili. „Við erum að hugsa næstu skref. Hvar allir iga að sofa, hvernig maður kemst í vinnu á mánudaginn með engin föt,“ segir Ingibjörg. Öll föt hennar og dóttur hennar eru á kafi í vatni í kjallaranum. Sömuleiðis rúm þeirra, þvottavél og fleira. Ingibjörg er ekki meðvituð um stöðu mála hjá öðrum húsum í Garði. Hún hefur búið þar í þrjú ár og aldrei upplifað neitt svona. Húsið þeirra er líklega einstakt að því leitinu að það er með kjallara. Það gildir um fæst hús í Garði. Hún hefur ekki áhyggjur af efri hæð hússins. Vatnslínan hafi verið sýnileg á gluggunum úr kjallaranum en nái tæplega upp á efri hæðina. Hún segist sjá að einhverju leyti eftir því að hafa ekki yfirgefið húsið í nótt enda hafði hún tilfinningu fyrir því að eitthvað svona gæti ekki gerst. „En það er ekkert hægt að ráða við þetta. Þetta er bara hafið.“ Gusugangurinn er mikill í Reykjanesbæ.Jóhann Issi Hallgrímsson Ingólfur Sigurjónsson, formaður björgunarsveitarinnar Ægis, segir nóg hafa verið að gera í morgun þótt álag hafi verið meira. Sjór hafi gengið á húsin sem standi nálægt sjónum. Þeir hafi aðstoðað mæðgurnar við að komast í skjól og unnið verkefnið í samvinnu við slökkviliðið. Líklega hafi um þrettán sinnt björgunarsveitarstörfum í morgun í tveimur hópum. Rauð viðvörun hefur verið á suðvesturhorninu það sem af er degi. „Þetta er vonskuveður. Fólk ætti ekki að vera mikið á ferðinni og ætti að fylgjast vel með eigum sínum.“ Veðrið sé aðeins byrjað að ganga niður. Hann er uppalinn Garðsbúi en muni ekki eftir að hafa séð annan eins sjógang.
Björgunarsveitir Óveður 14. febrúar 2020 Suðurnesjabær Veður Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Sjá meira