Vaknaði við kall dótturinnar og húsið var á floti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. febrúar 2020 13:08 Björgunarsveitarfólk kom mæðgunum og kisunum til bjargar. Jóhann Issi Hallgrímsson Ingibjörg Hjördís Einarsdóttir, íbúi í Garðinum, er komin með fimmtán ára dóttur sína og kisur í öruggt skjól í Reykjanesbæ eftir að rýma þurfti hús hennar í Garði. Dóttir hennar vakti hana um tíuleytið þar sem þær sváfu í kjallara hússins og þurftu að hafa sig alla við að komast upp á efri hæðina þar sem vatn streymdi inn í kjallarann. Ingibjörg býr ásamt fimmtán ára dóttur sinni í húsi við Gerðarveg í Garðinum sem stendur nokkuð nærri sjónum. Sjógangur á land hefur verið sögulega mikill í morgun og íbúar hafa fundið fyrir því. Engir meira en mægðurnar í Hjarðarholti. „Ég fékk mér lúr eftir að hafa verið vakandi langt fram á nótt. Ég hafði á tilfinningunni að eitthvað gæti gerst. En ég gafst upp klukkan fjögur þegar ég sá ekkert í myrkrinu,“ segir Ingibjörg sem sefur í kjallaranum með dóttur sinni. Frá vettvangi í morgun.Jóhann Issi Hallgrímsson Svo heyrði hún í dóttur sinni um tíuleytið og rumskaði. „Hún kallaði: Mamma það flæðir!“ segir Ingibjörg sem opnaði útidyrnar í kjallaranum sem skilaði sér í enn meira flæði inn í kjallarann. „Svo var það bara að ná í buxurnar, símann og hlaupa upp,“ segir Ingibjörg en innangengt er úr kjallaranum á efri hæðina. Svo hvasst var að illa gekk að opna útidyrahurðina auk þess sem allt er á floti í kringum húsið. Mæðgurnar voru fegnar þegar björgunarsveitarmenn úr björgunarsveitinni Ægi í Garði mættu á bíl sínum og náðu mæðgunum úr húsinu. Raunar þurfti tvo hrausta björgunarsveitarmenn til að opna útidyrnar á húsinu því afar hvasst var. Ingibjörg hrósar björgunarsveitarmönnunum í hástert fyrir vinnu þeirra. „Ég er rosalega ánægð með strákana. Þeir eiga hrós skilið.“ Öldugangurinn hefur sömuleiðis verið mikill í Reykjanesbæ þar sem mæðgurnar halda til hjá ættingjum.Jóhann Issi Hallgrímsson Ekki þurfti aðeins að bjarga mæðgunum heldur einnig kisunum þeirra. Mægðurnar ráða nú ráðum sínum í Reykjanesbæ með kisunum sem eru órólegar á nýju tímabundnu heimili. „Við erum að hugsa næstu skref. Hvar allir iga að sofa, hvernig maður kemst í vinnu á mánudaginn með engin föt,“ segir Ingibjörg. Öll föt hennar og dóttur hennar eru á kafi í vatni í kjallaranum. Sömuleiðis rúm þeirra, þvottavél og fleira. Ingibjörg er ekki meðvituð um stöðu mála hjá öðrum húsum í Garði. Hún hefur búið þar í þrjú ár og aldrei upplifað neitt svona. Húsið þeirra er líklega einstakt að því leitinu að það er með kjallara. Það gildir um fæst hús í Garði. Hún hefur ekki áhyggjur af efri hæð hússins. Vatnslínan hafi verið sýnileg á gluggunum úr kjallaranum en nái tæplega upp á efri hæðina. Hún segist sjá að einhverju leyti eftir því að hafa ekki yfirgefið húsið í nótt enda hafði hún tilfinningu fyrir því að eitthvað svona gæti ekki gerst. „En það er ekkert hægt að ráða við þetta. Þetta er bara hafið.“ Gusugangurinn er mikill í Reykjanesbæ.Jóhann Issi Hallgrímsson Ingólfur Sigurjónsson, formaður björgunarsveitarinnar Ægis, segir nóg hafa verið að gera í morgun þótt álag hafi verið meira. Sjór hafi gengið á húsin sem standi nálægt sjónum. Þeir hafi aðstoðað mæðgurnar við að komast í skjól og unnið verkefnið í samvinnu við slökkviliðið. Líklega hafi um þrettán sinnt björgunarsveitarstörfum í morgun í tveimur hópum. Rauð viðvörun hefur verið á suðvesturhorninu það sem af er degi. „Þetta er vonskuveður. Fólk ætti ekki að vera mikið á ferðinni og ætti að fylgjast vel með eigum sínum.“ Veðrið sé aðeins byrjað að ganga niður. Hann er uppalinn Garðsbúi en muni ekki eftir að hafa séð annan eins sjógang. Björgunarsveitir Óveður 14. febrúar 2020 Suðurnesjabær Veður Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Ingibjörg Hjördís Einarsdóttir, íbúi í Garðinum, er komin með fimmtán ára dóttur sína og kisur í öruggt skjól í Reykjanesbæ eftir að rýma þurfti hús hennar í Garði. Dóttir hennar vakti hana um tíuleytið þar sem þær sváfu í kjallara hússins og þurftu að hafa sig alla við að komast upp á efri hæðina þar sem vatn streymdi inn í kjallarann. Ingibjörg býr ásamt fimmtán ára dóttur sinni í húsi við Gerðarveg í Garðinum sem stendur nokkuð nærri sjónum. Sjógangur á land hefur verið sögulega mikill í morgun og íbúar hafa fundið fyrir því. Engir meira en mægðurnar í Hjarðarholti. „Ég fékk mér lúr eftir að hafa verið vakandi langt fram á nótt. Ég hafði á tilfinningunni að eitthvað gæti gerst. En ég gafst upp klukkan fjögur þegar ég sá ekkert í myrkrinu,“ segir Ingibjörg sem sefur í kjallaranum með dóttur sinni. Frá vettvangi í morgun.Jóhann Issi Hallgrímsson Svo heyrði hún í dóttur sinni um tíuleytið og rumskaði. „Hún kallaði: Mamma það flæðir!“ segir Ingibjörg sem opnaði útidyrnar í kjallaranum sem skilaði sér í enn meira flæði inn í kjallarann. „Svo var það bara að ná í buxurnar, símann og hlaupa upp,“ segir Ingibjörg en innangengt er úr kjallaranum á efri hæðina. Svo hvasst var að illa gekk að opna útidyrahurðina auk þess sem allt er á floti í kringum húsið. Mæðgurnar voru fegnar þegar björgunarsveitarmenn úr björgunarsveitinni Ægi í Garði mættu á bíl sínum og náðu mæðgunum úr húsinu. Raunar þurfti tvo hrausta björgunarsveitarmenn til að opna útidyrnar á húsinu því afar hvasst var. Ingibjörg hrósar björgunarsveitarmönnunum í hástert fyrir vinnu þeirra. „Ég er rosalega ánægð með strákana. Þeir eiga hrós skilið.“ Öldugangurinn hefur sömuleiðis verið mikill í Reykjanesbæ þar sem mæðgurnar halda til hjá ættingjum.Jóhann Issi Hallgrímsson Ekki þurfti aðeins að bjarga mæðgunum heldur einnig kisunum þeirra. Mægðurnar ráða nú ráðum sínum í Reykjanesbæ með kisunum sem eru órólegar á nýju tímabundnu heimili. „Við erum að hugsa næstu skref. Hvar allir iga að sofa, hvernig maður kemst í vinnu á mánudaginn með engin föt,“ segir Ingibjörg. Öll föt hennar og dóttur hennar eru á kafi í vatni í kjallaranum. Sömuleiðis rúm þeirra, þvottavél og fleira. Ingibjörg er ekki meðvituð um stöðu mála hjá öðrum húsum í Garði. Hún hefur búið þar í þrjú ár og aldrei upplifað neitt svona. Húsið þeirra er líklega einstakt að því leitinu að það er með kjallara. Það gildir um fæst hús í Garði. Hún hefur ekki áhyggjur af efri hæð hússins. Vatnslínan hafi verið sýnileg á gluggunum úr kjallaranum en nái tæplega upp á efri hæðina. Hún segist sjá að einhverju leyti eftir því að hafa ekki yfirgefið húsið í nótt enda hafði hún tilfinningu fyrir því að eitthvað svona gæti ekki gerst. „En það er ekkert hægt að ráða við þetta. Þetta er bara hafið.“ Gusugangurinn er mikill í Reykjanesbæ.Jóhann Issi Hallgrímsson Ingólfur Sigurjónsson, formaður björgunarsveitarinnar Ægis, segir nóg hafa verið að gera í morgun þótt álag hafi verið meira. Sjór hafi gengið á húsin sem standi nálægt sjónum. Þeir hafi aðstoðað mæðgurnar við að komast í skjól og unnið verkefnið í samvinnu við slökkviliðið. Líklega hafi um þrettán sinnt björgunarsveitarstörfum í morgun í tveimur hópum. Rauð viðvörun hefur verið á suðvesturhorninu það sem af er degi. „Þetta er vonskuveður. Fólk ætti ekki að vera mikið á ferðinni og ætti að fylgjast vel með eigum sínum.“ Veðrið sé aðeins byrjað að ganga niður. Hann er uppalinn Garðsbúi en muni ekki eftir að hafa séð annan eins sjógang.
Björgunarsveitir Óveður 14. febrúar 2020 Suðurnesjabær Veður Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira