Víðtækt rafmagnsleysi vegna óveðursins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. febrúar 2020 14:19 Erfitt hefur reynst fyrir vinnuflokka Rarik að athafna sig vegna veðurhamsins. Vísir/Egill Óveðrið hefur sett raforkukerfi landsins úr skorðum. Þannig liggja nokkrar línur Landsnets úti og yfir 5.700 notendur Rarik hafa orðið fyrir barðinu á rafmagnstruflunum. Erfitt hefur reynst fyrir vinnuflokka Rarik að athafna sig vegna veðurhamsins. Rarik birti nýjustu upplýsingar um stöðu mála klukkan 13:30. Suðurland Rafmagnstruflanirnar eru umfangsmiklar sunnan til á landinu, þar sem óveðrið gekk fyrst á land. Á Suðurlandi eru truflanir á átta stöðum og rafmagnslaust er á nokkrum bæjum undir Eyjafjöllum. Enn er rafmagnslaust í Vík og í Mýrdal. Tveir straurar brotnuðu í Víkurlínu og eru rafmagninu skammtað í Vík. Íbúar eru beðnir um að spara rafmagn. Rafmagnslaust er við Þingvallavatn frá Miðfelli og að Mjóanesi. Þá er rafmagnslaust í Holtum, Landsveit og upp með Heklubæjum. Einnig er rafmagnslaust á nokkrum bæjum í Landeyjum þar sem 27 rafmagnsstaurar brotnuðu í óveðrinu. Einnig er rafmagnslaust í innsta hluta Fljótshlíðar og inn í Þórsmörk. Línan á milli Kirkjubæjarklausturs og Víkur er úti en þar með er rafmagnslaust í Álftaveri, Meðallandi og hluta Skaftártungna. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir von á frekari truflunum þegar líða tekur á daginn. Útlit sé fyrir eldingaveðri á sunnanverðu landinu en því fylgir alltaf möguleg hætta á niðurslætti lína. Austurland Rafmagnslaust hefur verið í sveitarfélaginu Hornafirði vegna truflunar í flutningskerfinu. Búið er að koma rafmagni á Höfn eftir margra klukkustunda rafmagnsleysi. Enn er unnið að því að koma rafmagni á sveitirnar. Norðurland Á Norðurlandi er einn bær í Miðfirði rafmagnslaus og verður farið í viðgerð um leið og aðstæður leyfa. Vesturland Tvær truflanir eru í gangi á Vesturlandi. Álma að Húsafelli er úti þar sem tvær slár brotnuðu. Hvalfjarðarlína er úti og norðurhluti Hvalfjarðar og Svínadalur er án rafmagns. Mikil selta og hvassviðri er á svæðinu. Við tökum fagnandi á móti ábendingum, ljósmyndum, myndböndum og frásögnum af rafmagnsleysinu á ritstjórnarpóstinum okkar (ritstjorn@visir.is). Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Óveðursvaktin: Strætóskýli fjúka og sjór gengur á land Vonskuveður er nú víða um landið en rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir sunnanvert landið. 14. febrúar 2020 06:00 Rafmagnstruflanir víða Eitthvað hefur verið um rafmagnsbilanir undir Eyjafjöllum, á Rangárvöllum, í Vík og Mýrdal, Biskupstungum í Hvalfirði og Húsafelli. 14. febrúar 2020 06:56 Óveður skollið á í borginni Óveðrið sem spáð hefur verið á höfuðborgarsvæðinu er farið að segja til sín. Verulega fór að bæta í vind um klukkan þrjú í nótt en veðurspáin gerir ráð fyrir vindhraða á bilinu 20-30 m/sek í borginni og mun veðrið verða verst í efri byggðum. 14. febrúar 2020 04:35 Óveðrið gengið inn á Vestmannaeyjar Það sem af lifir nætur hefur lögreglan í Vestmannaeyjum sinnt fimm óveðursútköllum en mikið hefur bætt í vind eftir miðnætti. Klukkan tvö var meðal vindur í 39 m/sek og 48 m/sek í sterkustu hviðunum. 14. febrúar 2020 02:59 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Óveðrið hefur sett raforkukerfi landsins úr skorðum. Þannig liggja nokkrar línur Landsnets úti og yfir 5.700 notendur Rarik hafa orðið fyrir barðinu á rafmagnstruflunum. Erfitt hefur reynst fyrir vinnuflokka Rarik að athafna sig vegna veðurhamsins. Rarik birti nýjustu upplýsingar um stöðu mála klukkan 13:30. Suðurland Rafmagnstruflanirnar eru umfangsmiklar sunnan til á landinu, þar sem óveðrið gekk fyrst á land. Á Suðurlandi eru truflanir á átta stöðum og rafmagnslaust er á nokkrum bæjum undir Eyjafjöllum. Enn er rafmagnslaust í Vík og í Mýrdal. Tveir straurar brotnuðu í Víkurlínu og eru rafmagninu skammtað í Vík. Íbúar eru beðnir um að spara rafmagn. Rafmagnslaust er við Þingvallavatn frá Miðfelli og að Mjóanesi. Þá er rafmagnslaust í Holtum, Landsveit og upp með Heklubæjum. Einnig er rafmagnslaust á nokkrum bæjum í Landeyjum þar sem 27 rafmagnsstaurar brotnuðu í óveðrinu. Einnig er rafmagnslaust í innsta hluta Fljótshlíðar og inn í Þórsmörk. Línan á milli Kirkjubæjarklausturs og Víkur er úti en þar með er rafmagnslaust í Álftaveri, Meðallandi og hluta Skaftártungna. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir von á frekari truflunum þegar líða tekur á daginn. Útlit sé fyrir eldingaveðri á sunnanverðu landinu en því fylgir alltaf möguleg hætta á niðurslætti lína. Austurland Rafmagnslaust hefur verið í sveitarfélaginu Hornafirði vegna truflunar í flutningskerfinu. Búið er að koma rafmagni á Höfn eftir margra klukkustunda rafmagnsleysi. Enn er unnið að því að koma rafmagni á sveitirnar. Norðurland Á Norðurlandi er einn bær í Miðfirði rafmagnslaus og verður farið í viðgerð um leið og aðstæður leyfa. Vesturland Tvær truflanir eru í gangi á Vesturlandi. Álma að Húsafelli er úti þar sem tvær slár brotnuðu. Hvalfjarðarlína er úti og norðurhluti Hvalfjarðar og Svínadalur er án rafmagns. Mikil selta og hvassviðri er á svæðinu. Við tökum fagnandi á móti ábendingum, ljósmyndum, myndböndum og frásögnum af rafmagnsleysinu á ritstjórnarpóstinum okkar (ritstjorn@visir.is).
Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Óveðursvaktin: Strætóskýli fjúka og sjór gengur á land Vonskuveður er nú víða um landið en rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir sunnanvert landið. 14. febrúar 2020 06:00 Rafmagnstruflanir víða Eitthvað hefur verið um rafmagnsbilanir undir Eyjafjöllum, á Rangárvöllum, í Vík og Mýrdal, Biskupstungum í Hvalfirði og Húsafelli. 14. febrúar 2020 06:56 Óveður skollið á í borginni Óveðrið sem spáð hefur verið á höfuðborgarsvæðinu er farið að segja til sín. Verulega fór að bæta í vind um klukkan þrjú í nótt en veðurspáin gerir ráð fyrir vindhraða á bilinu 20-30 m/sek í borginni og mun veðrið verða verst í efri byggðum. 14. febrúar 2020 04:35 Óveðrið gengið inn á Vestmannaeyjar Það sem af lifir nætur hefur lögreglan í Vestmannaeyjum sinnt fimm óveðursútköllum en mikið hefur bætt í vind eftir miðnætti. Klukkan tvö var meðal vindur í 39 m/sek og 48 m/sek í sterkustu hviðunum. 14. febrúar 2020 02:59 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Óveðursvaktin: Strætóskýli fjúka og sjór gengur á land Vonskuveður er nú víða um landið en rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir sunnanvert landið. 14. febrúar 2020 06:00
Rafmagnstruflanir víða Eitthvað hefur verið um rafmagnsbilanir undir Eyjafjöllum, á Rangárvöllum, í Vík og Mýrdal, Biskupstungum í Hvalfirði og Húsafelli. 14. febrúar 2020 06:56
Óveður skollið á í borginni Óveðrið sem spáð hefur verið á höfuðborgarsvæðinu er farið að segja til sín. Verulega fór að bæta í vind um klukkan þrjú í nótt en veðurspáin gerir ráð fyrir vindhraða á bilinu 20-30 m/sek í borginni og mun veðrið verða verst í efri byggðum. 14. febrúar 2020 04:35
Óveðrið gengið inn á Vestmannaeyjar Það sem af lifir nætur hefur lögreglan í Vestmannaeyjum sinnt fimm óveðursútköllum en mikið hefur bætt í vind eftir miðnætti. Klukkan tvö var meðal vindur í 39 m/sek og 48 m/sek í sterkustu hviðunum. 14. febrúar 2020 02:59