Enn gustar um dómsmálaráðuneyti eftir stormasama viku Kjartan Kjartansson skrifar 15. febrúar 2020 10:09 Barr dómsmálaráðherra hefur gefið misvísandi skilaboð um hvort hann gangi pólitískra erinda Trump forseta með athöfnum sínum undanfarna daga. AP/Susan Walsh Frekari inngrip bandaríska dómsmálaráðuneytisins í mál bandamanna Donalds Trump forseta og fréttir af pólitískt eldfimum rannsóknum kynntu enn undir umræðu um sjálfstæði ráðuneytisins gagnvart þrýstingi forsetans í gær. Ráðuneytið hefur staðið í ströngu í vikunni og setti ráðherra þess meðal annars ofan í við Trump vegna sífelldra tísta forsetans um ráðuneytið og sakamál sem það rekur. Sjálfstæði dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna hefur verið til mikillar umræðu vestanhafs í vikunni eftir að fjórir alríkissaksóknarar sögðu sig frá máli Rogers Stone, vinar og ráðgjafa Trump forseta, á þriðjudag. Afsagnirnar komu eftir að dómsmálaráðuneytið tók fram fyrir hendurnar á þeim og mildaði refsikröfu yfir Stone sem var sakfelldur fyrir meinsæri, hótanir gegn vitni og að hindra framgang réttvísinnar í nóvember. Tímasetning þeirrar ákvörðunar vakti sérstaka athygli þar sem Trump forseti hafði tíst um hversu „ósanngjörn“ refsikrafan yfir Stone væri aðeins nokkrum klukkustundum áður en greint var frá inngripi ráðuneytisins í málið. William Barr, dómsmálaráðherra, setti ofan í við Trump í sjónvarpsviðtali á fimmtudag og sagði forsetann gera sér ómögulegt að vinna vinnuna sína með tístum um störf saksóknara, dómara og kviðdómenda. Hann myndi ekki láta undan þrýstingi neins, hvorki forsetans né annarra. Trump tísti í gærmorgun og áskildi sér ótvíræðan rétt til að skipta sér af sakamálum. Michael Flynn sagði rússneskum sendiherra að bregðast ekki við refsiaðgerðum Obama-stjórnarinnar áður en Trump var tekinn við sem forseti. Hann laug síðar að alríkislögreglunni um samskiptin við sendiherrann.AP/Carolyn Kaster Endurskoða mál fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Fréttir gærdagsins af nokkrum málum sem ráðuneytið hefur haft á sinni könnu gerðu ekkert til að lægja öldurnar. Greint var frá því í New York Times að Barr dómsmálaráðherra hefði falið utanaðkomandi lögfræðingum að endurskoða mál gegn Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, með það fyrir augum að taka mögulega fram fyrir hendurnar á saksóknurum ráðuneytisins. Flynn játaði sig upphaflega sekan af því að hafa logið um samskipti sín við rússneskan sendiherra áður en Trump tók við sem forseti í janúar árið 2017. Trump hefur ítrekað gagnrýnt málatilbúnaðinn gegn Flynn og bað James Comey, þáverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, meðal annars um að láta málið falla niður árið 2017, að sögn Comey sjálfs. Trump rak síðar Comey sem varð til þess að dómsmálaráðuneytið skipaði Robert Mueller sérstakan rannsakanda sinn á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Síðar dró Flynn játningu sína til baka og hefur lögmaður hans sett fram alls kyns órökstuddar ásakanir um meint misferli saksóknara og skrifað Barr ráðherra bréf til að hvetja hann til að grípa inn í. Dómarinn í málinu hefur hafnað þeim rökum. Saksóknararnir sóttust fyrst eftir allt að sex mánaða fangelsi yfir Flynn en milduðu þá kröfu síðar. Andrew McCabe, fyrrverandi aðstoðarforstjóri FBI.AP/Alex Brandon Tíður skotspónn forsetans verður ekki ákærður Einnig í gær bárust fréttir af því að dómsmálaráðuneytið hefði tjáð Andrew McCabe, fyrrverandi aðstoðarforstjóra FBI, að hann yrði ekki ákærður fyrir að greina rannsakendum ekki satt frá samskiptum hans við blaðamenn. Rannsókn á leka til fjölmiðla um tölvupóstmál Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra, hafði staðið yfir í tvö ár. McCabe var talinn hafa lekið upplýsingum um rannsóknina til blaðamanna og svo logið að rannsakendum innri endurskoðanda ráðuneytisins um samskiptin. McCabe hefur hafnað því algerlega að hafa viljandi afvegaleitt rannsakendurna. McCabe tók tímabundið við stjórn FBI eftir að Trump rak Comey í maí árið 2017 og það var hann sem gaf vilyrði fyrir því að rannsókn hæfist á því hvort að Trump hefði reynt að hindra framgang rannsóknarinnar á framboði hans. Vegna þess var McCabe ítrekað skotspónn forsetans. Trump lét reka McCabe aðeins degi áður en hann ætlaði sjálfur að láta af störfum. Tímasetningin brottrekstursins þýddi að McCabe missti eftirlaunarétt sem hann hefði unnið sér inn hefði hann hætt degi síðar. Líklegt er að lyktir rannsóknarinnar á McCabe eigi eftir að reita Trump forseta til reiði. New York Times segir þó að tíðar árásir hans á dómsmálaráðuneytið og McCabe hafi torveldað mögulega saksókn gegn fyrrverandi aðstoðarforstjóranum. Giuliani er til rannsóknar hjá saksóknurum í New York vegna athafna hans í Úkraínu. Trump forseti fól honum að reka skuggautanríkisstefnu gagnvart Úkraínu sem miðaði að því að knýja pólitískan greiða út úr þarlendum stjórnvöldum.AP/Andrew Harnik Rannsaka Giuliani en taka við upplýsingum frá honum á sama tíma Ofan á mál Flynn og McCabe hjá dómsmálaráðuneytinu bættist að Washington Post greindi frá því að alríkissaksóknarar í New York hefðu haldið áfram að rannsaka Rudy Giuliani, persónulegan lögmann Trump, og tvo fyrrverandi samverkamenn hans eftir að réttarhöldum yfir Trump vegna meintra embættisbrota lauk með sýknu í síðustu viku. Giuliani var í hringiðu réttarhalda Bandaríkjaþings yfir Trump fyrir meint embættisbrot. Þeir Trump reyndu um fjölda mánaða skeið að fá úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka pólitískan keppinaut forsetans. Vegna þess kærði fulltrúadeild þingsins Trump fyrir að hafa misbeitt valdi sínu. Rannsóknin í New York er meðal annars sögð beinast að umsvifum Giuliani í Úkraínu. Washington Post segir að saksóknararnir hafi rætt við vitni og sóst eftir upplýsingum um Marie Yovanovitch, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Kænugarði, sem Giuliani og þáverandi samverkamenn eru sakaðir um að hafa rutt úr vegi í fyrra. Yovanovitch bar vitni við rannsókn þingsins um að hún hafi talið að Giuliani og félagar hafi litið á hana sem ljón í vegi viðskiptahagsmuna þeirra í Úkraínu. Á sama tíma og saksóknarar sem heyra undir dómsmálaráðuneytið rannsaka lögmann forsetans hefur Barr ráðherra sagt opinberlega að ráðuneytið hafi komið á fót formlegu ferli til að taka við upplýsingum sem Giuliani hefur haldið fram að hann hafi aflað um meint misferli Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegs keppinauts Trump í forsetakosningum á þessu ári, í Úkraínu. Giuliani hefur sett fram ásakanir um spillingu á hendur Biden sem lítill fótur virðist hafa verið fyrir og byggja á fullyrðingum úkraínskra saksóknara sem vestræn ríki hafa sakað um að vera spilltir sjálfir. Barr er sagður hafa verið upplýstur um rannsóknina á Giuliani og félögum skömmu eftir að hann tók við embætti í fyrra. Óljóst er hvort eða hversu mikið hann hafi skipt sér af gangi rannsóknarinnar. Washington Post segir að Barr hafi varað Trump forseta við því að Giuliani væri dragbítur á honum í fyrra. Réttað verður yfir fyrrverandi samverkamönnum Giuliani, þeim Lev Parnas og Igor Fruman, í október. Þeir, ásamt tveimur viðskiptafélögum þeirra, eru sakaðir um að hafa haft milligöngu um ólögleg erlend fjárframlög til bandarískra stjórnmálaframboða. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Úkraína Tengdar fréttir Ráðherra segir Trump gera honum starfið ómögulegt Óvænt gagnrýni dómsmálaráðherrans á Trump forseta fór ekki fyrir brjóstið á forsetanum, að sögn Hvíta hússins. 14. febrúar 2020 10:30 Saksóknarar sögðu sig frá máli vinar Trump eftir inngrip dómsmálaráðuneytis Dómsmálaráðuneyti Trump stytti upphaflega kröfu saksóknara um refsingu yfir vini Trump forseta um meira en helming stuttu eftir að forsetinn tísti vanþóknun sinni á kröfunni. 12. febrúar 2020 10:56 Mun svara fyrir inngrip dómsmálaráðuneytisins William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur samþykkt að mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna vegna inngrips dómsmálaráðuneytisins í mál gegn vini og bandamanni Donalds Trump forseta í kjölfar þess að forsetinn gagnrýndi málareksturinn gegn honum. 12. febrúar 2020 22:30 Saksóknarar uggandi yfir pólitískum þrýstingi frá Trump Ákvörðun bandaríska dómsmálaráðuneytisins um að taka fram fyrir hendurnar á saksóknurum í dómsmáli gegn vini Trump forseta dregur dilk á eftir sér. 13. febrúar 2020 11:00 Trump áskilur sér rétt til að skipta sér af sakamálum Þrátt fyrir opinbera hvatningu hans eigin dómsmálaráðherra um að hann hætti að tísta um sakamál tísti Trump forseti enn um dómsmálaráðuneytið og meðferð sakamála í morgun. 14. febrúar 2020 15:45 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Fleiri fréttir Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Sjá meira
Frekari inngrip bandaríska dómsmálaráðuneytisins í mál bandamanna Donalds Trump forseta og fréttir af pólitískt eldfimum rannsóknum kynntu enn undir umræðu um sjálfstæði ráðuneytisins gagnvart þrýstingi forsetans í gær. Ráðuneytið hefur staðið í ströngu í vikunni og setti ráðherra þess meðal annars ofan í við Trump vegna sífelldra tísta forsetans um ráðuneytið og sakamál sem það rekur. Sjálfstæði dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna hefur verið til mikillar umræðu vestanhafs í vikunni eftir að fjórir alríkissaksóknarar sögðu sig frá máli Rogers Stone, vinar og ráðgjafa Trump forseta, á þriðjudag. Afsagnirnar komu eftir að dómsmálaráðuneytið tók fram fyrir hendurnar á þeim og mildaði refsikröfu yfir Stone sem var sakfelldur fyrir meinsæri, hótanir gegn vitni og að hindra framgang réttvísinnar í nóvember. Tímasetning þeirrar ákvörðunar vakti sérstaka athygli þar sem Trump forseti hafði tíst um hversu „ósanngjörn“ refsikrafan yfir Stone væri aðeins nokkrum klukkustundum áður en greint var frá inngripi ráðuneytisins í málið. William Barr, dómsmálaráðherra, setti ofan í við Trump í sjónvarpsviðtali á fimmtudag og sagði forsetann gera sér ómögulegt að vinna vinnuna sína með tístum um störf saksóknara, dómara og kviðdómenda. Hann myndi ekki láta undan þrýstingi neins, hvorki forsetans né annarra. Trump tísti í gærmorgun og áskildi sér ótvíræðan rétt til að skipta sér af sakamálum. Michael Flynn sagði rússneskum sendiherra að bregðast ekki við refsiaðgerðum Obama-stjórnarinnar áður en Trump var tekinn við sem forseti. Hann laug síðar að alríkislögreglunni um samskiptin við sendiherrann.AP/Carolyn Kaster Endurskoða mál fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Fréttir gærdagsins af nokkrum málum sem ráðuneytið hefur haft á sinni könnu gerðu ekkert til að lægja öldurnar. Greint var frá því í New York Times að Barr dómsmálaráðherra hefði falið utanaðkomandi lögfræðingum að endurskoða mál gegn Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, með það fyrir augum að taka mögulega fram fyrir hendurnar á saksóknurum ráðuneytisins. Flynn játaði sig upphaflega sekan af því að hafa logið um samskipti sín við rússneskan sendiherra áður en Trump tók við sem forseti í janúar árið 2017. Trump hefur ítrekað gagnrýnt málatilbúnaðinn gegn Flynn og bað James Comey, þáverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, meðal annars um að láta málið falla niður árið 2017, að sögn Comey sjálfs. Trump rak síðar Comey sem varð til þess að dómsmálaráðuneytið skipaði Robert Mueller sérstakan rannsakanda sinn á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Síðar dró Flynn játningu sína til baka og hefur lögmaður hans sett fram alls kyns órökstuddar ásakanir um meint misferli saksóknara og skrifað Barr ráðherra bréf til að hvetja hann til að grípa inn í. Dómarinn í málinu hefur hafnað þeim rökum. Saksóknararnir sóttust fyrst eftir allt að sex mánaða fangelsi yfir Flynn en milduðu þá kröfu síðar. Andrew McCabe, fyrrverandi aðstoðarforstjóri FBI.AP/Alex Brandon Tíður skotspónn forsetans verður ekki ákærður Einnig í gær bárust fréttir af því að dómsmálaráðuneytið hefði tjáð Andrew McCabe, fyrrverandi aðstoðarforstjóra FBI, að hann yrði ekki ákærður fyrir að greina rannsakendum ekki satt frá samskiptum hans við blaðamenn. Rannsókn á leka til fjölmiðla um tölvupóstmál Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra, hafði staðið yfir í tvö ár. McCabe var talinn hafa lekið upplýsingum um rannsóknina til blaðamanna og svo logið að rannsakendum innri endurskoðanda ráðuneytisins um samskiptin. McCabe hefur hafnað því algerlega að hafa viljandi afvegaleitt rannsakendurna. McCabe tók tímabundið við stjórn FBI eftir að Trump rak Comey í maí árið 2017 og það var hann sem gaf vilyrði fyrir því að rannsókn hæfist á því hvort að Trump hefði reynt að hindra framgang rannsóknarinnar á framboði hans. Vegna þess var McCabe ítrekað skotspónn forsetans. Trump lét reka McCabe aðeins degi áður en hann ætlaði sjálfur að láta af störfum. Tímasetningin brottrekstursins þýddi að McCabe missti eftirlaunarétt sem hann hefði unnið sér inn hefði hann hætt degi síðar. Líklegt er að lyktir rannsóknarinnar á McCabe eigi eftir að reita Trump forseta til reiði. New York Times segir þó að tíðar árásir hans á dómsmálaráðuneytið og McCabe hafi torveldað mögulega saksókn gegn fyrrverandi aðstoðarforstjóranum. Giuliani er til rannsóknar hjá saksóknurum í New York vegna athafna hans í Úkraínu. Trump forseti fól honum að reka skuggautanríkisstefnu gagnvart Úkraínu sem miðaði að því að knýja pólitískan greiða út úr þarlendum stjórnvöldum.AP/Andrew Harnik Rannsaka Giuliani en taka við upplýsingum frá honum á sama tíma Ofan á mál Flynn og McCabe hjá dómsmálaráðuneytinu bættist að Washington Post greindi frá því að alríkissaksóknarar í New York hefðu haldið áfram að rannsaka Rudy Giuliani, persónulegan lögmann Trump, og tvo fyrrverandi samverkamenn hans eftir að réttarhöldum yfir Trump vegna meintra embættisbrota lauk með sýknu í síðustu viku. Giuliani var í hringiðu réttarhalda Bandaríkjaþings yfir Trump fyrir meint embættisbrot. Þeir Trump reyndu um fjölda mánaða skeið að fá úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka pólitískan keppinaut forsetans. Vegna þess kærði fulltrúadeild þingsins Trump fyrir að hafa misbeitt valdi sínu. Rannsóknin í New York er meðal annars sögð beinast að umsvifum Giuliani í Úkraínu. Washington Post segir að saksóknararnir hafi rætt við vitni og sóst eftir upplýsingum um Marie Yovanovitch, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Kænugarði, sem Giuliani og þáverandi samverkamenn eru sakaðir um að hafa rutt úr vegi í fyrra. Yovanovitch bar vitni við rannsókn þingsins um að hún hafi talið að Giuliani og félagar hafi litið á hana sem ljón í vegi viðskiptahagsmuna þeirra í Úkraínu. Á sama tíma og saksóknarar sem heyra undir dómsmálaráðuneytið rannsaka lögmann forsetans hefur Barr ráðherra sagt opinberlega að ráðuneytið hafi komið á fót formlegu ferli til að taka við upplýsingum sem Giuliani hefur haldið fram að hann hafi aflað um meint misferli Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegs keppinauts Trump í forsetakosningum á þessu ári, í Úkraínu. Giuliani hefur sett fram ásakanir um spillingu á hendur Biden sem lítill fótur virðist hafa verið fyrir og byggja á fullyrðingum úkraínskra saksóknara sem vestræn ríki hafa sakað um að vera spilltir sjálfir. Barr er sagður hafa verið upplýstur um rannsóknina á Giuliani og félögum skömmu eftir að hann tók við embætti í fyrra. Óljóst er hvort eða hversu mikið hann hafi skipt sér af gangi rannsóknarinnar. Washington Post segir að Barr hafi varað Trump forseta við því að Giuliani væri dragbítur á honum í fyrra. Réttað verður yfir fyrrverandi samverkamönnum Giuliani, þeim Lev Parnas og Igor Fruman, í október. Þeir, ásamt tveimur viðskiptafélögum þeirra, eru sakaðir um að hafa haft milligöngu um ólögleg erlend fjárframlög til bandarískra stjórnmálaframboða.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Úkraína Tengdar fréttir Ráðherra segir Trump gera honum starfið ómögulegt Óvænt gagnrýni dómsmálaráðherrans á Trump forseta fór ekki fyrir brjóstið á forsetanum, að sögn Hvíta hússins. 14. febrúar 2020 10:30 Saksóknarar sögðu sig frá máli vinar Trump eftir inngrip dómsmálaráðuneytis Dómsmálaráðuneyti Trump stytti upphaflega kröfu saksóknara um refsingu yfir vini Trump forseta um meira en helming stuttu eftir að forsetinn tísti vanþóknun sinni á kröfunni. 12. febrúar 2020 10:56 Mun svara fyrir inngrip dómsmálaráðuneytisins William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur samþykkt að mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna vegna inngrips dómsmálaráðuneytisins í mál gegn vini og bandamanni Donalds Trump forseta í kjölfar þess að forsetinn gagnrýndi málareksturinn gegn honum. 12. febrúar 2020 22:30 Saksóknarar uggandi yfir pólitískum þrýstingi frá Trump Ákvörðun bandaríska dómsmálaráðuneytisins um að taka fram fyrir hendurnar á saksóknurum í dómsmáli gegn vini Trump forseta dregur dilk á eftir sér. 13. febrúar 2020 11:00 Trump áskilur sér rétt til að skipta sér af sakamálum Þrátt fyrir opinbera hvatningu hans eigin dómsmálaráðherra um að hann hætti að tísta um sakamál tísti Trump forseti enn um dómsmálaráðuneytið og meðferð sakamála í morgun. 14. febrúar 2020 15:45 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Fleiri fréttir Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Sjá meira
Ráðherra segir Trump gera honum starfið ómögulegt Óvænt gagnrýni dómsmálaráðherrans á Trump forseta fór ekki fyrir brjóstið á forsetanum, að sögn Hvíta hússins. 14. febrúar 2020 10:30
Saksóknarar sögðu sig frá máli vinar Trump eftir inngrip dómsmálaráðuneytis Dómsmálaráðuneyti Trump stytti upphaflega kröfu saksóknara um refsingu yfir vini Trump forseta um meira en helming stuttu eftir að forsetinn tísti vanþóknun sinni á kröfunni. 12. febrúar 2020 10:56
Mun svara fyrir inngrip dómsmálaráðuneytisins William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur samþykkt að mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna vegna inngrips dómsmálaráðuneytisins í mál gegn vini og bandamanni Donalds Trump forseta í kjölfar þess að forsetinn gagnrýndi málareksturinn gegn honum. 12. febrúar 2020 22:30
Saksóknarar uggandi yfir pólitískum þrýstingi frá Trump Ákvörðun bandaríska dómsmálaráðuneytisins um að taka fram fyrir hendurnar á saksóknurum í dómsmáli gegn vini Trump forseta dregur dilk á eftir sér. 13. febrúar 2020 11:00
Trump áskilur sér rétt til að skipta sér af sakamálum Þrátt fyrir opinbera hvatningu hans eigin dómsmálaráðherra um að hann hætti að tísta um sakamál tísti Trump forseti enn um dómsmálaráðuneytið og meðferð sakamála í morgun. 14. febrúar 2020 15:45