Segir félagsmenn BSRB búna að fá nóg Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. febrúar 2020 12:00 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB segir félagsmenn vilja grípa til aðgerða í kjaradeilunni við Ríkið. Vísir/Vilhelm Átján þúsund starfsmenn hins opinberra hjá BSRB greiða atkvæði um verkfallsboðun næsta mánudag og stendur atkvæðagreiðslan til miðvikudags. Boðaðar aðgerðir eru tvískiptar. Annars vegar verða verkföll hjá þorra félagsmanna hjá ríki, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg á ákveðnum dögum. Hins vegar verða ákveðnir hópar í ótímabundnu verkfalli frá og með 9. mars. Ótímabundið allsherjarverkfall allra félagsmanna mun svo hefjast þann 15. apríl, takist samningar ekki fyrir þann tíma. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir þolinmæði félagsmanna á þrotum. „Við vísuðum deilunni til ríkissáttasemjar í byrjun september og fljótlega eftir það tókst okkur að ganga frá áfanga um styttingu vinnuvikunnar í dagvinnu. Það eru fjórir mánuðir síðan við gengum frá einu af stóru málunum okkar og nú er enn bið eftir mörgum af stærstu málum,“ segir Sonja. Sambærilegar kröfur og í lífskjarasamningnum Sonja segir að kröfur félagsmanna séu sambærilegar og þær sem samið var um í lífskjarasamingum síðasta vor. „Launaliðurinn er hjá sjálfum aðildarfélögunum og flest þeirra eru með sambærilegar kröfur eins og samið var um í lífskjarasamningnum. Aðstæður eru ólíkar milli almenna og opinberra vinnumarkaðarins. En meðal þess sem við eigum eftir að klára er stytting vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki, jöfnun launa milli markaða og svo erum við að fara fram á launaþróunartryggingu.Það hefur verið ágreiningur milli samningsaðila varðandi launaliðinn sem hefur komið okkur verulega á óvart. Því við töldum sjálfsagt að við tækjum taxtalaunaða hækkun eins og samið var um á almenna vinnumarkaðnum uppá 90 þúsund krónur. Svo erum við með stéttir sem eru að fara fram á launaleiðréttingu ,“ segir Sonja. Verkfallsaðgerðir yfirvofandi Sonja segir allt benda til verkfallsaðgerða verði ekki samið fyrir þann tíma. „Aðildarfélögin hafa á undanförnum vikum átt í miklum samtali við sitt bakland og Sameyki hefur framkvæmt könnun þar sem um 90% félagsmanna töldu að það ætti að grípa til aðgerða. Og í samtali við önnur aðildarfélög hefur komið skýrt fram að það eru allir á því að það þurfi að grípa til aðgerða. Fólk telur að það sé komið nóg. Það eru ellefu mánuðir síðan kjarasamninar losnuðu og fólk vill einfaldlega fara að sjá til lands,“ segir Sonja. Kjaramál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Sjá meira
Átján þúsund starfsmenn hins opinberra hjá BSRB greiða atkvæði um verkfallsboðun næsta mánudag og stendur atkvæðagreiðslan til miðvikudags. Boðaðar aðgerðir eru tvískiptar. Annars vegar verða verkföll hjá þorra félagsmanna hjá ríki, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg á ákveðnum dögum. Hins vegar verða ákveðnir hópar í ótímabundnu verkfalli frá og með 9. mars. Ótímabundið allsherjarverkfall allra félagsmanna mun svo hefjast þann 15. apríl, takist samningar ekki fyrir þann tíma. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir þolinmæði félagsmanna á þrotum. „Við vísuðum deilunni til ríkissáttasemjar í byrjun september og fljótlega eftir það tókst okkur að ganga frá áfanga um styttingu vinnuvikunnar í dagvinnu. Það eru fjórir mánuðir síðan við gengum frá einu af stóru málunum okkar og nú er enn bið eftir mörgum af stærstu málum,“ segir Sonja. Sambærilegar kröfur og í lífskjarasamningnum Sonja segir að kröfur félagsmanna séu sambærilegar og þær sem samið var um í lífskjarasamingum síðasta vor. „Launaliðurinn er hjá sjálfum aðildarfélögunum og flest þeirra eru með sambærilegar kröfur eins og samið var um í lífskjarasamningnum. Aðstæður eru ólíkar milli almenna og opinberra vinnumarkaðarins. En meðal þess sem við eigum eftir að klára er stytting vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki, jöfnun launa milli markaða og svo erum við að fara fram á launaþróunartryggingu.Það hefur verið ágreiningur milli samningsaðila varðandi launaliðinn sem hefur komið okkur verulega á óvart. Því við töldum sjálfsagt að við tækjum taxtalaunaða hækkun eins og samið var um á almenna vinnumarkaðnum uppá 90 þúsund krónur. Svo erum við með stéttir sem eru að fara fram á launaleiðréttingu ,“ segir Sonja. Verkfallsaðgerðir yfirvofandi Sonja segir allt benda til verkfallsaðgerða verði ekki samið fyrir þann tíma. „Aðildarfélögin hafa á undanförnum vikum átt í miklum samtali við sitt bakland og Sameyki hefur framkvæmt könnun þar sem um 90% félagsmanna töldu að það ætti að grípa til aðgerða. Og í samtali við önnur aðildarfélög hefur komið skýrt fram að það eru allir á því að það þurfi að grípa til aðgerða. Fólk telur að það sé komið nóg. Það eru ellefu mánuðir síðan kjarasamninar losnuðu og fólk vill einfaldlega fara að sjá til lands,“ segir Sonja.
Kjaramál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Sjá meira