Ferðafólk hunsaði viðvaranir lögreglu um óveður á Sólheimasandi: Tóku fálega í upplýsingar um nýlegt banaslys Birgir Olgeirsson skrifar 15. febrúar 2020 12:00 Flugvélarflakið á Sólheimasandi. vísir/vilhelm Ferðamenn hafa tekið fálega í aðvörunarorð lögreglunnar í morgun um að leggja ekki á Sólheimasand vegna óveðurs. Björgunarsveitarmenn hafa verið sendir til að smala fólkinu af sandinum svo það verði sér ekki að voða. Gul veðurviðvörun er í gildi á svæðinu og veður orðið fremur slæmt. Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, átti leið þar framhjá fyrir hádegi í dag. Hann sá að mörgum bílum hafði verið lagt á bílastæðinu við Sólheimasand og ákvað að vara ferðamennina við því að fara að flugvélaflakinu á sandinum. „Ég sá þarna ungt par sem og sá þarna ungt par sem var að leggja af stað að flakinu. Ég talaði við fólkið og bað það vinsamlegast að fara ekki. Ég sagði þeim að það væru mjög hættulegar aðstæður og það væri stormur í aðsigi. Þau virtust taka því vel en stuttu síðar sá ég að þau voru lögð af stað. Ég sá margt fólk sem var að labba niður eftir, missandi húfur og trefla og átti erfitt með að fóta sig þarna á veginum. Það virtist ekki stoppa fólk að labba þarna niður eftir,“ segir Sigurður Sigurbjörnsson. Kínverskt par á þrítugsaldri varð úti á Sólheimasandi í janúar vegna veðurs. Sigurður tjáði unga parinu í dag frá því að par á þrítugsaldri hefði látist á sandinu vegna veðurs í janúar. „Ég tjáði þeim frá því. Þau tóku nokkuð fálega í þær upplýsingar fannst mér. Ég hélt að þau ætluðu að hætta við en þau hafa ákveðið að taka áhættuna.“ Hann segir mjög vont veður á svæðinu og ekkert vit í því að fólk sé úti á berangri. Sigurður ákvað því að óska eftir aðstoð björgunarsveitarinnar Víkverja til að smala fólki af Sólheimasandi svo það verði sér ekki að voða í veðrinu í dag. Hann telur að ríflega þrjátíu manns séu á svæðinu. „Já, ég óskaði eftir því að þeir færu þarna niður eftir og smöluðu fólki upp eftir. Núna meðan ég er að tala við þig þá þá er hérna fólk að stíga út úr bíl. Þar er ungt barn greinilega að fara að leggja af stað með foreldrum sínum og ég ætla að koma í veg fyrir það,“ segir Sigurður. Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Tvö lík fundust á Sólheimasandi Lík tveggja ferðamanna fundust á Sólheimasandi í dag og er talið að um par sé að ræða. 16. janúar 2020 15:19 150 metrar á milli kínverska parsins sem fannst látið á Sólheimasandi Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir líkfund á Sólheimasandi í dag óvenjulegan. 16. janúar 2020 18:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Ferðamenn hafa tekið fálega í aðvörunarorð lögreglunnar í morgun um að leggja ekki á Sólheimasand vegna óveðurs. Björgunarsveitarmenn hafa verið sendir til að smala fólkinu af sandinum svo það verði sér ekki að voða. Gul veðurviðvörun er í gildi á svæðinu og veður orðið fremur slæmt. Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, átti leið þar framhjá fyrir hádegi í dag. Hann sá að mörgum bílum hafði verið lagt á bílastæðinu við Sólheimasand og ákvað að vara ferðamennina við því að fara að flugvélaflakinu á sandinum. „Ég sá þarna ungt par sem og sá þarna ungt par sem var að leggja af stað að flakinu. Ég talaði við fólkið og bað það vinsamlegast að fara ekki. Ég sagði þeim að það væru mjög hættulegar aðstæður og það væri stormur í aðsigi. Þau virtust taka því vel en stuttu síðar sá ég að þau voru lögð af stað. Ég sá margt fólk sem var að labba niður eftir, missandi húfur og trefla og átti erfitt með að fóta sig þarna á veginum. Það virtist ekki stoppa fólk að labba þarna niður eftir,“ segir Sigurður Sigurbjörnsson. Kínverskt par á þrítugsaldri varð úti á Sólheimasandi í janúar vegna veðurs. Sigurður tjáði unga parinu í dag frá því að par á þrítugsaldri hefði látist á sandinu vegna veðurs í janúar. „Ég tjáði þeim frá því. Þau tóku nokkuð fálega í þær upplýsingar fannst mér. Ég hélt að þau ætluðu að hætta við en þau hafa ákveðið að taka áhættuna.“ Hann segir mjög vont veður á svæðinu og ekkert vit í því að fólk sé úti á berangri. Sigurður ákvað því að óska eftir aðstoð björgunarsveitarinnar Víkverja til að smala fólki af Sólheimasandi svo það verði sér ekki að voða í veðrinu í dag. Hann telur að ríflega þrjátíu manns séu á svæðinu. „Já, ég óskaði eftir því að þeir færu þarna niður eftir og smöluðu fólki upp eftir. Núna meðan ég er að tala við þig þá þá er hérna fólk að stíga út úr bíl. Þar er ungt barn greinilega að fara að leggja af stað með foreldrum sínum og ég ætla að koma í veg fyrir það,“ segir Sigurður.
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Tvö lík fundust á Sólheimasandi Lík tveggja ferðamanna fundust á Sólheimasandi í dag og er talið að um par sé að ræða. 16. janúar 2020 15:19 150 metrar á milli kínverska parsins sem fannst látið á Sólheimasandi Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir líkfund á Sólheimasandi í dag óvenjulegan. 16. janúar 2020 18:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Tvö lík fundust á Sólheimasandi Lík tveggja ferðamanna fundust á Sólheimasandi í dag og er talið að um par sé að ræða. 16. janúar 2020 15:19
150 metrar á milli kínverska parsins sem fannst látið á Sólheimasandi Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir líkfund á Sólheimasandi í dag óvenjulegan. 16. janúar 2020 18:01
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent