Átján tonna súrheysturn lagðist saman í rokinu í Landeyjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. febrúar 2020 18:30 Magnús á Minna Hofi við hlöðuna og fjárhúsið á bænum, sem stórskemmdist í óveðrinu í gær. Vísir/Magnús Hlynur Tiltekt hefur staðið yfir víða á Suðurlandi í dag eftir óveður gærdagsins. Hlaða á bæ á Rangárvöllum splundraðist meðal annars og átján tonna súrheysturn skemmdist í Landeyjunum. Þá brotnuðu margir rafmagnsstaurar í veðrinu. Gular viðvaranir eru í gildi fyrir þrjá landshluta.Bændurnir á Minna Hofi á Rangárvöllum mættu um leið og birti í morgun til að taka til eftir óveðrið en hlaðan þar við gamalt fjárhús hrundi, auk þess sem gaflinn úr fjárhúsinu fór úr í vindinum.„Hlaðan er náttúrulega algjörlega farin nema veggstubbarnir, rokið hreinsaði ofan af henni og gaflinn úr fjárhúsinu“, segir Magnús Ingvarsson á Minna Hofi.Á bænum eru nokkrar kindur. „Já, við erum með einhverjar þrjátíu kindur hérna, hobbý dæmi. Þær voru náttúrulega frekar hissa á þessum látur, það voru sem betur fer bara tvær veturgamlar inn í þessu húsi, þær fundust undir járnabrakinu en það er allt í lagi með þær“, bætir Magnús við.Fjölmargir rafmagnsstaurar skammt austan við Hvolsvöll brotnuðu í veðrinu og tekur eflaust einhvern tíma að skipta þeim út fyrir nýja. Elvar við súrheysturninn eftir að hann var felldur í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Það gekk mikið á í veðrinu á bænum Skíðbakka II í Austur – Landeyjum þegar súrheysturn skemmdist. Turninn var felldur í morgun. Það var tilkomu mikið að sjá þegar turninn féll til jarðar, 18 tonn á þyngd, 21 metir á hæð og 35 ára gamall, en það voru starfsmenn Þjótanda á Hellu sem toguðu turninn niður með hjólagröfu. „Undir það síðasta hefur hann bara verið fjarskiptamastur en svo höfum við verið með korn í honum og það var alveg inn í myndinni að halda því áfram að nota hann, sem korngeymslu en auðvitað var hann upphaflega heyturn“, segir Elvar Eyvindsson, bóndi. Elvar þakkar því að það varð ekki meira tjón á bænum í gær hversu mikið af trjám og skjólbeltum er í kringum bæinn, sem gáfu gott skjól. „Það er ótrúlegt að við skulum ekki gera meira af því að rækta tré og skjól. Ég held að það væri almannavarnarmál að hafa almennilegt skjól“, segir Elvar. Óveður 14. febrúar 2020 Rangárþing eystra Rangárþing ytra Veður Tengdar fréttir Varað við auknum líkum á sjávarflóðum Gular veðurviðvaranir taka gildi fyrir Vestfirði, Suður- og Suðausturland í kringum hádegi í dag. 15. febrúar 2020 07:45 Ferðafólk hunsaði viðvaranir lögreglu um óveður á Sólheimasandi: Tóku fálega í upplýsingar um nýlegt banaslys Björgunarsveitarmenn hafa verið sendir til að smala fólkinu af sandinum svo það verði sér ekki að voða. 15. febrúar 2020 12:00 Íbúar á hluta Suðurlands beðnir um að spara rafmagn Bilun er í línu Landsnets og af þeim sökum eru íbúar austan Þjórsár beðnir um að fara sparlega með rafmagn. Á sjötta þúsund heimili og vinnustaðir misstu rafmagn vegna óveðursins í gær. 15. febrúar 2020 11:07 Rennsli orðið eðlilegt í Skógafossi Svæðið við Skógafoss var rýmt síðdegis í gær vegna mögulegrar krapastíflu fyrir ofan fossinn. 15. febrúar 2020 16:00 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Sjá meira
Tiltekt hefur staðið yfir víða á Suðurlandi í dag eftir óveður gærdagsins. Hlaða á bæ á Rangárvöllum splundraðist meðal annars og átján tonna súrheysturn skemmdist í Landeyjunum. Þá brotnuðu margir rafmagnsstaurar í veðrinu. Gular viðvaranir eru í gildi fyrir þrjá landshluta.Bændurnir á Minna Hofi á Rangárvöllum mættu um leið og birti í morgun til að taka til eftir óveðrið en hlaðan þar við gamalt fjárhús hrundi, auk þess sem gaflinn úr fjárhúsinu fór úr í vindinum.„Hlaðan er náttúrulega algjörlega farin nema veggstubbarnir, rokið hreinsaði ofan af henni og gaflinn úr fjárhúsinu“, segir Magnús Ingvarsson á Minna Hofi.Á bænum eru nokkrar kindur. „Já, við erum með einhverjar þrjátíu kindur hérna, hobbý dæmi. Þær voru náttúrulega frekar hissa á þessum látur, það voru sem betur fer bara tvær veturgamlar inn í þessu húsi, þær fundust undir járnabrakinu en það er allt í lagi með þær“, bætir Magnús við.Fjölmargir rafmagnsstaurar skammt austan við Hvolsvöll brotnuðu í veðrinu og tekur eflaust einhvern tíma að skipta þeim út fyrir nýja. Elvar við súrheysturninn eftir að hann var felldur í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Það gekk mikið á í veðrinu á bænum Skíðbakka II í Austur – Landeyjum þegar súrheysturn skemmdist. Turninn var felldur í morgun. Það var tilkomu mikið að sjá þegar turninn féll til jarðar, 18 tonn á þyngd, 21 metir á hæð og 35 ára gamall, en það voru starfsmenn Þjótanda á Hellu sem toguðu turninn niður með hjólagröfu. „Undir það síðasta hefur hann bara verið fjarskiptamastur en svo höfum við verið með korn í honum og það var alveg inn í myndinni að halda því áfram að nota hann, sem korngeymslu en auðvitað var hann upphaflega heyturn“, segir Elvar Eyvindsson, bóndi. Elvar þakkar því að það varð ekki meira tjón á bænum í gær hversu mikið af trjám og skjólbeltum er í kringum bæinn, sem gáfu gott skjól. „Það er ótrúlegt að við skulum ekki gera meira af því að rækta tré og skjól. Ég held að það væri almannavarnarmál að hafa almennilegt skjól“, segir Elvar.
Óveður 14. febrúar 2020 Rangárþing eystra Rangárþing ytra Veður Tengdar fréttir Varað við auknum líkum á sjávarflóðum Gular veðurviðvaranir taka gildi fyrir Vestfirði, Suður- og Suðausturland í kringum hádegi í dag. 15. febrúar 2020 07:45 Ferðafólk hunsaði viðvaranir lögreglu um óveður á Sólheimasandi: Tóku fálega í upplýsingar um nýlegt banaslys Björgunarsveitarmenn hafa verið sendir til að smala fólkinu af sandinum svo það verði sér ekki að voða. 15. febrúar 2020 12:00 Íbúar á hluta Suðurlands beðnir um að spara rafmagn Bilun er í línu Landsnets og af þeim sökum eru íbúar austan Þjórsár beðnir um að fara sparlega með rafmagn. Á sjötta þúsund heimili og vinnustaðir misstu rafmagn vegna óveðursins í gær. 15. febrúar 2020 11:07 Rennsli orðið eðlilegt í Skógafossi Svæðið við Skógafoss var rýmt síðdegis í gær vegna mögulegrar krapastíflu fyrir ofan fossinn. 15. febrúar 2020 16:00 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Sjá meira
Varað við auknum líkum á sjávarflóðum Gular veðurviðvaranir taka gildi fyrir Vestfirði, Suður- og Suðausturland í kringum hádegi í dag. 15. febrúar 2020 07:45
Ferðafólk hunsaði viðvaranir lögreglu um óveður á Sólheimasandi: Tóku fálega í upplýsingar um nýlegt banaslys Björgunarsveitarmenn hafa verið sendir til að smala fólkinu af sandinum svo það verði sér ekki að voða. 15. febrúar 2020 12:00
Íbúar á hluta Suðurlands beðnir um að spara rafmagn Bilun er í línu Landsnets og af þeim sökum eru íbúar austan Þjórsár beðnir um að fara sparlega með rafmagn. Á sjötta þúsund heimili og vinnustaðir misstu rafmagn vegna óveðursins í gær. 15. febrúar 2020 11:07
Rennsli orðið eðlilegt í Skógafossi Svæðið við Skógafoss var rýmt síðdegis í gær vegna mögulegrar krapastíflu fyrir ofan fossinn. 15. febrúar 2020 16:00