Basti: Þetta er pínu súrsætt Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke skrifar 15. febrúar 2020 18:15 Basti í leik fyrr í vetur. Vísir/Bára Sebastian Alexandersson var ekki alveg viss hvernig sér leið eftir dramatískan eins marks sigur á KA/Þór í Olís deild kvenna í dag. Lokatölur 24-23 þar sem sigurmarkið kom úr vítakasti eftir að leiktímanum var lokið.„Þetta er hrikalega sætt í ljósi þess að við áttum ekki skilið að tapa á Akureyri, það mark hefur verið skoðað fram og til baka," sagði Sebastian Alexanderson, þjálfari Stjörnunnar eftir 24-23 endurkomusigur gegn KA/Þór í Olís-deild kvenna í dag.„Ég get ekki sagt að við höfum átt skilið að vinna þennan leik. Ég er ofboðslega ánægður samt með sigurinn að sjálfsögðu. Ánægður með spilamennskuna í seinni hálfleik en á móti vægast sagt ósáttur með byrjunina í dag og fjöldan af mistökum. Ósáttur að við komum svona til leiks eftir góðan sigur í síðustu umferð." Basti sagði í hálfleik að hann hafi hugsað í hálfleik að hans lið myndi fá þrjátíu mörk á sig en sagði liðið hafa fundið lausnir varnarlega. „Þetta er pínu súrsætt, ég er mjög ósáttur með fyrri hálfleikinn." Munurinn var þrjú mörk í hálfleik. KA/Þór leiddi 14-11, munurinn hefði getað verið meiri á liðunum í hálfleik miðað við hvernig leikurinn var að þróast. „Við ræddum það í hálfleik að við værum þrátt fyrir allt í leik og áttum að byrja með boltann í seinni hálfleik. Eftir erfiða byrjun á seinni þá náum við okkur í gang. Ég hef sagt það áður - það er rosalega mikill andlegur styrkur í þessum hóp og sá styrkur kom í ljós í seinni hálfleik."„Ég get sett mig í spor Norðanstelpna, þetta er örugglega jafnsúrt og þegar við fórum heim eftir þetta sigurmark fyrir norðan. Nú einbeitum við okkur að því að tryggja okkur sæti í úrslitakeppninni." Basti var að lokum spurður út í leikmannahópinn, lykilmenn léku ekki með í dag. Hvernig er staðan á hópnum?„Það er ljóst núna að það munu ekki allir leikmenn koma til baka og við munum ekki ná að spila á okkar besta liði. Við verðum að nota tímann núna fram að úrslitakeppni til að finna lausnir hvernig við ætlum að keppa við Val og Fram í úrslitakeppninni."„Ég get ekki svarað því hvort Hanna Guðrún og Rakel spili það sem eftir er tímabils. Það eru jafnmiklar líkur á að þær geri það og að þær geri það ekki. Elena rifbeinsbrotnaði aftur og þá eru Dagný Huld og Brynhildur einnig frá. Við erum með nóg af mannskap og við verðum að hugsa í lausnum."„Sem þjálfari hefur maður tvær leiðir. Maður getur vælt eða maður getur reynt að gera eitthvað úr því sem maður hefur," sagði Basti að lokum. Íslenski handboltinn Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Starnana - KA/Þór 24-23 | Mikil dramatík í Ásgarði Stjarnan vann nauman sigur á KA/Þór í Olís deild kvenna í dag þar sem sigurmarkið kom úr vítaskoti eftir að leiktímanum var lokið. Lokatölur 24-23. 15. febrúar 2020 18:45 Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira
Sebastian Alexandersson var ekki alveg viss hvernig sér leið eftir dramatískan eins marks sigur á KA/Þór í Olís deild kvenna í dag. Lokatölur 24-23 þar sem sigurmarkið kom úr vítakasti eftir að leiktímanum var lokið.„Þetta er hrikalega sætt í ljósi þess að við áttum ekki skilið að tapa á Akureyri, það mark hefur verið skoðað fram og til baka," sagði Sebastian Alexanderson, þjálfari Stjörnunnar eftir 24-23 endurkomusigur gegn KA/Þór í Olís-deild kvenna í dag.„Ég get ekki sagt að við höfum átt skilið að vinna þennan leik. Ég er ofboðslega ánægður samt með sigurinn að sjálfsögðu. Ánægður með spilamennskuna í seinni hálfleik en á móti vægast sagt ósáttur með byrjunina í dag og fjöldan af mistökum. Ósáttur að við komum svona til leiks eftir góðan sigur í síðustu umferð." Basti sagði í hálfleik að hann hafi hugsað í hálfleik að hans lið myndi fá þrjátíu mörk á sig en sagði liðið hafa fundið lausnir varnarlega. „Þetta er pínu súrsætt, ég er mjög ósáttur með fyrri hálfleikinn." Munurinn var þrjú mörk í hálfleik. KA/Þór leiddi 14-11, munurinn hefði getað verið meiri á liðunum í hálfleik miðað við hvernig leikurinn var að þróast. „Við ræddum það í hálfleik að við værum þrátt fyrir allt í leik og áttum að byrja með boltann í seinni hálfleik. Eftir erfiða byrjun á seinni þá náum við okkur í gang. Ég hef sagt það áður - það er rosalega mikill andlegur styrkur í þessum hóp og sá styrkur kom í ljós í seinni hálfleik."„Ég get sett mig í spor Norðanstelpna, þetta er örugglega jafnsúrt og þegar við fórum heim eftir þetta sigurmark fyrir norðan. Nú einbeitum við okkur að því að tryggja okkur sæti í úrslitakeppninni." Basti var að lokum spurður út í leikmannahópinn, lykilmenn léku ekki með í dag. Hvernig er staðan á hópnum?„Það er ljóst núna að það munu ekki allir leikmenn koma til baka og við munum ekki ná að spila á okkar besta liði. Við verðum að nota tímann núna fram að úrslitakeppni til að finna lausnir hvernig við ætlum að keppa við Val og Fram í úrslitakeppninni."„Ég get ekki svarað því hvort Hanna Guðrún og Rakel spili það sem eftir er tímabils. Það eru jafnmiklar líkur á að þær geri það og að þær geri það ekki. Elena rifbeinsbrotnaði aftur og þá eru Dagný Huld og Brynhildur einnig frá. Við erum með nóg af mannskap og við verðum að hugsa í lausnum."„Sem þjálfari hefur maður tvær leiðir. Maður getur vælt eða maður getur reynt að gera eitthvað úr því sem maður hefur," sagði Basti að lokum.
Íslenski handboltinn Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Starnana - KA/Þór 24-23 | Mikil dramatík í Ásgarði Stjarnan vann nauman sigur á KA/Þór í Olís deild kvenna í dag þar sem sigurmarkið kom úr vítaskoti eftir að leiktímanum var lokið. Lokatölur 24-23. 15. febrúar 2020 18:45 Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira
Leik lokið: Starnana - KA/Þór 24-23 | Mikil dramatík í Ásgarði Stjarnan vann nauman sigur á KA/Þór í Olís deild kvenna í dag þar sem sigurmarkið kom úr vítaskoti eftir að leiktímanum var lokið. Lokatölur 24-23. 15. febrúar 2020 18:45