Lyfjaeftirlitið tafði fagnaðarlæti Skallagríms Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. febrúar 2020 10:30 Sigrún Sjöfn, fyrirliði Skallagríms, var meðal leikmanna sem teknar voru í lyfjapróf. Vísir/Daníel Skallagrímur varð í gærkvöld bikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni eftir magnaðan sigur gegn KR í úrslitum Geysisbikarsins. Fagnaðarlætin í Borgarnesi þurftu hins vegar að bíða þar sem nokkrir leikmanna liðsins voru teknir í lyfjapróf beint eftir leik. Skallagrímur kom öllum á óvart í gær og unnu stórkostlegan sigur á mögnuðu liði KR sem vann Val í framlengdum undanúrslitaleik á fimmtudag. Fór það svo að Borgnesingar unnu 17 stiga sigur, 66-49. Eftir leik var ljóst að tilfinningar voru að bera leikmenn og þjálfara ofurliði en nær allt bæjarfélagið hafði fylgt liðinu í Laugardalshöllina. Að sigrinum loknum átti að bruna í Borgarnes þar sem árlegt þorrablót bæjarins fór fram. Fagnaðarlætin voru hins vegar sett tímabundið á ís samkvæmt heimildamanni Vísis sem staddur var á svæðinu. Þannig var mál með vexti að nokkrir leikmenn voru teknir rakleiðis í lyfjapróf að leik loknum, eins og venja er eftir leiki sem þessa. Að gefa þvagsýni eftir slíka áreynslu, bæði andlega og líkamlega, er hægara sagt en gert og voru leikmenn liðsins allt að tvo tíma að koma sýnunum í hendurnar á lyfjaeftirlitinu. Á meðan var einfaldlega beðið eftir hetjunum. Þegar þær hafa á endanum skilað sér á þorrablótið má reikna með að þakið hafi fokið af húsinu og fagnaðarlætin hafa eflaust staðið langt fram eftir nóttu. Skallagrímsstúlkur tóku þó vonandi ekki of vel á því í gærkvöldi en liðið mætir ríkjandi Íslandsmeisturum Vals á miðvikudaginn kemur. Valsstúlkur eru eflaust í hefndarhug eftir að hafa dottið út í undanúrslitum bikarsins. KR fær svo Hauka í heimsókn á sama tíma. Borgarbyggð Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Benedikt Guðmundsson: Virkilega miður mín núna Benedikt Guðmundsson, eða einfaldlega Benni Gumm, var eðlilega ekki manna kátastur eftir stórtap KR í bikarúrslitum Geysisbikarsins fyrr í dag. Skallagrímur landaði sínum fyrsta bikarmeistaratitli með 17 stiga sigri, 66-49. 15. febrúar 2020 22:45 Guðrún: Sætasti sigur sem ég hef unnið Guðrún Ósk Ámundadóttir gerði Skallagrím að bikarmeisturum á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari liðsins. Þá lék systir hennar, Sigrún Sjöfn, stóra rullu í sigrinum inn á vellinum en hún er fyrirliði liðsins. 15. febrúar 2020 20:30 Skallagrímur bikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni Skallagrímur vann öruggan sigur á KR í úrslitum Geysisbikar kvenna. Fyrsti bikarmeistaratitill Skallagríms í sögunni staðreynd eftir öruggan 17 stiga sigur, 66-49. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 15. febrúar 2020 19:30 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Í beinni: ÍR - Höttur | Geta tekið risastórt skref Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Sjá meira
Skallagrímur varð í gærkvöld bikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni eftir magnaðan sigur gegn KR í úrslitum Geysisbikarsins. Fagnaðarlætin í Borgarnesi þurftu hins vegar að bíða þar sem nokkrir leikmanna liðsins voru teknir í lyfjapróf beint eftir leik. Skallagrímur kom öllum á óvart í gær og unnu stórkostlegan sigur á mögnuðu liði KR sem vann Val í framlengdum undanúrslitaleik á fimmtudag. Fór það svo að Borgnesingar unnu 17 stiga sigur, 66-49. Eftir leik var ljóst að tilfinningar voru að bera leikmenn og þjálfara ofurliði en nær allt bæjarfélagið hafði fylgt liðinu í Laugardalshöllina. Að sigrinum loknum átti að bruna í Borgarnes þar sem árlegt þorrablót bæjarins fór fram. Fagnaðarlætin voru hins vegar sett tímabundið á ís samkvæmt heimildamanni Vísis sem staddur var á svæðinu. Þannig var mál með vexti að nokkrir leikmenn voru teknir rakleiðis í lyfjapróf að leik loknum, eins og venja er eftir leiki sem þessa. Að gefa þvagsýni eftir slíka áreynslu, bæði andlega og líkamlega, er hægara sagt en gert og voru leikmenn liðsins allt að tvo tíma að koma sýnunum í hendurnar á lyfjaeftirlitinu. Á meðan var einfaldlega beðið eftir hetjunum. Þegar þær hafa á endanum skilað sér á þorrablótið má reikna með að þakið hafi fokið af húsinu og fagnaðarlætin hafa eflaust staðið langt fram eftir nóttu. Skallagrímsstúlkur tóku þó vonandi ekki of vel á því í gærkvöldi en liðið mætir ríkjandi Íslandsmeisturum Vals á miðvikudaginn kemur. Valsstúlkur eru eflaust í hefndarhug eftir að hafa dottið út í undanúrslitum bikarsins. KR fær svo Hauka í heimsókn á sama tíma.
Borgarbyggð Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Benedikt Guðmundsson: Virkilega miður mín núna Benedikt Guðmundsson, eða einfaldlega Benni Gumm, var eðlilega ekki manna kátastur eftir stórtap KR í bikarúrslitum Geysisbikarsins fyrr í dag. Skallagrímur landaði sínum fyrsta bikarmeistaratitli með 17 stiga sigri, 66-49. 15. febrúar 2020 22:45 Guðrún: Sætasti sigur sem ég hef unnið Guðrún Ósk Ámundadóttir gerði Skallagrím að bikarmeisturum á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari liðsins. Þá lék systir hennar, Sigrún Sjöfn, stóra rullu í sigrinum inn á vellinum en hún er fyrirliði liðsins. 15. febrúar 2020 20:30 Skallagrímur bikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni Skallagrímur vann öruggan sigur á KR í úrslitum Geysisbikar kvenna. Fyrsti bikarmeistaratitill Skallagríms í sögunni staðreynd eftir öruggan 17 stiga sigur, 66-49. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 15. febrúar 2020 19:30 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Í beinni: ÍR - Höttur | Geta tekið risastórt skref Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Sjá meira
Benedikt Guðmundsson: Virkilega miður mín núna Benedikt Guðmundsson, eða einfaldlega Benni Gumm, var eðlilega ekki manna kátastur eftir stórtap KR í bikarúrslitum Geysisbikarsins fyrr í dag. Skallagrímur landaði sínum fyrsta bikarmeistaratitli með 17 stiga sigri, 66-49. 15. febrúar 2020 22:45
Guðrún: Sætasti sigur sem ég hef unnið Guðrún Ósk Ámundadóttir gerði Skallagrím að bikarmeisturum á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari liðsins. Þá lék systir hennar, Sigrún Sjöfn, stóra rullu í sigrinum inn á vellinum en hún er fyrirliði liðsins. 15. febrúar 2020 20:30
Skallagrímur bikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni Skallagrímur vann öruggan sigur á KR í úrslitum Geysisbikar kvenna. Fyrsti bikarmeistaratitill Skallagríms í sögunni staðreynd eftir öruggan 17 stiga sigur, 66-49. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 15. febrúar 2020 19:30
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga