Verðlaunin nefnd eftir Kobe Bryant | Umdeild troðslukeppni Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2020 09:28 Derrick Jones sýndi bestu tilþrifin í troðslukeppninni. vísir/epa Verðmætasti leikmaður stjörnuleiks NBA-deildarinnar er jafnan heiðraður með verðlaunum og hafa forráðamenn deildarinnar ákveðið að verðlaunin skuli nefnd í höfuðið á Kobe Bryant heitnum, honum til heiðurs. Verðlaunin verða afhent í dag þegar stjörnuleikurinn fer fram. „Við vorum að hugsa um hver besta leiðin væri til að heiðra Kobe,“ sagði Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar. „Það vildi þannig til að hann féll frá skömmu áður en stjörnuleiksveislan hófst. Eitt af því sem stóð upp úr hjá Kobe, fyrir utan að vinna fimm meistaratitla, er að hann var 18 sinnum valinn í stjörnuliðið og deilir metinu yfir að hafa oftast verið valinn verðmætastur, eða fjórum sinnum,“ sagði Silver. Stjörnurnar létu ljós sitt skína í nótt þegar troðslukeppni og þriggja stiga skotkeppni fór fram. Það mátti sjá mögnuð tilþrif í troðslukeppninni þar sem Derrick Jones Jr. úr Miami Heat hafði að lokum betur gegn Aaron Gordon úr Orlando Magic. Gordon var alls ekki sáttur við úrslitin og sagðist ekki myndu aftur taka þátt í troðslukeppninni, og tveir dómarar viðurkenndu að ætlunin hefði verið að þeir Jones og Gordon yrðu metnir jafnir í lokatroðslum sínum. Ekki var þó ljóst hvort þeir hefðu þá þurft að troða aftur til að velja sigurvegara. Hér má sjá nokkrar af troðslunum. OKAY, AG! #ATTSlamDunkpic.twitter.com/WkoqEbYus1— NBA TV (@NBATV) February 16, 2020 Derrick Jones Jr. TOOK OFF #ATTSlamDunkpic.twitter.com/W2LD1OgjVw— NBA TV (@NBATV) February 16, 2020 Did DJJ just invent a new dunk?! #ATTSlamDunkpic.twitter.com/YrjtMy1Zm6— NBA TV (@NBATV) February 16, 2020 Aaron Gordon just dunked over Tacko! #ATTSlamDunkpic.twitter.com/yZhbMdbwBy— NBA TV (@NBATV) February 16, 2020 „Þetta er búið spil. Mér finnst eins og að ég ætti að vera kominn með tvenn verðlaun,“ sagði Gordon reiður, og taldi sig hafa átt að fá fullt hús stiga fyrir allar fimm troðslur sínar. LeBron James er á meðal þeirra sem tekið hafa undir orð Gordons um að hann verðskuldaði verðlaun. 2 should have been rewarded tonight that’s for damn sure!! Keep it a buck y’all. !! Them boys both put on a show! Professional DUNKERS— LeBron James (@KingJames) February 16, 2020 Buddy Hield úr Sacramento Kings vann þriggja stiga skotkeppnina en hann hafði betur í úrslitum gegn Devin Booker og Davis Bertans. Hield náði í 27 stig af 40 mögulegum í úrslitunum en Booker fékk 26 og Bertans 22. Hield hitti vel í lokin:BUDDY BUCKETS! Hield hits his last shot to win the #MtnDew3pt contest! pic.twitter.com/FYch8FJL5A— NBA TV (@NBATV) February 16, 2020 Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira
Verðmætasti leikmaður stjörnuleiks NBA-deildarinnar er jafnan heiðraður með verðlaunum og hafa forráðamenn deildarinnar ákveðið að verðlaunin skuli nefnd í höfuðið á Kobe Bryant heitnum, honum til heiðurs. Verðlaunin verða afhent í dag þegar stjörnuleikurinn fer fram. „Við vorum að hugsa um hver besta leiðin væri til að heiðra Kobe,“ sagði Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar. „Það vildi þannig til að hann féll frá skömmu áður en stjörnuleiksveislan hófst. Eitt af því sem stóð upp úr hjá Kobe, fyrir utan að vinna fimm meistaratitla, er að hann var 18 sinnum valinn í stjörnuliðið og deilir metinu yfir að hafa oftast verið valinn verðmætastur, eða fjórum sinnum,“ sagði Silver. Stjörnurnar létu ljós sitt skína í nótt þegar troðslukeppni og þriggja stiga skotkeppni fór fram. Það mátti sjá mögnuð tilþrif í troðslukeppninni þar sem Derrick Jones Jr. úr Miami Heat hafði að lokum betur gegn Aaron Gordon úr Orlando Magic. Gordon var alls ekki sáttur við úrslitin og sagðist ekki myndu aftur taka þátt í troðslukeppninni, og tveir dómarar viðurkenndu að ætlunin hefði verið að þeir Jones og Gordon yrðu metnir jafnir í lokatroðslum sínum. Ekki var þó ljóst hvort þeir hefðu þá þurft að troða aftur til að velja sigurvegara. Hér má sjá nokkrar af troðslunum. OKAY, AG! #ATTSlamDunkpic.twitter.com/WkoqEbYus1— NBA TV (@NBATV) February 16, 2020 Derrick Jones Jr. TOOK OFF #ATTSlamDunkpic.twitter.com/W2LD1OgjVw— NBA TV (@NBATV) February 16, 2020 Did DJJ just invent a new dunk?! #ATTSlamDunkpic.twitter.com/YrjtMy1Zm6— NBA TV (@NBATV) February 16, 2020 Aaron Gordon just dunked over Tacko! #ATTSlamDunkpic.twitter.com/yZhbMdbwBy— NBA TV (@NBATV) February 16, 2020 „Þetta er búið spil. Mér finnst eins og að ég ætti að vera kominn með tvenn verðlaun,“ sagði Gordon reiður, og taldi sig hafa átt að fá fullt hús stiga fyrir allar fimm troðslur sínar. LeBron James er á meðal þeirra sem tekið hafa undir orð Gordons um að hann verðskuldaði verðlaun. 2 should have been rewarded tonight that’s for damn sure!! Keep it a buck y’all. !! Them boys both put on a show! Professional DUNKERS— LeBron James (@KingJames) February 16, 2020 Buddy Hield úr Sacramento Kings vann þriggja stiga skotkeppnina en hann hafði betur í úrslitum gegn Devin Booker og Davis Bertans. Hield náði í 27 stig af 40 mögulegum í úrslitunum en Booker fékk 26 og Bertans 22. Hield hitti vel í lokin:BUDDY BUCKETS! Hield hits his last shot to win the #MtnDew3pt contest! pic.twitter.com/FYch8FJL5A— NBA TV (@NBATV) February 16, 2020
Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira