Valur Orri í metabækur Florida Tech | Thelma átti stórleik Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2020 10:05 Valur Orri Valsson í búningi Florida Tech. mynd/Florida tech Valur Orri Valsson átti ríkan þátt í mikilvægum sigri Florida Tech á Embry-Riddle, 77-70, í bandaríska háskólakörfuboltanum í nótt. Valur Orri skráði sig í sögubækur skólans en hann átti tíu stoðsendingar og hefur þar með átt 429 stoðsendingar á háskólaferlinum, fleiri en nokkur annar sem numið hefur við skólann. Það sem gerir afrek Vals enn merkilegra er að hann hefur náð áfanganum á innan við þremur leiktíðum. „Ég er afar stoltur af Val Valssyni að vera búinn að festa nafn sitt að eilífu í metabækur Florida Tech. Það er magnað að hugsa til þess hvernig hann hefur náð þessu meti. Hann þurfti að sitja hjá fyrsta árið sitt hérna áður en hann var löglegur með okkur, og síðan missti hann ár og hafði bara þrjú ár eftir til að vera í liðinu. Það er gjörsamlega ótrúlegt að ná svona mörgum stoðsendingum á þremur leiktíðum,“ sagði Billy Mims, þjálfari Florida Tech, og bætti við að Valur væri með ótrúlegt auga fyrir spili. Valur skoraði einnig níu stig, tók sjö fráköst og stal boltanum þrisvar sinnum í leiknum í nótt. Florida Tech hefur nú unnið 11 leiki af 14 á heimavelli. Guðlaug Júlíusdóttir og stöllur hennar í kvennaliði Florida Tech fögnuðu einnig sigri á Embry-Riddle, 80-74. Guðlaug var meðal stigahæstu leikmanna með 16 stig en hún tók einnig 4 fráköst og átti 2 stoðsendingar.Thelma átti sinn besta dagThelma Dís Ágústsdóttir skoraði 26 stig í nótt.mynd/Ball StateThelma Dís Ágústsdóttir fór á kostum fyrir Ball State í 69-58 sigri á Buffalo. Hún skoraði heil 26 stig sem er met hjá Thelmu í háskólakörfuboltanum. Thelma hitti meðal annars úr 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum í leiknum en auk stiganna þá tók hún sjö fráköst og átti eina stoðsendingu. Þar með hefur Ball State unnið 17 af 24 leikjum sínum á leiktíðinni.Þórir Guðmundur Þorbjarnarson skoraði 8 stig, tók 3 fráköst og átti 2 stoðsendingar þegar Nebraska tapaði fyrir Wisconsin, 81-64. Wisconsin náði 21-5 kafla í seinni hálfleik sem gerði út um leikinn, en liðið var 39-38 yfir í hálfleik. Bandaríski háskólakörfuboltinn Körfubolti Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Fleiri fréttir „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Sjá meira
Valur Orri Valsson átti ríkan þátt í mikilvægum sigri Florida Tech á Embry-Riddle, 77-70, í bandaríska háskólakörfuboltanum í nótt. Valur Orri skráði sig í sögubækur skólans en hann átti tíu stoðsendingar og hefur þar með átt 429 stoðsendingar á háskólaferlinum, fleiri en nokkur annar sem numið hefur við skólann. Það sem gerir afrek Vals enn merkilegra er að hann hefur náð áfanganum á innan við þremur leiktíðum. „Ég er afar stoltur af Val Valssyni að vera búinn að festa nafn sitt að eilífu í metabækur Florida Tech. Það er magnað að hugsa til þess hvernig hann hefur náð þessu meti. Hann þurfti að sitja hjá fyrsta árið sitt hérna áður en hann var löglegur með okkur, og síðan missti hann ár og hafði bara þrjú ár eftir til að vera í liðinu. Það er gjörsamlega ótrúlegt að ná svona mörgum stoðsendingum á þremur leiktíðum,“ sagði Billy Mims, þjálfari Florida Tech, og bætti við að Valur væri með ótrúlegt auga fyrir spili. Valur skoraði einnig níu stig, tók sjö fráköst og stal boltanum þrisvar sinnum í leiknum í nótt. Florida Tech hefur nú unnið 11 leiki af 14 á heimavelli. Guðlaug Júlíusdóttir og stöllur hennar í kvennaliði Florida Tech fögnuðu einnig sigri á Embry-Riddle, 80-74. Guðlaug var meðal stigahæstu leikmanna með 16 stig en hún tók einnig 4 fráköst og átti 2 stoðsendingar.Thelma átti sinn besta dagThelma Dís Ágústsdóttir skoraði 26 stig í nótt.mynd/Ball StateThelma Dís Ágústsdóttir fór á kostum fyrir Ball State í 69-58 sigri á Buffalo. Hún skoraði heil 26 stig sem er met hjá Thelmu í háskólakörfuboltanum. Thelma hitti meðal annars úr 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum í leiknum en auk stiganna þá tók hún sjö fráköst og átti eina stoðsendingu. Þar með hefur Ball State unnið 17 af 24 leikjum sínum á leiktíðinni.Þórir Guðmundur Þorbjarnarson skoraði 8 stig, tók 3 fráköst og átti 2 stoðsendingar þegar Nebraska tapaði fyrir Wisconsin, 81-64. Wisconsin náði 21-5 kafla í seinni hálfleik sem gerði út um leikinn, en liðið var 39-38 yfir í hálfleik.
Bandaríski háskólakörfuboltinn Körfubolti Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Fleiri fréttir „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum