Kennarar skora á stjórnvöld að vísa írönskum transpilti ekki úr landi Kjartan Kjartansson skrifar 16. febrúar 2020 10:18 Shokoufa Shahidi, Maní Shahidi og Ardeshir Shahidi. Vísir/Sigurjón Öryggi Mani Shahidi, íransks transpilts, er á ábyrgð íslenskra stjórnvalda að mati fimm kennara við Hlíðaskóla sem hafa sent dómsmálaráðherra opið bréf vegna fyrirhugaðrar brottvísunar piltsins og foreldra hans á morgun. Fjölskyldan segist óttast að verða fyrir hrottafengnu ofbeldi verði hún send aftur til upprunalandsins. Shahidi-fjölskyldan kom til Íslands í mars í fyrra eftir skamma dvöl í Portúgal. Ardeshir Shahidi, fjölskyldufaðirinn, sagði að yfirvöld í Íran hafi sakað hann um guðlast vegna þess að hann kenndi japanska heilun. Hann hafi verið handtekinn og pyntaður. Fjölskyldan óttist að verði þau send til Portúgal, eins og íslensk stjórnvöld hyggjast gera á morgun, verði þau á endanum send alla leið aftur til Írans. Ardeshir segir að eftir komuna til Íslands hafi Mani, 17 ára gamalt barn þeirra, komið út sem transpiltur. Það hefði verið óhugsandi í Íran af öryggisástæðum. Sjá einnig: Foreldrar transpilts óttast hrottafengið ofbeldi verði fjölskyldunni vísað úr landi Í opnu bréfi sem fimm kennarar úr teymi við sem lætur sig málefni hinsegin barna varða við Hlíðaskóla til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, hvetja þeir stjórnvöld til að endurskoða ákvörðunina um að senda Mani úr landi í aðstæður þar sem hann muni „án efa óttast um líf sitt“. Vísa kennararnir til þriðju greinar barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um að þegar gerðar séu ráðstafanir sem varði börn skuli ávallt hafa í forgangi það sem er barni fyrir bestu. Fullyrða þeir að transbörn séu í meiri hættu en önnur börn þegar kemur að félagslegri einangrun og ofbeldi. „Öryggi barna í samfélaginu varðar okkur öll og því er það skylda okkar að veita þessum dreng skjól,“ segir í bréfi sem þau Hildur Heimisdóttir, Anna Flosadóttir, Hjalti B. Valþórsson, Rakel Guðmundsdóttir og Þórey Þórarinsdóttir skrifa undir. Opna bréfið má lesa hér fyrir neðan í heild sinni: 17 ára barn sem kom með foreldrum sínum til landsins bíður þess að vera sent til baka til Portúgal, en þaðan má búast við að fjölskyldan verði send til Íran. Í þriðju grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er kveðið á um að þegar gerðar séu ráðstafanir, sem varði börn, skuli ávallt það hafa forgang sem barni er fyrir bestu. Barnið sem nú á að senda burt frá Íslandi er trans drengur. Í Hlíðaskóla höfum við undanfarin ár lagt okkur fram við að gera skólaumhverfið að góðum stað fyrir öll börn. Trans börn eru í meiri hættu en önnur börn þegar kemur að félagslegri einangrun og ofbeldi. Öryggi barna í samfélaginu varðar okkur öll og því er það skylda okkar að veita þessum dreng skjól. Í frásögnum fjölmiðla höfum við getað lesið að foreldrar sjá jafnvel ástæðu til þess að flytja frá einu byggðalagi til annars til þess að trans barn njóti öryggis í nærumhverfi sínu. Barnið sem nú á að vísa frá Íslandi hefur upplifað öryggi í sínu nærumhverfi hér. Það getur ekki gengið að slíku öryggi í flóttamannabúðum í Portúgal og enn síður í heimalandi sínu, Íran. Við undirrituð, kennarar í Hlíðaskóla sem sitjum í teymi er lætur sig málefni hinsegin barna varða, hvetjum stjórnvöld til þess að endurskoða ákvörðun sína um að senda trans barn, sem nú býr við öryggi í samfélagi sínu, í aðstæður þar sem það mun án efa óttast um líf sitt. Hælisleitendur Íran Tengdar fréttir Foreldrar trans-pilts óttast hrottafengið ofbeldi verði fjölskyldunni vísað úr landi Vísa á íranskri fjölskyldu úr landi á mánudag sem flúði ofsóknir í heimalandi sínu. Sonur hjónanna er trans strákur sem hefur fest hér rætur. Óttast þau mjög öryggi sitt fari þau aftur til Íran þar sem þeim hefur verið hótað hrottafengnu ofbeldi. 15. febrúar 2020 20:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Öryggi Mani Shahidi, íransks transpilts, er á ábyrgð íslenskra stjórnvalda að mati fimm kennara við Hlíðaskóla sem hafa sent dómsmálaráðherra opið bréf vegna fyrirhugaðrar brottvísunar piltsins og foreldra hans á morgun. Fjölskyldan segist óttast að verða fyrir hrottafengnu ofbeldi verði hún send aftur til upprunalandsins. Shahidi-fjölskyldan kom til Íslands í mars í fyrra eftir skamma dvöl í Portúgal. Ardeshir Shahidi, fjölskyldufaðirinn, sagði að yfirvöld í Íran hafi sakað hann um guðlast vegna þess að hann kenndi japanska heilun. Hann hafi verið handtekinn og pyntaður. Fjölskyldan óttist að verði þau send til Portúgal, eins og íslensk stjórnvöld hyggjast gera á morgun, verði þau á endanum send alla leið aftur til Írans. Ardeshir segir að eftir komuna til Íslands hafi Mani, 17 ára gamalt barn þeirra, komið út sem transpiltur. Það hefði verið óhugsandi í Íran af öryggisástæðum. Sjá einnig: Foreldrar transpilts óttast hrottafengið ofbeldi verði fjölskyldunni vísað úr landi Í opnu bréfi sem fimm kennarar úr teymi við sem lætur sig málefni hinsegin barna varða við Hlíðaskóla til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, hvetja þeir stjórnvöld til að endurskoða ákvörðunina um að senda Mani úr landi í aðstæður þar sem hann muni „án efa óttast um líf sitt“. Vísa kennararnir til þriðju greinar barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um að þegar gerðar séu ráðstafanir sem varði börn skuli ávallt hafa í forgangi það sem er barni fyrir bestu. Fullyrða þeir að transbörn séu í meiri hættu en önnur börn þegar kemur að félagslegri einangrun og ofbeldi. „Öryggi barna í samfélaginu varðar okkur öll og því er það skylda okkar að veita þessum dreng skjól,“ segir í bréfi sem þau Hildur Heimisdóttir, Anna Flosadóttir, Hjalti B. Valþórsson, Rakel Guðmundsdóttir og Þórey Þórarinsdóttir skrifa undir. Opna bréfið má lesa hér fyrir neðan í heild sinni: 17 ára barn sem kom með foreldrum sínum til landsins bíður þess að vera sent til baka til Portúgal, en þaðan má búast við að fjölskyldan verði send til Íran. Í þriðju grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er kveðið á um að þegar gerðar séu ráðstafanir, sem varði börn, skuli ávallt það hafa forgang sem barni er fyrir bestu. Barnið sem nú á að senda burt frá Íslandi er trans drengur. Í Hlíðaskóla höfum við undanfarin ár lagt okkur fram við að gera skólaumhverfið að góðum stað fyrir öll börn. Trans börn eru í meiri hættu en önnur börn þegar kemur að félagslegri einangrun og ofbeldi. Öryggi barna í samfélaginu varðar okkur öll og því er það skylda okkar að veita þessum dreng skjól. Í frásögnum fjölmiðla höfum við getað lesið að foreldrar sjá jafnvel ástæðu til þess að flytja frá einu byggðalagi til annars til þess að trans barn njóti öryggis í nærumhverfi sínu. Barnið sem nú á að vísa frá Íslandi hefur upplifað öryggi í sínu nærumhverfi hér. Það getur ekki gengið að slíku öryggi í flóttamannabúðum í Portúgal og enn síður í heimalandi sínu, Íran. Við undirrituð, kennarar í Hlíðaskóla sem sitjum í teymi er lætur sig málefni hinsegin barna varða, hvetjum stjórnvöld til þess að endurskoða ákvörðun sína um að senda trans barn, sem nú býr við öryggi í samfélagi sínu, í aðstæður þar sem það mun án efa óttast um líf sitt.
Hælisleitendur Íran Tengdar fréttir Foreldrar trans-pilts óttast hrottafengið ofbeldi verði fjölskyldunni vísað úr landi Vísa á íranskri fjölskyldu úr landi á mánudag sem flúði ofsóknir í heimalandi sínu. Sonur hjónanna er trans strákur sem hefur fest hér rætur. Óttast þau mjög öryggi sitt fari þau aftur til Íran þar sem þeim hefur verið hótað hrottafengnu ofbeldi. 15. febrúar 2020 20:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Foreldrar trans-pilts óttast hrottafengið ofbeldi verði fjölskyldunni vísað úr landi Vísa á íranskri fjölskyldu úr landi á mánudag sem flúði ofsóknir í heimalandi sínu. Sonur hjónanna er trans strákur sem hefur fest hér rætur. Óttast þau mjög öryggi sitt fari þau aftur til Íran þar sem þeim hefur verið hótað hrottafengnu ofbeldi. 15. febrúar 2020 20:00
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent