Truflanir í óveðri minna á þörf á uppbyggingu flutnings- og dreifikerfisins Birgir Olgeirsson skrifar 16. febrúar 2020 12:22 Mikið hefur mætt á starfsmönnum RARIK að gera við rafmagnslínur í röð óveðra sem hefur gengið yfir landið í vetur. Rarik.is Fárviðrið sem gekk yfir landið síðastliðinn föstudag er enn ein áminningin um þörfina á uppbyggingu á flutnings- og dreifikerfi raforku hér á landi. Forstjóri RARIK segir að mögulega þyrfti að grípa til gjaldskrárhækkana til að standa undir framkvæmdunum ef ríkið stígur ekki inn í með aukaframlag. Í gærkvöldi tókst Landsneti að koma Hellulínu 1 aftur í rekstur sem gerði það að verkum að ekki var lengur þörf á að skammta rafmagni á Suðurlandi. Þar eiga allir að vera komnir með rafmagn. Sumir fá þó rafmagn með varaafli. Viðgerðir á kerfinu munu standa yfir næstu daga og vikur og má því búast við rafmagnstruflunum á því svæði því kerfið er laskað eftir óveðrið og vegna þess að taka þarf rafmagn af í styttri eða lengri tíma á meðan viðgerð stendur. Í sveitarfélaginu Hornafirði standa enn yfir viðgerðir og búast má við rafmagnstruflunum á meðan þeim stendur. Óveðrið gerði það að verkum að 5.600 heimili og vinnustaðir urðu rafmagnslausir. Nils Gústavsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landsnets, sagði á Sprengisandi í Bylgjunni í morgun að áhrifin hafa verið mun meiri en búist var við. Hann og Tryggvi Haraldsson, forstjóri RARIK, sögðu að halda þyrfti áfram uppbyggingu kerfisins. „Við höfum hjá RARIK verið að endurnýja dreifikerfið okkar. Við höfum lagt um tvöhundruð kílómetra af strengjum á hverju ári en það er gríðarlega umfangsmikið kerfi, þetta eru um níu þúsund kílómetrar og þó að við séum að leggja tvö hundruð kílómetra og eigum þrjú þúsund kílómetra eftir eru þetta fimmtán ár,“ sagði Tryggvi. Ef þeirri uppbyggingu verður flýtt kallar það á aukið fjármagn. „Vandinn er dálítið sá að ef við flýtum því erum við að magna upp þörf fyrir hækkun á gjaldskrá í dreifbýlinu vegna þess að þetta kerfi er allt í dreifbýlinu og aukin fjárfesting þar kallar á þörf á gjaldskrárhækkun þar. Nóg er nú samt,“ sagði forstjóri RARIK. Orkumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Fleiri fréttir Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Sjá meira
Fárviðrið sem gekk yfir landið síðastliðinn föstudag er enn ein áminningin um þörfina á uppbyggingu á flutnings- og dreifikerfi raforku hér á landi. Forstjóri RARIK segir að mögulega þyrfti að grípa til gjaldskrárhækkana til að standa undir framkvæmdunum ef ríkið stígur ekki inn í með aukaframlag. Í gærkvöldi tókst Landsneti að koma Hellulínu 1 aftur í rekstur sem gerði það að verkum að ekki var lengur þörf á að skammta rafmagni á Suðurlandi. Þar eiga allir að vera komnir með rafmagn. Sumir fá þó rafmagn með varaafli. Viðgerðir á kerfinu munu standa yfir næstu daga og vikur og má því búast við rafmagnstruflunum á því svæði því kerfið er laskað eftir óveðrið og vegna þess að taka þarf rafmagn af í styttri eða lengri tíma á meðan viðgerð stendur. Í sveitarfélaginu Hornafirði standa enn yfir viðgerðir og búast má við rafmagnstruflunum á meðan þeim stendur. Óveðrið gerði það að verkum að 5.600 heimili og vinnustaðir urðu rafmagnslausir. Nils Gústavsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landsnets, sagði á Sprengisandi í Bylgjunni í morgun að áhrifin hafa verið mun meiri en búist var við. Hann og Tryggvi Haraldsson, forstjóri RARIK, sögðu að halda þyrfti áfram uppbyggingu kerfisins. „Við höfum hjá RARIK verið að endurnýja dreifikerfið okkar. Við höfum lagt um tvöhundruð kílómetra af strengjum á hverju ári en það er gríðarlega umfangsmikið kerfi, þetta eru um níu þúsund kílómetrar og þó að við séum að leggja tvö hundruð kílómetra og eigum þrjú þúsund kílómetra eftir eru þetta fimmtán ár,“ sagði Tryggvi. Ef þeirri uppbyggingu verður flýtt kallar það á aukið fjármagn. „Vandinn er dálítið sá að ef við flýtum því erum við að magna upp þörf fyrir hækkun á gjaldskrá í dreifbýlinu vegna þess að þetta kerfi er allt í dreifbýlinu og aukin fjárfesting þar kallar á þörf á gjaldskrárhækkun þar. Nóg er nú samt,“ sagði forstjóri RARIK.
Orkumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Fleiri fréttir Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Sjá meira