Lífið

„Þetta eru falsfréttir bakstursheimsins“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Chris Fox er efasemdamaður.
Chris Fox er efasemdamaður. Mynd/skjáskot

Nokkur af vinsælustu myndböndunum sem finna má Youtube eru svokölluð „eldhúshökk“ þar sem finna má leiðbeiningar um hvernig stytta sér leiðir til þess að útbúa rétti sem yfirleitt eru nokkuð flóknir.

Samanlagt hefur verið horft á vinsælustu myndböndin í þessum flokki í yfir milljarð skipta. En er allt sem sýnist? Það var það sem þáttastjórnandi BBC, Chris Fox, ákvað að komast að.

Í myndbandi sem birt var á vef BBC í gær má sjá Fox prófa nokkur af vinsælustu „eldhúshökkunum“ og í ljós kemur að sé leiðbeiningunum fylgt er útkoman oftar en ekki ekkert á við það sem sjá má í myndböndunum.

Fox ræðir einnig við Ann Reardon, sem sérhæft hefur sig í að kafa nánar ofan í þessi myndbönd.

„Þetta eru falsfréttir bakstursheimsins,“ segir hún meðal annars.

Innslag Fox má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×