Pep segist vera áfram þó bannið standi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. febrúar 2020 15:00 Pep þungt hugsi í 0-2 tapi City gegn Tottenham þann 2. febrúar. Vísir/Getty Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur sagt vinum sínum að hann verði áfram hjá félaginu þó svo að bann þeirra frá Evrópukeppnum standi. Þetta kom fram á vef BBC fyrr í dag. Pep Guardiola has told friends he intends to stay at Manchester City despite the club's two-year ban from the Champions League. Full story: https://t.co/ExNOIarOZF#UCL#MCFCpic.twitter.com/edP4W5NL81— BBC Sport (@BBCSport) February 17, 2020 Manchester City var dæmt í tveggja ára bann frá Evrópukeppnum af knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, vegna brota á fjárhagsreglugerð sambandsins [Financial Fair Play Regulations]. Það þýðir að Manchester City mun ekki geta keppt í keppnum á vegum UEFA, Meistaradeild Evrópu eða Evrópudeildinni, fyrr en tímabilið 2022/2023 ef bannið stendur. Samningur Guardiola við Manchester City rennur út 2021 og hefur mikið verið ritað og rætt um það hvort hann klári samning sinn en liðið hefur ekki staðið undir gríðar háum væntingum sínum á leiktíðinni. Talið er að hinn 49 ára gamli Guardiola muni í fyrsta skipti tjá sig um málið á blaðamannafundi á miðvikudaginn kemur. Man City mætir þá West Ham United í úrvalsdeildarleik sem var frestað þann 9. febrúar vegna veðurs. Í samningi Pep við enska félagið ku vera ákvæði sem gerir honum kleift að ganga frá borði eftir yfirstandandi tímabili lýkur. Er talið að hann muni nýta sér téð ákvæði takist City ekki að fá banninu hnekkt en félagið hefur áfrýjað dómi UEFA til alþjóða íþróttadómstólsins, CAS. Manchester City er sem stendur í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, 25 stigum á eftir Liverpool sem á titilinn næsta vísan. Real Madrid bíður svo í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en fyrri leikur liðanna fer fram á Santiago Bernabéu í Madríd þann 26. febrúar. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sex lykilspurningar varðandi bann Man. City | Líklegt að liðið missi stig Ýmsar spurningar vakna í kjölfar þess að Manchester City var í gær dæmt í bann frá Evrópukeppnum í fótbolta næstu tvö keppnistímabil, og sektað um 30 milljónir evra. 15. febrúar 2020 10:30 Leikmenn Man. City kallaðir á krísufund Forráðamenn Manchester City kölluðu leikmenn liðsins á sérstakan fund í gær í kjölfar þeirrar niðurstöðu að félagið hafði verið bannað frá Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðir. 16. febrúar 2020 11:30 Juventus ætlar að klófesta Guardiola og leyfir honum að velja sér samning Juventus telur að Pep Guardiola sé rétti maðurinn til að gera liðið að Evrópumeisturum í fyrsta sinn síðan 1996. 11. febrúar 2020 08:30 Man. City í tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu Manchester City fær ekki að spila í Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðirnar en UEFA hefur úrskurðað félagið í bann frá keppninni vegna brota á reglum um fjárhagslega háttvísi. 14. febrúar 2020 18:37 Guardiola segir að Messi eigi að klára ferilinn hjá Barcelona Lionel Messi getur farið frítt frá Barcelona í sumar ef hann vill en gamli knattspyrnustjóri hjá Barca er í engum vafa með að Argentínumaðurinn eigi að klára ferilinn hjá Börsungum. 7. febrúar 2020 23:00 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Sjá meira
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur sagt vinum sínum að hann verði áfram hjá félaginu þó svo að bann þeirra frá Evrópukeppnum standi. Þetta kom fram á vef BBC fyrr í dag. Pep Guardiola has told friends he intends to stay at Manchester City despite the club's two-year ban from the Champions League. Full story: https://t.co/ExNOIarOZF#UCL#MCFCpic.twitter.com/edP4W5NL81— BBC Sport (@BBCSport) February 17, 2020 Manchester City var dæmt í tveggja ára bann frá Evrópukeppnum af knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, vegna brota á fjárhagsreglugerð sambandsins [Financial Fair Play Regulations]. Það þýðir að Manchester City mun ekki geta keppt í keppnum á vegum UEFA, Meistaradeild Evrópu eða Evrópudeildinni, fyrr en tímabilið 2022/2023 ef bannið stendur. Samningur Guardiola við Manchester City rennur út 2021 og hefur mikið verið ritað og rætt um það hvort hann klári samning sinn en liðið hefur ekki staðið undir gríðar háum væntingum sínum á leiktíðinni. Talið er að hinn 49 ára gamli Guardiola muni í fyrsta skipti tjá sig um málið á blaðamannafundi á miðvikudaginn kemur. Man City mætir þá West Ham United í úrvalsdeildarleik sem var frestað þann 9. febrúar vegna veðurs. Í samningi Pep við enska félagið ku vera ákvæði sem gerir honum kleift að ganga frá borði eftir yfirstandandi tímabili lýkur. Er talið að hann muni nýta sér téð ákvæði takist City ekki að fá banninu hnekkt en félagið hefur áfrýjað dómi UEFA til alþjóða íþróttadómstólsins, CAS. Manchester City er sem stendur í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, 25 stigum á eftir Liverpool sem á titilinn næsta vísan. Real Madrid bíður svo í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en fyrri leikur liðanna fer fram á Santiago Bernabéu í Madríd þann 26. febrúar.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sex lykilspurningar varðandi bann Man. City | Líklegt að liðið missi stig Ýmsar spurningar vakna í kjölfar þess að Manchester City var í gær dæmt í bann frá Evrópukeppnum í fótbolta næstu tvö keppnistímabil, og sektað um 30 milljónir evra. 15. febrúar 2020 10:30 Leikmenn Man. City kallaðir á krísufund Forráðamenn Manchester City kölluðu leikmenn liðsins á sérstakan fund í gær í kjölfar þeirrar niðurstöðu að félagið hafði verið bannað frá Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðir. 16. febrúar 2020 11:30 Juventus ætlar að klófesta Guardiola og leyfir honum að velja sér samning Juventus telur að Pep Guardiola sé rétti maðurinn til að gera liðið að Evrópumeisturum í fyrsta sinn síðan 1996. 11. febrúar 2020 08:30 Man. City í tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu Manchester City fær ekki að spila í Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðirnar en UEFA hefur úrskurðað félagið í bann frá keppninni vegna brota á reglum um fjárhagslega háttvísi. 14. febrúar 2020 18:37 Guardiola segir að Messi eigi að klára ferilinn hjá Barcelona Lionel Messi getur farið frítt frá Barcelona í sumar ef hann vill en gamli knattspyrnustjóri hjá Barca er í engum vafa með að Argentínumaðurinn eigi að klára ferilinn hjá Börsungum. 7. febrúar 2020 23:00 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Sjá meira
Sex lykilspurningar varðandi bann Man. City | Líklegt að liðið missi stig Ýmsar spurningar vakna í kjölfar þess að Manchester City var í gær dæmt í bann frá Evrópukeppnum í fótbolta næstu tvö keppnistímabil, og sektað um 30 milljónir evra. 15. febrúar 2020 10:30
Leikmenn Man. City kallaðir á krísufund Forráðamenn Manchester City kölluðu leikmenn liðsins á sérstakan fund í gær í kjölfar þeirrar niðurstöðu að félagið hafði verið bannað frá Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðir. 16. febrúar 2020 11:30
Juventus ætlar að klófesta Guardiola og leyfir honum að velja sér samning Juventus telur að Pep Guardiola sé rétti maðurinn til að gera liðið að Evrópumeisturum í fyrsta sinn síðan 1996. 11. febrúar 2020 08:30
Man. City í tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu Manchester City fær ekki að spila í Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðirnar en UEFA hefur úrskurðað félagið í bann frá keppninni vegna brota á reglum um fjárhagslega háttvísi. 14. febrúar 2020 18:37
Guardiola segir að Messi eigi að klára ferilinn hjá Barcelona Lionel Messi getur farið frítt frá Barcelona í sumar ef hann vill en gamli knattspyrnustjóri hjá Barca er í engum vafa með að Argentínumaðurinn eigi að klára ferilinn hjá Börsungum. 7. febrúar 2020 23:00