Nýtt merki Vegagerðarinnar úr kolli Hallgríms Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. febrúar 2020 14:30 Hallgrímur Helgason er sonur fyrrverandi vegamálastjóra Getty/Ralph Orlowski Samhliða nýrri stefnu Vegagerðarinnar til næstu fimm ára hefur stofnunin ráðist í breytingar á ásýnd sinni. Kynningarglærur, bréfsefni og bílamerkingar eru meðal þess sem munu taka breytingum, svo ekki sé minnst á sjálft merki Vegagerðarinnar. Nýja útlit þess hvílir á gömlum grunni - hugmynd Hallgríms Helgasonar, rithöfundar og fyrrverandi starfsmanns Vegagerðarinnar. Kostnaður við breytinguna verður að lágmarki 3 til 4 milljónir króna. Stofnunin hefur þegar ráðist í innleiðingu nýju ásýndarinnar. Til að mynda má nú þegar sjá nýtt merki stofnunarinnar á vef Vegagerðarinnar, auk þess sem iðnaðarmenn hengdu upp nýja merkið á höfuðstöðvarnar í Borgartúni í morgun. Vegagerðin skiptir um lógó pic.twitter.com/xlEDHbdcMm— pallih (@pallih) February 17, 2020 Vefsíðunni umbylt Aðspurður um hvað skýri þessa endurmörkun Vegagerðarinnar segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi hennar, að breyttur tíðarandi með aukinni notkun á vef Vegagerðarinnar kalli á það að „farið sé yfir alla hluti,“ sem þurfi reglulega að gera hvort eð er. „Vefsíðan okkar er gríðarlega mikið notuð og mikilvæg og þessi breyting á ásýnd núna er liður í eðlilegri þróun á ásýnd og vef sem verður tekinn í allsherjar umbreytingu á næstu misserum,“ segir G. Pétur. Gamla og nýja merkið má sjá hér að neðan, hið gamla til vinstri og hið nýja til hægri. Malarvegir, hjólastígar, umferðareyjur og fingrafar. Það má lesa ýmislegt úr nýju merki Vegagerðarinnar (t.h.).Vegagerðin Svona lýsir G. Pétur breytingunni: Gamla merkið táknaði breytinguna frá malarvegum í vegi með bundnu slitlagi að meginefni. Nýja lógóið skilar því líka en táknar einnig ný verkefni Vegagerðarinnar sem nú sinnir höfnum, sjóvörnum og vitum, þannig að það eru öldur í merkinu og þá sjór, þetta minnir líka á náttúruna sem verður alltaf mikilvægara að taka tillit til, og líka eru þarna hjólastígar og reiðvegir. Einnig má þar sjá umferðareyjur, auk þess sem þarna má sjá fingrafar (sem hver má síðan túlka fyrir sig). Hönnunarstofan Kolofon sá um hönnun nýja merkisins, sem þó skírskotar til eldri hugmynda að sögn G. Péturs. Þannig sækir það innblástur í merki sem unnið var á auglýsingastofunni AUK af Kristínu Þorkelsdóttur árið 1986. Það hafi þó verið Hallgrímur Helgason, þáverandi starfsmaður Vegagerðarinnar og rithöfundur, öðrum fremur sem átti upprunlega hugmynd að merkinu, segir G. Pétur. Við þetta má bæta að Hallgrímur er sonur Helga Hallgrímssonar sem gegndi stöðu vegamálastjóra frá 1991 til 2003. Útlitið uppfært við endurnýjun Það er þó fleira sem mun breytast við ásýnd Vegagerðarinnar en merkið að sögn upplýsingafulltrúans, þó það sé auðsýnilegasta breytingin. Þannig mun annað kynningarefni; t.d. glærur og bréfsefni, taka breytingum auk þess sem bílar Vegagerðarinnar fá nýtt útlit. „En við munum nýta áfram umslög og annað slíkt og skipta út þegar þess þarf með nýju útliti og endurnýja útlit bifreiða þegar þær eru endurnýjaðar,“ segir G. Pétur. Hann segir sértækan kostnað við breytinguna vera á bilinu 3 til 4 milljónir króna - „en verður eitthvað hærri þar sem við vinnum þetta jafnóðum,“ að sögn G. Péturs Matthíassonar. Nýja ásýnd Vegagerðarinnar má sjá á bílum hennar.Vegagerðin Nýja merkið á hlið Vegagerðarbíls.Vegagerðin Nýja merkið má vitaskuld sjá á öryggishjálmum.vegagerðin Auglýsinga- og markaðsmál Samgöngur Tíska og hönnun Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Sjá meira
Samhliða nýrri stefnu Vegagerðarinnar til næstu fimm ára hefur stofnunin ráðist í breytingar á ásýnd sinni. Kynningarglærur, bréfsefni og bílamerkingar eru meðal þess sem munu taka breytingum, svo ekki sé minnst á sjálft merki Vegagerðarinnar. Nýja útlit þess hvílir á gömlum grunni - hugmynd Hallgríms Helgasonar, rithöfundar og fyrrverandi starfsmanns Vegagerðarinnar. Kostnaður við breytinguna verður að lágmarki 3 til 4 milljónir króna. Stofnunin hefur þegar ráðist í innleiðingu nýju ásýndarinnar. Til að mynda má nú þegar sjá nýtt merki stofnunarinnar á vef Vegagerðarinnar, auk þess sem iðnaðarmenn hengdu upp nýja merkið á höfuðstöðvarnar í Borgartúni í morgun. Vegagerðin skiptir um lógó pic.twitter.com/xlEDHbdcMm— pallih (@pallih) February 17, 2020 Vefsíðunni umbylt Aðspurður um hvað skýri þessa endurmörkun Vegagerðarinnar segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi hennar, að breyttur tíðarandi með aukinni notkun á vef Vegagerðarinnar kalli á það að „farið sé yfir alla hluti,“ sem þurfi reglulega að gera hvort eð er. „Vefsíðan okkar er gríðarlega mikið notuð og mikilvæg og þessi breyting á ásýnd núna er liður í eðlilegri þróun á ásýnd og vef sem verður tekinn í allsherjar umbreytingu á næstu misserum,“ segir G. Pétur. Gamla og nýja merkið má sjá hér að neðan, hið gamla til vinstri og hið nýja til hægri. Malarvegir, hjólastígar, umferðareyjur og fingrafar. Það má lesa ýmislegt úr nýju merki Vegagerðarinnar (t.h.).Vegagerðin Svona lýsir G. Pétur breytingunni: Gamla merkið táknaði breytinguna frá malarvegum í vegi með bundnu slitlagi að meginefni. Nýja lógóið skilar því líka en táknar einnig ný verkefni Vegagerðarinnar sem nú sinnir höfnum, sjóvörnum og vitum, þannig að það eru öldur í merkinu og þá sjór, þetta minnir líka á náttúruna sem verður alltaf mikilvægara að taka tillit til, og líka eru þarna hjólastígar og reiðvegir. Einnig má þar sjá umferðareyjur, auk þess sem þarna má sjá fingrafar (sem hver má síðan túlka fyrir sig). Hönnunarstofan Kolofon sá um hönnun nýja merkisins, sem þó skírskotar til eldri hugmynda að sögn G. Péturs. Þannig sækir það innblástur í merki sem unnið var á auglýsingastofunni AUK af Kristínu Þorkelsdóttur árið 1986. Það hafi þó verið Hallgrímur Helgason, þáverandi starfsmaður Vegagerðarinnar og rithöfundur, öðrum fremur sem átti upprunlega hugmynd að merkinu, segir G. Pétur. Við þetta má bæta að Hallgrímur er sonur Helga Hallgrímssonar sem gegndi stöðu vegamálastjóra frá 1991 til 2003. Útlitið uppfært við endurnýjun Það er þó fleira sem mun breytast við ásýnd Vegagerðarinnar en merkið að sögn upplýsingafulltrúans, þó það sé auðsýnilegasta breytingin. Þannig mun annað kynningarefni; t.d. glærur og bréfsefni, taka breytingum auk þess sem bílar Vegagerðarinnar fá nýtt útlit. „En við munum nýta áfram umslög og annað slíkt og skipta út þegar þess þarf með nýju útliti og endurnýja útlit bifreiða þegar þær eru endurnýjaðar,“ segir G. Pétur. Hann segir sértækan kostnað við breytinguna vera á bilinu 3 til 4 milljónir króna - „en verður eitthvað hærri þar sem við vinnum þetta jafnóðum,“ að sögn G. Péturs Matthíassonar. Nýja ásýnd Vegagerðarinnar má sjá á bílum hennar.Vegagerðin Nýja merkið á hlið Vegagerðarbíls.Vegagerðin Nýja merkið má vitaskuld sjá á öryggishjálmum.vegagerðin
Auglýsinga- og markaðsmál Samgöngur Tíska og hönnun Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Sjá meira