Lampard: Harry Maguire hefði átt að fá rauða spjaldið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2020 08:00 Harry Maguire og Michy Batshuayi liggja í grasinu eftir atvikið en bekkurinn hjá Chelsea trompast. Getty/Chris Lee Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, skilur ekki hvernig enski landsliðsmiðvörðurinn Harry Maguire fékk að klára fyrr hálfleikinn þegar Manchester United sótti þrjú stig á Stamford Bridge í gær. Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, slapp með skrekkinn í fyrri hálfleik á móti Chelsea og Maguire gerði síðan út um leikinn með því að koma Manchester United í 2-0 í þeim síðari. United's Harry Maguire should have been sent off, says Frank Lampard | By @jonathanliewhttps://t.co/a3eWPfgKXV— Guardian sport (@guardian_sport) February 17, 2020 Það var atvik milli Harry Maguire og Michy Batshuayi í fyrri hálfleiknum sem virtist gefa tilefni til að senda Maguire snemma í sturtu. Harry Maguire sparkaði þá í klofið á Batshuayi eftir að þeir höfðu lent í árekstri við hliðarlínuna. Varsjáin tók það hins vegar fyrir og Harry Maguire fékk enga refsingu. „Maguire hefði átt að fá rauða spjaldið. Það er klárt og auðvitað breytir það leiknum. Þetta var röng ákvörðun og allir sem ég hef talað við hafa sagt það sama,“ sagði Frank Lampard. Harry Maguire stays on after this challenge and then scores vs. Chelsea pic.twitter.com/inrj86JFSI— ESPN FC (@ESPNFC) February 17, 2020 „Það er erfiðara að sætta sig við svona mistök nú þegar við erum með VAR. Svona ákvarðanir skipta öllu máli. Við erum komin með VAR til að það sé hægt að taka á svona hlutum. Skoða þetta aftur og frá fleiri sjónarhornum. Ég skil heldur ekki af hverju dómararnir skoða ekki skjáinn sjálfir,“ sagði Lampard. Maguire kom sjálfum sér til varnar eftir leikinn og sagði að hann að þetta hafi verið fyrirbyggjandi hjá sér. „Ég veit að ég fór í hann. Mér fannst hann ætla að detta ofan á mig og náttúruleg viðbrögð mín voru að rétta úr fætinum til að stoppa hann. Ég var ekki að sparka í hann og ég ætlaði ekki að meiða hann. Ég bað hann afsökunar og það var gott að sjá að dómarinn tók skynsamlega á þessu,“ sagði Harry Maguire. Staðan var markalaus þegar atvikið gerðist. Manchester United kom í 1-0 fyrir hálfleik og Harry Maguire innsiglaði síðan sigurinn með skallamarki í seinni hálfleiknum. Harry Maguire didn’t get sent off for this pic.twitter.com/PW0x7nZozn— B/R Football (@brfootball) February 17, 2020 Enski boltinn Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Sjá meira
Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, skilur ekki hvernig enski landsliðsmiðvörðurinn Harry Maguire fékk að klára fyrr hálfleikinn þegar Manchester United sótti þrjú stig á Stamford Bridge í gær. Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, slapp með skrekkinn í fyrri hálfleik á móti Chelsea og Maguire gerði síðan út um leikinn með því að koma Manchester United í 2-0 í þeim síðari. United's Harry Maguire should have been sent off, says Frank Lampard | By @jonathanliewhttps://t.co/a3eWPfgKXV— Guardian sport (@guardian_sport) February 17, 2020 Það var atvik milli Harry Maguire og Michy Batshuayi í fyrri hálfleiknum sem virtist gefa tilefni til að senda Maguire snemma í sturtu. Harry Maguire sparkaði þá í klofið á Batshuayi eftir að þeir höfðu lent í árekstri við hliðarlínuna. Varsjáin tók það hins vegar fyrir og Harry Maguire fékk enga refsingu. „Maguire hefði átt að fá rauða spjaldið. Það er klárt og auðvitað breytir það leiknum. Þetta var röng ákvörðun og allir sem ég hef talað við hafa sagt það sama,“ sagði Frank Lampard. Harry Maguire stays on after this challenge and then scores vs. Chelsea pic.twitter.com/inrj86JFSI— ESPN FC (@ESPNFC) February 17, 2020 „Það er erfiðara að sætta sig við svona mistök nú þegar við erum með VAR. Svona ákvarðanir skipta öllu máli. Við erum komin með VAR til að það sé hægt að taka á svona hlutum. Skoða þetta aftur og frá fleiri sjónarhornum. Ég skil heldur ekki af hverju dómararnir skoða ekki skjáinn sjálfir,“ sagði Lampard. Maguire kom sjálfum sér til varnar eftir leikinn og sagði að hann að þetta hafi verið fyrirbyggjandi hjá sér. „Ég veit að ég fór í hann. Mér fannst hann ætla að detta ofan á mig og náttúruleg viðbrögð mín voru að rétta úr fætinum til að stoppa hann. Ég var ekki að sparka í hann og ég ætlaði ekki að meiða hann. Ég bað hann afsökunar og það var gott að sjá að dómarinn tók skynsamlega á þessu,“ sagði Harry Maguire. Staðan var markalaus þegar atvikið gerðist. Manchester United kom í 1-0 fyrir hálfleik og Harry Maguire innsiglaði síðan sigurinn með skallamarki í seinni hálfleiknum. Harry Maguire didn’t get sent off for this pic.twitter.com/PW0x7nZozn— B/R Football (@brfootball) February 17, 2020
Enski boltinn Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Sjá meira