Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. desember 2025 11:08 Kolo Touré entist ekki lengi í starfi hjá Wigan en þakkar fyrir það í dag. Vísir/Getty Kolo Touré segir það hina mestu lukku að hafa verið rekinn úr fyrsta aðalþjálfarastarfinu sem hann tók að sér, hjá Wigan Athletic. Brottreksturinn hafi leitt hann undir væng besta þjálfara heims. Touré er aðstoðarmaður Pep Guardiola hjá Manchester City og sat í hans stað á blaðamannafundi liðsins í gær fyrir leikinn gegn Crystal Palace. Guardiola var fjarverandi af persónulegum ástæðum en mun standa á hliðarlínunni þegar leikurinn hefst á morgun. Fílabeinsstrendingurinn og fyrrum leikmaður Arsenal, Liverpool, Manchester City og Celtic entist ekki nema þrjá mánuði þegar hann tók við Wigan tímabilið 2022-23 og tókst ekki að stýra liðinu til sigurs í sjö tilraunum. „Þetta var það besta sem hefur komið fyrir mig, því ég glímdi líka við erfiðleika sem ég þurfti að yfirstíga þegar ég var leikmaður. Eins og áður en ég kom til Arsenal fór ég margoft á reynslu hjá öðrum liðum og mistókst“ sagði Touré þegar hann var spurður út í þjálfaraferilinn. Bræðurnir Yaya og Kolo Toure spiluðu báðir fyrir Manchester City á sínum tíma. Mynd/Nordic Photos/Getty „Núna er ég í frábæru starfi, með tveimur frábærum þjálfurum, að vinna fyrir eitt besta félag heims… Ég veit ekki hvað gerist í framtíðinni en þegar þú hefur prófað að vera aðalþjálfari langar þig auðvitað að gera það aftur, en ég nýt þess að læra og miðla líka minni reynslu“ sagði Touré einnig en hann og Pep Lijnders eru aðstoðarmenn Guardiola. Þjálfarateymi City er vel mannað að mati Touré.Jean Catuffe/Getty Images City fer inn í 16. umferð ensku úrvalsdeildarinnar tveimur stigum á eftir toppliði Arsenal, en Touré segir einbeitingu liðsins ekki vera á Lundúnaliðinu. „Við einbeitum okkur bara að okkur sjálfum. Við vitum hvað Arsenal er ótrúlega gott lið en þetta snýst allt um okkur sjálfa og hvað við getum gert. Við erum með besta þjálfara heims, að leggja sig allan fram alla daga. Ástríða hans fyrir leiknum, leikmönnum og þjálfurum vitum við að muni fleyta okkur langt“ sagði Touré, ósparsamur á stór orð í garð læriföður síns. Manchester City heimsækir Crystal Palace á morgun klukkan 14:00. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn Sport. Enski boltinn Manchester City Mest lesið Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Donni dregur sig úr landsliðshópnum Handbolti Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Sport Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Handbolti McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Golf Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Bournemouth - Arsenal | Skytturnar á suðurströndinni Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fleiri fréttir Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Bournemouth - Arsenal | Skytturnar á suðurströndinni Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Sjá meira
Touré er aðstoðarmaður Pep Guardiola hjá Manchester City og sat í hans stað á blaðamannafundi liðsins í gær fyrir leikinn gegn Crystal Palace. Guardiola var fjarverandi af persónulegum ástæðum en mun standa á hliðarlínunni þegar leikurinn hefst á morgun. Fílabeinsstrendingurinn og fyrrum leikmaður Arsenal, Liverpool, Manchester City og Celtic entist ekki nema þrjá mánuði þegar hann tók við Wigan tímabilið 2022-23 og tókst ekki að stýra liðinu til sigurs í sjö tilraunum. „Þetta var það besta sem hefur komið fyrir mig, því ég glímdi líka við erfiðleika sem ég þurfti að yfirstíga þegar ég var leikmaður. Eins og áður en ég kom til Arsenal fór ég margoft á reynslu hjá öðrum liðum og mistókst“ sagði Touré þegar hann var spurður út í þjálfaraferilinn. Bræðurnir Yaya og Kolo Toure spiluðu báðir fyrir Manchester City á sínum tíma. Mynd/Nordic Photos/Getty „Núna er ég í frábæru starfi, með tveimur frábærum þjálfurum, að vinna fyrir eitt besta félag heims… Ég veit ekki hvað gerist í framtíðinni en þegar þú hefur prófað að vera aðalþjálfari langar þig auðvitað að gera það aftur, en ég nýt þess að læra og miðla líka minni reynslu“ sagði Touré einnig en hann og Pep Lijnders eru aðstoðarmenn Guardiola. Þjálfarateymi City er vel mannað að mati Touré.Jean Catuffe/Getty Images City fer inn í 16. umferð ensku úrvalsdeildarinnar tveimur stigum á eftir toppliði Arsenal, en Touré segir einbeitingu liðsins ekki vera á Lundúnaliðinu. „Við einbeitum okkur bara að okkur sjálfum. Við vitum hvað Arsenal er ótrúlega gott lið en þetta snýst allt um okkur sjálfa og hvað við getum gert. Við erum með besta þjálfara heims, að leggja sig allan fram alla daga. Ástríða hans fyrir leiknum, leikmönnum og þjálfurum vitum við að muni fleyta okkur langt“ sagði Touré, ósparsamur á stór orð í garð læriföður síns. Manchester City heimsækir Crystal Palace á morgun klukkan 14:00. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn Sport.
Enski boltinn Manchester City Mest lesið Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Donni dregur sig úr landsliðshópnum Handbolti Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Sport Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Handbolti McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Golf Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Bournemouth - Arsenal | Skytturnar á suðurströndinni Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fleiri fréttir Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Bournemouth - Arsenal | Skytturnar á suðurströndinni Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Sjá meira