Sport

Mætti til leiks ber­fættur og ber að ofan í snjó­komunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Útherjinn Mack Hollins hjá New England Patriots mætti svona til leiks í kuldanum í New England í dag.
Útherjinn Mack Hollins hjá New England Patriots mætti svona til leiks í kuldanum í New England í dag. @nflstyle

Það verður kalt í dag þegar leikið er í NFL-deildinni og þar á meðal í leik New England Patriots og Buffalo Bills.

Útherjinn Mack Hollins hjá New England Patriots er þekktur fyrir að mæta berfættur til leiks og hann lét kuldann ekki breyta þeirri hefð sinni þegar hann mætti til leiks í dag.

Hollins gerði reyndar meira en það því hann var ekki bara berfættur heldur einnig ber að ofan eins og sjá má hér fyrir neðan.

Þetta er líka stór leikur fyrir Hollins því hann er að fara að mæta sínum gömlu félögum í Bills.

Leikurinn fer fram á Gillette-leikvanginum í Foxborough í Massachusetts-fylki og verður í beinni útsendingu á SÝN Sport 2 frá klukkan 17.55.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×