Uppsagnir hjá Eimskip og TVG-Zimsen Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. febrúar 2020 10:13 Skipulagsbreytingarnar hjá Eimskip taka gildi þegar í dag. Vísir/Rakel Stöðugildum hjá Eimskip og dótturfélagi þess TVG-Zimsen fækkar um fjórtán í skipulagsbreytingum sem taka gildi í dag, að því er fram kemur í tilkynningu. Hluta fækkunarinnar er náð fram með uppsögnum en ekki fást upplýsingar um það hversu mörgum var sagt upp. Í tilkynningu frá Eimskip segir að umræddar skipulagsbreytingar feli í sér nýtt og samþætt sölu- og viðskiptastýringasviði hjá fyrirtækinu. Sviðinu tilheyra viðskiptaeiningarnar innflutningur og útflutningur, sem áður voru hluti af sviði innan TVG-Zimsen. Björn Einarsson hefur verið framkvæmdastjóri TVG-Zimsen undanfarin ár.TVG-Zimsen Björn Einarsson verður framkvæmdastjóri hins nýja sviðs. Björn hefur starfað hjá Eimskip og dótturfélögum í 14 ár, m.a. sem framkvæmdastjóri Eimskips í Evrópu en síðustu ár hefur hann verið framkvæmdastjóri TVG-Zimsen. Samhliða því hefur náðst samkomulag við Matthías Matthíasson, sem verið hefur framkvæmdastjóri sölusviðs, um að láta af störfum. Honum eru færðar þakkir fyrir framlag sitt til félagsins í tilkynningu. Edda Rut Björnsdóttir segir fækkun stöðugilda dreifast nokkuð jafnt yfir svið.Eimskip Edda Rut Björnsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Eimskips, segir í samtali við Vísi að fækkun stöðugildanna dreifist nokkuð jafnt á þau svið sem heyra undir skipulagsbreytingarnar. Hún segir að einhverjir sem sinnt hafa umræddum stöðugildum láti nú af störfum vegna aldurs og aðrir séu að klára samningstímabil. Þó hafi einnig þurft að grípa til uppsagna. Edda vill aðspurð ekki gefa upp hversu mörgum var sagt upp í tengslum við umræddar skipulagsbreytingar. Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips.Eimskip Haft er eftir Vilhelm Má Þorsteinssyni forstjóra Eimskips að með breytingunum sé verið að einfalda skipulag og gera fyrirtækið betur í stakk búið til að þjónusta viðskiptavini sína. „Við höldum áfram á vegferð hagræðingar og samþættingar á sama tíma og við eflum slagkraftinn í sókninni,“ segir Vilhelm. Stjórnendur á nýja sviðinu eru auk Björns, Sara Pálsdóttir sem leiðir innflutning, Sigurður Orri Jónsson sem leiðir útflutning og Elísa D. Björnsdóttir sem tekur við af Birni sem framkvæmdastjóri TVG-Zimsen. Þá leiðir Arndís Aradóttir tollskýrslugerð og farmskrá og Andrés Björnsson mun leiða viðskiptaþróun og kostnaðareftirlit. Vinnumarkaður Mest lesið Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Fleiri fréttir Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Sjá meira
Stöðugildum hjá Eimskip og dótturfélagi þess TVG-Zimsen fækkar um fjórtán í skipulagsbreytingum sem taka gildi í dag, að því er fram kemur í tilkynningu. Hluta fækkunarinnar er náð fram með uppsögnum en ekki fást upplýsingar um það hversu mörgum var sagt upp. Í tilkynningu frá Eimskip segir að umræddar skipulagsbreytingar feli í sér nýtt og samþætt sölu- og viðskiptastýringasviði hjá fyrirtækinu. Sviðinu tilheyra viðskiptaeiningarnar innflutningur og útflutningur, sem áður voru hluti af sviði innan TVG-Zimsen. Björn Einarsson hefur verið framkvæmdastjóri TVG-Zimsen undanfarin ár.TVG-Zimsen Björn Einarsson verður framkvæmdastjóri hins nýja sviðs. Björn hefur starfað hjá Eimskip og dótturfélögum í 14 ár, m.a. sem framkvæmdastjóri Eimskips í Evrópu en síðustu ár hefur hann verið framkvæmdastjóri TVG-Zimsen. Samhliða því hefur náðst samkomulag við Matthías Matthíasson, sem verið hefur framkvæmdastjóri sölusviðs, um að láta af störfum. Honum eru færðar þakkir fyrir framlag sitt til félagsins í tilkynningu. Edda Rut Björnsdóttir segir fækkun stöðugilda dreifast nokkuð jafnt yfir svið.Eimskip Edda Rut Björnsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Eimskips, segir í samtali við Vísi að fækkun stöðugildanna dreifist nokkuð jafnt á þau svið sem heyra undir skipulagsbreytingarnar. Hún segir að einhverjir sem sinnt hafa umræddum stöðugildum láti nú af störfum vegna aldurs og aðrir séu að klára samningstímabil. Þó hafi einnig þurft að grípa til uppsagna. Edda vill aðspurð ekki gefa upp hversu mörgum var sagt upp í tengslum við umræddar skipulagsbreytingar. Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips.Eimskip Haft er eftir Vilhelm Má Þorsteinssyni forstjóra Eimskips að með breytingunum sé verið að einfalda skipulag og gera fyrirtækið betur í stakk búið til að þjónusta viðskiptavini sína. „Við höldum áfram á vegferð hagræðingar og samþættingar á sama tíma og við eflum slagkraftinn í sókninni,“ segir Vilhelm. Stjórnendur á nýja sviðinu eru auk Björns, Sara Pálsdóttir sem leiðir innflutning, Sigurður Orri Jónsson sem leiðir útflutning og Elísa D. Björnsdóttir sem tekur við af Birni sem framkvæmdastjóri TVG-Zimsen. Þá leiðir Arndís Aradóttir tollskýrslugerð og farmskrá og Andrés Björnsson mun leiða viðskiptaþróun og kostnaðareftirlit.
Vinnumarkaður Mest lesið Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Fleiri fréttir Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Sjá meira