Advania í útrás í Danmörku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. febrúar 2020 10:36 Advania er ekki fyrsta íslenska fyrirtækið til að horfa til Danmerkur þegar taka á skrefið út fyrir landsteinana. Advania Advania hefur keypt danska félagið Kompetera og opnar nú starfstöð í Kaupmannahöfn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Advania sem segist nú geta boðið alhliða þjónustu í upplýsingatækni á öllum Norðurlöndunum. Kaupin á Kompetera eru liður í að efla starfsemi Advania um öll Norðurlönd. Nú getur fyrirtækið boðið alhliða rekstrarþjónustu í Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Íslandi og Finnlandi. Þrjátíu manns starfa hjá Komepetera en verða nú hluti af starfsliði Advania. „Með starfsemi í Danmörku höfum við náð markmiði okkar um að verða sannkallað norrænt fyrirtæki og nú stefnum við á að byggja ofan á þann 15% innri vöxt sem varð árið 2019. Það er frábært skref fyrir Advania að geta nú boðið upp á alhliða þjónustu á sviði upplýsingatækni á öllum Norðurlöndunum. Ekkert annað félag á þessu sviði getur það. Með kaupum á Kompetera eykst geta og þekking Advania á altækri rekstrar- og skýjaþjónustu til muna og við sjáum mörg tækifæri framundan,“ segir Ægir Már Þórisson forstjóri Advania á Íslandi. „Það er hvetjandi innblástur að verða hluti af svo framúrskarandi fyrirtæki sem Advania er. Með okkar nálgun og staðbundnu þekkingu náum við að fylla í lítið en þó mikilvægt skarð á dönskum markaði. Við erum himinlifandi með þetta tækifæri og hlökkum til bjartrar framtíðar saman,“ segir Carstein Weis framkvæmdastjóri Kompetera. Upplýsingatækni Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Advania hefur keypt danska félagið Kompetera og opnar nú starfstöð í Kaupmannahöfn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Advania sem segist nú geta boðið alhliða þjónustu í upplýsingatækni á öllum Norðurlöndunum. Kaupin á Kompetera eru liður í að efla starfsemi Advania um öll Norðurlönd. Nú getur fyrirtækið boðið alhliða rekstrarþjónustu í Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Íslandi og Finnlandi. Þrjátíu manns starfa hjá Komepetera en verða nú hluti af starfsliði Advania. „Með starfsemi í Danmörku höfum við náð markmiði okkar um að verða sannkallað norrænt fyrirtæki og nú stefnum við á að byggja ofan á þann 15% innri vöxt sem varð árið 2019. Það er frábært skref fyrir Advania að geta nú boðið upp á alhliða þjónustu á sviði upplýsingatækni á öllum Norðurlöndunum. Ekkert annað félag á þessu sviði getur það. Með kaupum á Kompetera eykst geta og þekking Advania á altækri rekstrar- og skýjaþjónustu til muna og við sjáum mörg tækifæri framundan,“ segir Ægir Már Þórisson forstjóri Advania á Íslandi. „Það er hvetjandi innblástur að verða hluti af svo framúrskarandi fyrirtæki sem Advania er. Með okkar nálgun og staðbundnu þekkingu náum við að fylla í lítið en þó mikilvægt skarð á dönskum markaði. Við erum himinlifandi með þetta tækifæri og hlökkum til bjartrar framtíðar saman,“ segir Carstein Weis framkvæmdastjóri Kompetera.
Upplýsingatækni Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira