Leggðu þig - þá líður þetta hjá Auðbjörg Reynisdóttir skrifar 18. febrúar 2020 11:30 Stuðmenn frumfluttu nýtt lag í sjónvarpinu fyrir skömmu og hlustaði ég með athygli. Textinn í Elsku vinur færði mig samstundis aftur í tíma um 19 ár. Þá gerðist nokkuð sem ég gleymi seint. Kafli í bókinni minni fjallar um þessa atburðarás sem átti sér stað um hádegið á föstudegi, á gjörgæsludeild Landspítalans 23. febrúar 2001. Ársgamall sonur minn lá þar í öndunarvél eftir heilaaðgerð kvöldinu áður. Tveimur tímum áður en þessi umrædda atburðarás átti sér stað missti ég stjórn á skapi mínu svo illa að gamla spítalabyggingin nötraði. Það gerði ég eftir að læknarnir svöruðu engu þegar ég innti þá eftir hvort mistök hefðu átt sér stað daginn áður. Viðbrögð mín við þögninni urðu svona ofsafengin á þessari stundu enda er þögn skýr skilaboð. Eins og daginn á undan hafði tjáning mín engin áhrif. Allan fimmtudaginn var ég að reyna að vekja athygli starfsmanna bráðamóttökunnar á versnandi ástandi drengsins. Meira að segja meðvitundarleysi hans vakti engin viðbrögð. Að upplifa svona fálæti er ómanneskjulegt. Fékk engin svör, alveg sama hvaða aðferðum ég beitti. Síðan þá hef ég glímt við þá tilfinningu og hugsanir um að kannski sé ég bara ekki til, ég sé ósýnileg og hafi enga rödd. Það sem dró fram þessa sáru minningu var textinn í viðlaginu: „Elsku vinur, ekki vera svona súr. Ef þú leggur þig þá líður þetta hjá.“ Í bókinni minni Stærri en banvæn mistök lýsi ég atburðunum sem leiddu son minn til dauða daginn eftir atburðarásina á gjörgæsludeildinni. Nú er Elsku vinur á Spotify - hlauplistanum mínum og fæ góða útrás er ég syng með: „Er hann út’að aka, hann fylgist ekkert með Alveg út’að akaæjæjæjæj Elsku vinur, ekki vera svona súr Ef þú leggur þig þá líður þetta hjá Elsku vinur Elsku vinur“ Joaquin Phoenix hélt hjartnæma ræðu þegar hann veitti Óskarsverðlaunum viðtöku nú á dögunum. Hann lýsti mikilvægi þess að tjá sig og hvernig listform kvikmyndanna skipti sig máli. Hann segir síðan, í lauslegri þýðingu: „Stærsta gjöfin sem ég hef fengið og einnig margra hér í salnum er tækifærið til þess að tala fyrir þá sem hafa ekki rödd.“ („The gratest gift I have been given, and to many of us in this room is the oppurtunity to use our voice for the voiceless.“) Í lok ræðu sinnar þakkaði hann þeim sem gáfu honum annað tækifæri eftir að hafa verið erfiður í samstarfi. Hann segði, í lausleg þýðing: „Ég held að við séum upp á okkar besta þegar við styðjum hvert annað. Ekki þegar við afskrifum hvert annað eftir mistök fortíðarinnar heldur þegar við hjálpum hvert öðru til að vaxa. Þegar við fræðum hvert annað og leiðbeinum til frelsis. Það er það besta við mannkynið. („And I think that´s when we´re at our best, when we support each other. Not when we cancel each other out for past mistakes, but when we help each other to grow. When we educate each other, when we guide each other toward redemption. That is the best of humanity.“) Ég er svo hjartanlega sammála honum. Hvernig vinnum við saman að því að auka öryggi sjúklinga ef raddir þeirra heyrast ekki? Það er gagnslaust að leggja sig, Alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu líða ekki hjá, ég er búin að reyna það í 19 ár. Látum í okkur heyra. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og markþjálfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Stuðmenn frumfluttu nýtt lag í sjónvarpinu fyrir skömmu og hlustaði ég með athygli. Textinn í Elsku vinur færði mig samstundis aftur í tíma um 19 ár. Þá gerðist nokkuð sem ég gleymi seint. Kafli í bókinni minni fjallar um þessa atburðarás sem átti sér stað um hádegið á föstudegi, á gjörgæsludeild Landspítalans 23. febrúar 2001. Ársgamall sonur minn lá þar í öndunarvél eftir heilaaðgerð kvöldinu áður. Tveimur tímum áður en þessi umrædda atburðarás átti sér stað missti ég stjórn á skapi mínu svo illa að gamla spítalabyggingin nötraði. Það gerði ég eftir að læknarnir svöruðu engu þegar ég innti þá eftir hvort mistök hefðu átt sér stað daginn áður. Viðbrögð mín við þögninni urðu svona ofsafengin á þessari stundu enda er þögn skýr skilaboð. Eins og daginn á undan hafði tjáning mín engin áhrif. Allan fimmtudaginn var ég að reyna að vekja athygli starfsmanna bráðamóttökunnar á versnandi ástandi drengsins. Meira að segja meðvitundarleysi hans vakti engin viðbrögð. Að upplifa svona fálæti er ómanneskjulegt. Fékk engin svör, alveg sama hvaða aðferðum ég beitti. Síðan þá hef ég glímt við þá tilfinningu og hugsanir um að kannski sé ég bara ekki til, ég sé ósýnileg og hafi enga rödd. Það sem dró fram þessa sáru minningu var textinn í viðlaginu: „Elsku vinur, ekki vera svona súr. Ef þú leggur þig þá líður þetta hjá.“ Í bókinni minni Stærri en banvæn mistök lýsi ég atburðunum sem leiddu son minn til dauða daginn eftir atburðarásina á gjörgæsludeildinni. Nú er Elsku vinur á Spotify - hlauplistanum mínum og fæ góða útrás er ég syng með: „Er hann út’að aka, hann fylgist ekkert með Alveg út’að akaæjæjæjæj Elsku vinur, ekki vera svona súr Ef þú leggur þig þá líður þetta hjá Elsku vinur Elsku vinur“ Joaquin Phoenix hélt hjartnæma ræðu þegar hann veitti Óskarsverðlaunum viðtöku nú á dögunum. Hann lýsti mikilvægi þess að tjá sig og hvernig listform kvikmyndanna skipti sig máli. Hann segir síðan, í lauslegri þýðingu: „Stærsta gjöfin sem ég hef fengið og einnig margra hér í salnum er tækifærið til þess að tala fyrir þá sem hafa ekki rödd.“ („The gratest gift I have been given, and to many of us in this room is the oppurtunity to use our voice for the voiceless.“) Í lok ræðu sinnar þakkaði hann þeim sem gáfu honum annað tækifæri eftir að hafa verið erfiður í samstarfi. Hann segði, í lausleg þýðing: „Ég held að við séum upp á okkar besta þegar við styðjum hvert annað. Ekki þegar við afskrifum hvert annað eftir mistök fortíðarinnar heldur þegar við hjálpum hvert öðru til að vaxa. Þegar við fræðum hvert annað og leiðbeinum til frelsis. Það er það besta við mannkynið. („And I think that´s when we´re at our best, when we support each other. Not when we cancel each other out for past mistakes, but when we help each other to grow. When we educate each other, when we guide each other toward redemption. That is the best of humanity.“) Ég er svo hjartanlega sammála honum. Hvernig vinnum við saman að því að auka öryggi sjúklinga ef raddir þeirra heyrast ekki? Það er gagnslaust að leggja sig, Alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu líða ekki hjá, ég er búin að reyna það í 19 ár. Látum í okkur heyra. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og markþjálfi.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun