Menning

Kvenna­kórinn Katla: Ætla að „rífa úr sér hjartað og leggja það á borðið“

Atli Ísleifsson skrifar
Af æfingu hjá Kvennakórnum Kötlu.
Af æfingu hjá Kvennakórnum Kötlu. Kvennakórinn Katla

„Við erum að rífa úr okkur hjartað, leggja það á borðið og bjóða fólki að strjúka þeim og klappa með,“ segir Lilja Dögg Gunnarsdóttir, önnur kórstýra Kvennakórsins Kötlu, um fyrirhugaða tónleika kórsins í Tjarnarbíói sem fram fara á laugardaginn.

„Við ætlum að bjóða upp á tónlist sem er útsett af okkur kórstýrunum – mér og Hildigunni Einarsdóttur. Þetta er allt saman tónlist sem tengist ástum og uppgjörum. Við erum þarna með Billie Eilish, Kate Bush, Björk, Emilíönu Torrini svo einhverjar séu nefndar,“ segir Lilja.

Hún segir að kórinn vinni þetta svolítið eins og leikhús. „Þetta er eins konar kórleikhús. Sviðsetning með hverju lagi, búningaskipti og svo framvegis. Það verða um sextíu konur á sviðinu þarna að gefa allt í þetta.“

Lilja Dögg segir að farið verði allan tilfinningaskalann í algerri gleði og flippi. „Ég myndi ekki segja að þetta væri tregafullt heldur bara alger opnun, gleði, orka og kraftur.“

Af æfingu.Kvennakórinn Katla





Fleiri fréttir

Sjá meira


×