Voru ekki búin undir miklar vinsældir Chromo Sapiens hjá barnafjölskyldum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. febrúar 2020 14:30 Frá sýningu Shoplifter í Hafnarhúsinu. vísir/sigurjón Listasafn Reykjavíkur var ekki endilega búið undir miklar vinsældir sýningarinnar Chromo Sapiens hjá barnafjölskyldum. Þetta kemur fram í svari Áslaugar Guðrúnardóttur, kynningar- og markaðsstjóra safnsins, við fyrirspurn Vísis en ef marka má myndir á samfélagsmiðlum hafa Íslendingar, bæði fullorðnir og börn, flykkst á þessa sýningu Hrafnhildar Arnardóttur/Shoplifter undanfarnar vikur. Þá fór blaðamaður Vísis á sýninguna um helgina og þurfti, eins og aðrir gestir, að bíða í röð eftir að komast inn í sýningarsalinn, svo mikil var aðsóknin. Áslaug segir að alls hafi 17.500 gestir komið á sýninguna frá því hún opnaði í Hafnarhúsinu þann 23. janúar síðastliðinn. Það sé mjög mikil aðsókn en enn hafi sýningin þó ekki toppað sýningu Ólafs Elíassonar, Frost Activity, sem var í Hafnarhúsinu árið 2004. Sú sýning sló öll aðsóknarmet að sögn Áslaugar.Sjá einnig: 500 fermetra hárkolla í Hafnarhúsinu Aðspurð hvort miklar vinsældir Chromo Sapiens hafi komið á óvart segir Áslaug að vinsældirnar hafi kannski ekki komið á óvart. Þannig hafi sýningin verið mjög vinsæl á Feneyjatvíæringnum í fyrra og vitað var að hún væri mjög myndræn. „Samt sem áður verð ég að segja að við vorum ekki endilega búin undir þessar vinsældir hjá barnafjölskyldum. Það er líka mjög skemmtilegt að segja frá því að hlutfall innlendra gesta í húsið hefur hækkað mikið og sýningin hefur laðað að fjölda nýrra gesta,“ segir Áslaug. Sýningin stendur til 19. mars en á vef Listasafns Reykjavíkur segir meðal annars um sýninguna: „Chromo Sapiens er þakið miklu magni af einkennisefniviði Hrafnhildar; gervihári. Litir, hljóð og aðlaðandi áferð leiða gesti í gegnum þrjú ólík rými, sem umlykja þá í myndrænum og hljóðrænum samruna.“ View this post on Instagram Það hlýtur að vera skylda að birta mynd af öllum sem líta inn á #chromosapiens í @reykjavikartmuseum. Mögnuð upplifun! A post shared by Andrés Ingi (@andresingi) on Feb 1, 2020 at 7:40am PST View this post on Instagram Immersed in a world of colour and loving it #chromosapiens #shoplifter #darrkell #ág A post shared by Lovísa Árnadóttir (@lovisaarna) on Jan 26, 2020 at 2:09pm PST View this post on Instagram Chromo sapiens í Listasafni Reykjavíkur #chromosapiens A post shared by Dagur B. Eggertsson (@daguregg) on Jan 23, 2020 at 1:23pm PST View this post on Instagram Nóra was amazed! And wants her room to be by @shoplifterart #chromosapiens A post shared by Eva Dögg ~ Adi Chandjot Kaur (@evadoggrunars) on Jan 26, 2020 at 12:46pm PST Myndlist Reykjavík Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Listasafn Reykjavíkur var ekki endilega búið undir miklar vinsældir sýningarinnar Chromo Sapiens hjá barnafjölskyldum. Þetta kemur fram í svari Áslaugar Guðrúnardóttur, kynningar- og markaðsstjóra safnsins, við fyrirspurn Vísis en ef marka má myndir á samfélagsmiðlum hafa Íslendingar, bæði fullorðnir og börn, flykkst á þessa sýningu Hrafnhildar Arnardóttur/Shoplifter undanfarnar vikur. Þá fór blaðamaður Vísis á sýninguna um helgina og þurfti, eins og aðrir gestir, að bíða í röð eftir að komast inn í sýningarsalinn, svo mikil var aðsóknin. Áslaug segir að alls hafi 17.500 gestir komið á sýninguna frá því hún opnaði í Hafnarhúsinu þann 23. janúar síðastliðinn. Það sé mjög mikil aðsókn en enn hafi sýningin þó ekki toppað sýningu Ólafs Elíassonar, Frost Activity, sem var í Hafnarhúsinu árið 2004. Sú sýning sló öll aðsóknarmet að sögn Áslaugar.Sjá einnig: 500 fermetra hárkolla í Hafnarhúsinu Aðspurð hvort miklar vinsældir Chromo Sapiens hafi komið á óvart segir Áslaug að vinsældirnar hafi kannski ekki komið á óvart. Þannig hafi sýningin verið mjög vinsæl á Feneyjatvíæringnum í fyrra og vitað var að hún væri mjög myndræn. „Samt sem áður verð ég að segja að við vorum ekki endilega búin undir þessar vinsældir hjá barnafjölskyldum. Það er líka mjög skemmtilegt að segja frá því að hlutfall innlendra gesta í húsið hefur hækkað mikið og sýningin hefur laðað að fjölda nýrra gesta,“ segir Áslaug. Sýningin stendur til 19. mars en á vef Listasafns Reykjavíkur segir meðal annars um sýninguna: „Chromo Sapiens er þakið miklu magni af einkennisefniviði Hrafnhildar; gervihári. Litir, hljóð og aðlaðandi áferð leiða gesti í gegnum þrjú ólík rými, sem umlykja þá í myndrænum og hljóðrænum samruna.“ View this post on Instagram Það hlýtur að vera skylda að birta mynd af öllum sem líta inn á #chromosapiens í @reykjavikartmuseum. Mögnuð upplifun! A post shared by Andrés Ingi (@andresingi) on Feb 1, 2020 at 7:40am PST View this post on Instagram Immersed in a world of colour and loving it #chromosapiens #shoplifter #darrkell #ág A post shared by Lovísa Árnadóttir (@lovisaarna) on Jan 26, 2020 at 2:09pm PST View this post on Instagram Chromo sapiens í Listasafni Reykjavíkur #chromosapiens A post shared by Dagur B. Eggertsson (@daguregg) on Jan 23, 2020 at 1:23pm PST View this post on Instagram Nóra was amazed! And wants her room to be by @shoplifterart #chromosapiens A post shared by Eva Dögg ~ Adi Chandjot Kaur (@evadoggrunars) on Jan 26, 2020 at 12:46pm PST
Myndlist Reykjavík Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira